Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar 10. nóvember 2025 21:32 Gervigreind er mikið í umræðunni þessa dagana. Á örfáum árum hefur hún farið úr því að vera sérhæfð tækni á færi örfárra sérfræðinga yfir í að verða almenn og alltumlykjandi. Þróunin er svo hröð að þekking getur úrelst á örfáum mánuðum, en nokkur grundvallaratriði eru stöðug og geta haft úrslitaáhrif á það hvort fólk nái að nýta gervigreind sér til framdráttar. Áskoranir sem við verðum að taka alvarlega Ég ætla ekki að halda því fram að gervigreind sé óumdeild. Hún krefst fjármagns, orku og vatns sem mætti nýta á annan hátt, og þjálfun hennar hefur vakið siðferðileg álitamál eins og spurningar um höfundarrétt og innbyggðan bjaga í líkönum. Þetta eru eðlilegar og mikilvægar spurningar sem ættu að fá ítarlega umræðu og lausnir á viðeigandi vettvangi. Samt sem áður er vert að hvetja fólk til að kynna sér þessa tækni betur, læra að greina niðurstöður gagnrýnið og beita henni með ábyrgð. Þannig má nýta þá byltingu sem gervigreind hefur í för með sér, án þess að horfa framhjá þeim áskorunum sem fylgja. Fyrstu kynni geta blekkt Við sem höfum prófað að nota ChatGPT spunagreindina (e. generative AI, sem er ein tegund gervigreindar) höfum flest lent í því að niðurstaðan er óhófleg notkun tjákna, hrós og hvatning úr takti, augljósar málfarsvillur og þankastrik sem troðið er alltstaðar þar sem komma væri við hæfi. Ef þín upplifun af gervigreind er sambærileg, er eðlilegt að þú skipir þér á bekk þeirra sem efast um ágæti hennar. Gefðu gervigreind séns Mig langar aftur á móti að skora á þig til þess að prófa nýja nálgun á efnið. ChatGPT frá OpenAI er algengasta viðmótið sem fólk notar til þess að kynnast gervigreind. Tólið hefur náð mikilli útbreiðslu, ekki síst vegna þess að það var hið fyrsta sinnar tegundar sem mætti notendum með vinalegum spjallglugga. ChatGPT er eitt verkfæri í kassanum Það má líta á ChatGPT sem traustan hamar, nauðsynlegt verkfæri í allar verkfæratöskur. Fleiri fyrirtæki bjóða upp á sambærilega hamra; Anthropic hefur Claude, hið evrópska Mistral framleiðir Le Chat, Google Gemini, og bæði Meta og X eiga sín líkön. Öll eru þau fær um að gera svakalega margt mismunandi. Rétt verkfæri fyrir rétt verkefni En þegar virkilega er þörf á því, þá er útkoman oftar en ekki einhvers konar sull með afar takmarkað notagildi. Stundum þarf að orða fyrirspurnina til gervigreindarinnar betur, að velja réttan nagla. Þegar það dugar ekki til hefur fólk fundið snjallar leiðir til þess að ná meiru úr spunagreindinni, með því að þróa fleiri verkfæri úr sama grunni. En í öðrum tilfellum er hamar ekki rétta verkfærið fyrir verkið. Eftirfarandi tól eru dæmi um fleiri birtingarmyndir gervigreindar: Verkefni Verkfæri Hvers vegna Dæmi Leit á netinu (í stað Google) Perplexity.ai Öflug leitarvél sem svarar strax og tilgreinir heimildir, í stað þess að sýna endalaust af auglýsingum og hlekkjum “Hvað er besta gervigreindarlíkanið fyrir íslensku?” “Hvað er opið lengi í Húsasmiðjunni á föstudögum?” Kynningar Gamma.app Búðu til 10 glæru kynningu á 10 mínútum Sendu inn skjal og láttu gervigreindina um að framleiða glærurnar Búa til einfalt app eða vefsíðu Lovable.dev Leyfðu hugmyndunum þínum að verða að veruleika “Búðu til vefviðmót sem hjálpar notandanum að velja rétt tól fyrir verkefni með aðstoð gervigreindar.” Ítarlegar upplýsingar ChatGPT með DeepResearch Hér skiptir máli að orða spurninguna vel “Hvers vegna telst plútó ekki lengur til pláneta sólarinnar?” Tónlist Suno Búðu til lag með því að lýsa því. “Búðu til klisjukennt jólalag á íslensku sem kennir hlustandanum á stórhátíðir annarra trúarbragða. Dúett sunginn af karlmanni með djúpa rödd og konu með autotune.” Þau sem valdefla starfsfólk uppskera mest Spunagreind er nefnilega til margs nytsamleg. Þetta hafa stjórnendur fjölmargra fyrirtækja þegar áttað sig á. Þau sem taka markviss skref til þess að hjálpa starfsfólki sínu að nýta sér gervigreind eru farin að sjá af því gríðarlegan ávinning. Skrefin fela í sér að valdefla starfsfólk og þróa verkfæri til þess að gera ávinninginn aðgengilegan öllum í fyrirtækinu. Komandi misseri verður áhugavert að fylgjast með þessum fyrirtækjum og bera saman við þau sem ákveða að taka ekki slaginn. Forskotið fæst með forvitni Þrátt fyrir ýmsar takmarkanir hefur gervigreind orðið að ófrávíkjanlegum hluta af verkfærakistu nútímans á örskömmum tíma. Hvernig fólk notar hana mun hafa úrslitaáhrif á hvort það nái að nýta sér hana, hvort tilvera gervigreindar verði til aukins álags eða raunverulegs ávinnings. Besta leiðin til þess að halda í við þróunina er að prófa sig áfram núna. Að læra á tólin og kynnast þeim með því að nota þau. Þau sem temja sér þetta munu eiga auðveldara með að nýta tæknina og hafa forskot á þau sem gera það ekki. Höfundur er fjármálafræðingur með 10 ára reynslu í fyrirtækjum sem nýta sér gervigreind. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Gervigreind er mikið í umræðunni þessa dagana. Á örfáum árum hefur hún farið úr því að vera sérhæfð tækni á færi örfárra sérfræðinga yfir í að verða almenn og alltumlykjandi. Þróunin er svo hröð að þekking getur úrelst á örfáum mánuðum, en nokkur grundvallaratriði eru stöðug og geta haft úrslitaáhrif á það hvort fólk nái að nýta gervigreind sér til framdráttar. Áskoranir sem við verðum að taka alvarlega Ég ætla ekki að halda því fram að gervigreind sé óumdeild. Hún krefst fjármagns, orku og vatns sem mætti nýta á annan hátt, og þjálfun hennar hefur vakið siðferðileg álitamál eins og spurningar um höfundarrétt og innbyggðan bjaga í líkönum. Þetta eru eðlilegar og mikilvægar spurningar sem ættu að fá ítarlega umræðu og lausnir á viðeigandi vettvangi. Samt sem áður er vert að hvetja fólk til að kynna sér þessa tækni betur, læra að greina niðurstöður gagnrýnið og beita henni með ábyrgð. Þannig má nýta þá byltingu sem gervigreind hefur í för með sér, án þess að horfa framhjá þeim áskorunum sem fylgja. Fyrstu kynni geta blekkt Við sem höfum prófað að nota ChatGPT spunagreindina (e. generative AI, sem er ein tegund gervigreindar) höfum flest lent í því að niðurstaðan er óhófleg notkun tjákna, hrós og hvatning úr takti, augljósar málfarsvillur og þankastrik sem troðið er alltstaðar þar sem komma væri við hæfi. Ef þín upplifun af gervigreind er sambærileg, er eðlilegt að þú skipir þér á bekk þeirra sem efast um ágæti hennar. Gefðu gervigreind séns Mig langar aftur á móti að skora á þig til þess að prófa nýja nálgun á efnið. ChatGPT frá OpenAI er algengasta viðmótið sem fólk notar til þess að kynnast gervigreind. Tólið hefur náð mikilli útbreiðslu, ekki síst vegna þess að það var hið fyrsta sinnar tegundar sem mætti notendum með vinalegum spjallglugga. ChatGPT er eitt verkfæri í kassanum Það má líta á ChatGPT sem traustan hamar, nauðsynlegt verkfæri í allar verkfæratöskur. Fleiri fyrirtæki bjóða upp á sambærilega hamra; Anthropic hefur Claude, hið evrópska Mistral framleiðir Le Chat, Google Gemini, og bæði Meta og X eiga sín líkön. Öll eru þau fær um að gera svakalega margt mismunandi. Rétt verkfæri fyrir rétt verkefni En þegar virkilega er þörf á því, þá er útkoman oftar en ekki einhvers konar sull með afar takmarkað notagildi. Stundum þarf að orða fyrirspurnina til gervigreindarinnar betur, að velja réttan nagla. Þegar það dugar ekki til hefur fólk fundið snjallar leiðir til þess að ná meiru úr spunagreindinni, með því að þróa fleiri verkfæri úr sama grunni. En í öðrum tilfellum er hamar ekki rétta verkfærið fyrir verkið. Eftirfarandi tól eru dæmi um fleiri birtingarmyndir gervigreindar: Verkefni Verkfæri Hvers vegna Dæmi Leit á netinu (í stað Google) Perplexity.ai Öflug leitarvél sem svarar strax og tilgreinir heimildir, í stað þess að sýna endalaust af auglýsingum og hlekkjum “Hvað er besta gervigreindarlíkanið fyrir íslensku?” “Hvað er opið lengi í Húsasmiðjunni á föstudögum?” Kynningar Gamma.app Búðu til 10 glæru kynningu á 10 mínútum Sendu inn skjal og láttu gervigreindina um að framleiða glærurnar Búa til einfalt app eða vefsíðu Lovable.dev Leyfðu hugmyndunum þínum að verða að veruleika “Búðu til vefviðmót sem hjálpar notandanum að velja rétt tól fyrir verkefni með aðstoð gervigreindar.” Ítarlegar upplýsingar ChatGPT með DeepResearch Hér skiptir máli að orða spurninguna vel “Hvers vegna telst plútó ekki lengur til pláneta sólarinnar?” Tónlist Suno Búðu til lag með því að lýsa því. “Búðu til klisjukennt jólalag á íslensku sem kennir hlustandanum á stórhátíðir annarra trúarbragða. Dúett sunginn af karlmanni með djúpa rödd og konu með autotune.” Þau sem valdefla starfsfólk uppskera mest Spunagreind er nefnilega til margs nytsamleg. Þetta hafa stjórnendur fjölmargra fyrirtækja þegar áttað sig á. Þau sem taka markviss skref til þess að hjálpa starfsfólki sínu að nýta sér gervigreind eru farin að sjá af því gríðarlegan ávinning. Skrefin fela í sér að valdefla starfsfólk og þróa verkfæri til þess að gera ávinninginn aðgengilegan öllum í fyrirtækinu. Komandi misseri verður áhugavert að fylgjast með þessum fyrirtækjum og bera saman við þau sem ákveða að taka ekki slaginn. Forskotið fæst með forvitni Þrátt fyrir ýmsar takmarkanir hefur gervigreind orðið að ófrávíkjanlegum hluta af verkfærakistu nútímans á örskömmum tíma. Hvernig fólk notar hana mun hafa úrslitaáhrif á hvort það nái að nýta sér hana, hvort tilvera gervigreindar verði til aukins álags eða raunverulegs ávinnings. Besta leiðin til þess að halda í við þróunina er að prófa sig áfram núna. Að læra á tólin og kynnast þeim með því að nota þau. Þau sem temja sér þetta munu eiga auðveldara með að nýta tæknina og hafa forskot á þau sem gera það ekki. Höfundur er fjármálafræðingur með 10 ára reynslu í fyrirtækjum sem nýta sér gervigreind.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar