Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2025 09:03 Bólusetningarvandræði þriggja landsliðsmanna þýðir að bræðurnir Alexis Mac Allister og Kevin Mac Allister fá að vera saman í argentínska landsliðinu í fyrsta sinn. Getty/Andrew Powell Kevin Mac Allister, eldri bróðir miðjumanns Liverpool, Alexis Mac Allister, hefur verið valinn í argentínska landsliðið í fótbolta í fyrsta sinn en hann fékk útkall eftir að þrír leikmenn forfölluðust úr hópnum. Ástæðan fyrir því að þrír leikmenn Atlético Madrid, þeir Nahuel Molina, Julián Álvarez og Giuliano Simeone, geta ekki verið með í þessum glugga er afar sérstök. Þeir fá ekki að fara með í ferðina til Afríku því þeir hafa ekki verið bólusettir fyrir gulusótt, sem er skilyrði fyrir því að koma til Angóla, að sögn argentínska knattspyrnusambandsins. 💣🚨 BREAKING - OFFICIAL: Julián Álvarez, Giuliano Simeone and Nahuel Molina have been left out of the Argentina national team for their upcoming friendly.They did not complete in time the health procedures related to the yellow fever vaccine required for entry into Angola. pic.twitter.com/gxOpVSw7eV— Atletico Universe (@atletiuniverse) November 10, 2025 Auk Mac Allister mun varnarmaður Manchester United, Lisandro Martínez, einnig koma til móts við landsliðið þrátt fyrir að hafa ekki spilað með úrvalsdeildarliðinu síðan í febrúar vegna alvarlegra hnémeiðsla. Þeir voru kallaðir inn í argentínska hópinn ásamt Emiliano Buendía úr Aston Villa. Argentínska knattspyrnusambandið staðfesti að Martínez, sem er að nálgast fullan bata eftir að hafa slitið krossband í tapi United á heimavelli gegn Crystal Palace þann 2. febrúar, verði skoðaður af læknateymi þeirra og verði með restinni af hópnum en muni þó ekki spila gegn Angóla. Stóra fréttin er því að Kevin Mac Allister mun vera í landsliðsverkefni með bróður sínum í fyrsta sinn. Alexis Mac Allister hefur verið landsliðsmaður í mörg ár en nú fær stóri bróðir einnig að vera með. Kevin, 28 ára, þakkaði liðsfélögum sínum hjá Union St.-Gilloise fyrir að hjálpa sér að láta draum sinn rætast. „Ég vil bara þakka öllum,“ sagði hann í myndbandi sem félagið hans birti á meðan hann ávarpaði liðsfélaga sína í búningsklefanum á sunnudag. „Því tveimur tímum fyrir leikinn í dag [1-1 jafntefli í deildinni gegn Mechelen] fékk ég símtal. Á morgun flýg ég til Alicante til að vera með landsliðinu. Þetta verður í fyrsta skiptið mitt og ég veit að ég er ekki þar bara fyrir sjálfan mig heldur líka þökk sé fólkinu í þessum búningsklefa,“ sagði Kevin Mac Allister. „Þannig að ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum.“ Kevin, sem gekk til liðs við belgíska liðið Union St.-Gilloise sumarið 2023 frá Argentinos Juniors, sagði að fjölskylda hans væri himinlifandi. „Fjölskyldan mín er mjög ánægð. Þegar ég hringdi í konuna mína var hún þegar farin að gráta svo þetta er virkilega góð tilfinning. Á morgun mun ég láta draum rætast,“ sagði Mac Allister. Bróðir Kevins, Alexis, vann heimsmeistarakeppnina 2022 og Copa América 2024 með Argentínu. Hann hefur skorað sex mörk í 41 leik fyrir landsliðið. Liverpool’s Alexis Mac Allister will now be joined by his older brother Kevin Mac Allister who just received his first call-up to the Argentinian National team 👏 pic.twitter.com/NWYjHh3c8l— ESPN FC (@ESPNFC) November 10, 2025 HM 2026 í fótbolta Angóla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Ástæðan fyrir því að þrír leikmenn Atlético Madrid, þeir Nahuel Molina, Julián Álvarez og Giuliano Simeone, geta ekki verið með í þessum glugga er afar sérstök. Þeir fá ekki að fara með í ferðina til Afríku því þeir hafa ekki verið bólusettir fyrir gulusótt, sem er skilyrði fyrir því að koma til Angóla, að sögn argentínska knattspyrnusambandsins. 💣🚨 BREAKING - OFFICIAL: Julián Álvarez, Giuliano Simeone and Nahuel Molina have been left out of the Argentina national team for their upcoming friendly.They did not complete in time the health procedures related to the yellow fever vaccine required for entry into Angola. pic.twitter.com/gxOpVSw7eV— Atletico Universe (@atletiuniverse) November 10, 2025 Auk Mac Allister mun varnarmaður Manchester United, Lisandro Martínez, einnig koma til móts við landsliðið þrátt fyrir að hafa ekki spilað með úrvalsdeildarliðinu síðan í febrúar vegna alvarlegra hnémeiðsla. Þeir voru kallaðir inn í argentínska hópinn ásamt Emiliano Buendía úr Aston Villa. Argentínska knattspyrnusambandið staðfesti að Martínez, sem er að nálgast fullan bata eftir að hafa slitið krossband í tapi United á heimavelli gegn Crystal Palace þann 2. febrúar, verði skoðaður af læknateymi þeirra og verði með restinni af hópnum en muni þó ekki spila gegn Angóla. Stóra fréttin er því að Kevin Mac Allister mun vera í landsliðsverkefni með bróður sínum í fyrsta sinn. Alexis Mac Allister hefur verið landsliðsmaður í mörg ár en nú fær stóri bróðir einnig að vera með. Kevin, 28 ára, þakkaði liðsfélögum sínum hjá Union St.-Gilloise fyrir að hjálpa sér að láta draum sinn rætast. „Ég vil bara þakka öllum,“ sagði hann í myndbandi sem félagið hans birti á meðan hann ávarpaði liðsfélaga sína í búningsklefanum á sunnudag. „Því tveimur tímum fyrir leikinn í dag [1-1 jafntefli í deildinni gegn Mechelen] fékk ég símtal. Á morgun flýg ég til Alicante til að vera með landsliðinu. Þetta verður í fyrsta skiptið mitt og ég veit að ég er ekki þar bara fyrir sjálfan mig heldur líka þökk sé fólkinu í þessum búningsklefa,“ sagði Kevin Mac Allister. „Þannig að ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum.“ Kevin, sem gekk til liðs við belgíska liðið Union St.-Gilloise sumarið 2023 frá Argentinos Juniors, sagði að fjölskylda hans væri himinlifandi. „Fjölskyldan mín er mjög ánægð. Þegar ég hringdi í konuna mína var hún þegar farin að gráta svo þetta er virkilega góð tilfinning. Á morgun mun ég láta draum rætast,“ sagði Mac Allister. Bróðir Kevins, Alexis, vann heimsmeistarakeppnina 2022 og Copa América 2024 með Argentínu. Hann hefur skorað sex mörk í 41 leik fyrir landsliðið. Liverpool’s Alexis Mac Allister will now be joined by his older brother Kevin Mac Allister who just received his first call-up to the Argentinian National team 👏 pic.twitter.com/NWYjHh3c8l— ESPN FC (@ESPNFC) November 10, 2025
HM 2026 í fótbolta Angóla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira