Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Árni Sæberg skrifar 11. nóvember 2025 15:00 Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans. Vísir/Einar Bankastjóri Landsbankans segir að starfsmenn bankans hafi uppgötvað galla sem fjársvikarar höfðu nýtt til að hafa hundruð milljóna af bankanum á fimmtudegi. Á föstudegi hafi umfang fjársvikanna legið fyrir og á laugardegi hafi bankinn kært málið til lögreglu. Heildarumfang svikanna nemur um 400 milljónum króna en ekki liggur fyrir hvert tjón bankans verður þegar upp er staðið. Bankinn og Reiknistofa bankanna eru tryggð fyrir slíku tjóni. Greint var frá fjársvikunum mánudaginn 3. nóvember en þá höfðu fimm verið handteknir yfir helgina, grunaðir um að hafa haft um 390 milljónir króna af Landsbankanum og um tíu milljónir af Arion banka. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir í samtali við Vísi að gallinn sem gerði fjársvikurunum kleift að millifæra fjármuni milli reikninga án þess að lækka innistæðu upphaflegs reiknings hafi uppgötvast hjá Reiknistofu bankanna á fimmtudeginum áður en málið komst í hámæli. „Þegar við áttum okkur á því að svikin beinast að bankanum, þá fer allt í gang og við byrjum að greina. Svo er eftirleikurinn í raun hjá lögreglu.“ Starfsmenn bankans hafi séð heildarumfang svikanna á föstudeginum og á laugardeginum hafi lögreglu verið gert viðvart og málið kært. Það hafi raunar verið gert strax aðfaranótt laugardags. Tjónið líklega innan við tvö hundruð milljónir Sem áður segir nam heildarumfang svikanna um 400 milljónum en Lilja Björk segir að um 140 milljónir hafi enn verið inni á reikningum hjá Landsbankanum og þær hafi strax verið frystar. Þá hafi fjármunir legið á reikningum annarra banka, sem hafi einnig verið frystur. Nettótalan liggi því í um 200 milljónum. Lögregla vinni nú að því að sækja fjármuni utan kerfisins, bifreiðar og önnur verðmæti. „Þannig að ég veit ekki hvert heildartjónið verður en það verður einhvers staðar töluvert innan við tvö hundruð milljónir. Eru bankar tryggðir fyrir svona tjóni? „Já, við erum tryggð og RB [Reiknistofa bankanna]. Þetta er veikleiki hjá RB og RB er tryggt, þannig að við erum að skoða þau mál í framhaldi. Fyrstu viðbrögð eru að koma í veg fyrir frekara tjón og átta sig á umfangi málsins. Núna erum við að fara yfir öll þessi mál.“ Ekki verið hægt frá því að ávísanirnar voru og hétu Lilja Björk segir að alltaf þegar alvarleg mál komi upp sé farið vel yfir það sem gerðist til þess að koma í veg fyrir að mál endurtaki sig. Veikleikinn sem um ræðir hafi verið hjá RB og þar á bæ séu menn að rýna vel í hvað fór úrskeiðis. Það sé sömuleiðis gert hjá Landsbankanum og séð til þess að hann sé vel í stakk búinn að uppgötva svik, hvort sem þau beinast að viðskiptavinum eða bankanum. Nú hefur verið talað um að gallinn hafi verið virkur í einhverjar vikur, hefði mátt grípa þetta fyrr? „Þegar það koma upp atvik í kerfum þá er eftirlit með því. Það var ekki fyrr en rétt fyrir þessa lokun að það var alvarleg misnotkun á þessum galla. Það má alltaf líta í baksýnisspegilinn og hugsa, var hægt að grípa þetta fyrr? Í þessu tilviki sneri veikleikinn að máli sem hefur ekki verið hægt að gera í mjög mörg ár. Allt frá því að ávísanirnar gömlu voru og hétu. Okkar athuganir á þessum veikleikum eftir að við sáum að þeir voru að hafa fjárhagsleg áhrif voru að skoða hvort verið væri að svíkja viðskiptavini, af því að þar er mikill fókus. Það var ekki fyrr en við beindum sjónum að okkur sem við áttuðum okkur á því að það var verið að svíkja bankann en ekki viðskiptavini.“ Kastar steinum úr glerhúsi Loks bendir Lilja Björk á að hver sem er getur lent í fjársvikum. „Ég er nú kannski að kasta steinum úr glerhúsi en það eru netdagar og ég hvet fólk, og fjármálastofnanir auðvitað, að vera á varðbergi og það er um að gera að taka augnablik, flýta sér hægt og samþykkja ekki skilaboð eða hlekki sem þú kannast ekki við. Við búum í flóknari heimi og við verðum að vera með augun opin. Það er mikið um svikatilraunir af ýmsum toga, það er raunveruleikinn sem við búum í.“ Sviku milljónir af Landsbankanum Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Netglæpir Efnahagsbrot Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Greint var frá fjársvikunum mánudaginn 3. nóvember en þá höfðu fimm verið handteknir yfir helgina, grunaðir um að hafa haft um 390 milljónir króna af Landsbankanum og um tíu milljónir af Arion banka. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir í samtali við Vísi að gallinn sem gerði fjársvikurunum kleift að millifæra fjármuni milli reikninga án þess að lækka innistæðu upphaflegs reiknings hafi uppgötvast hjá Reiknistofu bankanna á fimmtudeginum áður en málið komst í hámæli. „Þegar við áttum okkur á því að svikin beinast að bankanum, þá fer allt í gang og við byrjum að greina. Svo er eftirleikurinn í raun hjá lögreglu.“ Starfsmenn bankans hafi séð heildarumfang svikanna á föstudeginum og á laugardeginum hafi lögreglu verið gert viðvart og málið kært. Það hafi raunar verið gert strax aðfaranótt laugardags. Tjónið líklega innan við tvö hundruð milljónir Sem áður segir nam heildarumfang svikanna um 400 milljónum en Lilja Björk segir að um 140 milljónir hafi enn verið inni á reikningum hjá Landsbankanum og þær hafi strax verið frystar. Þá hafi fjármunir legið á reikningum annarra banka, sem hafi einnig verið frystur. Nettótalan liggi því í um 200 milljónum. Lögregla vinni nú að því að sækja fjármuni utan kerfisins, bifreiðar og önnur verðmæti. „Þannig að ég veit ekki hvert heildartjónið verður en það verður einhvers staðar töluvert innan við tvö hundruð milljónir. Eru bankar tryggðir fyrir svona tjóni? „Já, við erum tryggð og RB [Reiknistofa bankanna]. Þetta er veikleiki hjá RB og RB er tryggt, þannig að við erum að skoða þau mál í framhaldi. Fyrstu viðbrögð eru að koma í veg fyrir frekara tjón og átta sig á umfangi málsins. Núna erum við að fara yfir öll þessi mál.“ Ekki verið hægt frá því að ávísanirnar voru og hétu Lilja Björk segir að alltaf þegar alvarleg mál komi upp sé farið vel yfir það sem gerðist til þess að koma í veg fyrir að mál endurtaki sig. Veikleikinn sem um ræðir hafi verið hjá RB og þar á bæ séu menn að rýna vel í hvað fór úrskeiðis. Það sé sömuleiðis gert hjá Landsbankanum og séð til þess að hann sé vel í stakk búinn að uppgötva svik, hvort sem þau beinast að viðskiptavinum eða bankanum. Nú hefur verið talað um að gallinn hafi verið virkur í einhverjar vikur, hefði mátt grípa þetta fyrr? „Þegar það koma upp atvik í kerfum þá er eftirlit með því. Það var ekki fyrr en rétt fyrir þessa lokun að það var alvarleg misnotkun á þessum galla. Það má alltaf líta í baksýnisspegilinn og hugsa, var hægt að grípa þetta fyrr? Í þessu tilviki sneri veikleikinn að máli sem hefur ekki verið hægt að gera í mjög mörg ár. Allt frá því að ávísanirnar gömlu voru og hétu. Okkar athuganir á þessum veikleikum eftir að við sáum að þeir voru að hafa fjárhagsleg áhrif voru að skoða hvort verið væri að svíkja viðskiptavini, af því að þar er mikill fókus. Það var ekki fyrr en við beindum sjónum að okkur sem við áttuðum okkur á því að það var verið að svíkja bankann en ekki viðskiptavini.“ Kastar steinum úr glerhúsi Loks bendir Lilja Björk á að hver sem er getur lent í fjársvikum. „Ég er nú kannski að kasta steinum úr glerhúsi en það eru netdagar og ég hvet fólk, og fjármálastofnanir auðvitað, að vera á varðbergi og það er um að gera að taka augnablik, flýta sér hægt og samþykkja ekki skilaboð eða hlekki sem þú kannast ekki við. Við búum í flóknari heimi og við verðum að vera með augun opin. Það er mikið um svikatilraunir af ýmsum toga, það er raunveruleikinn sem við búum í.“
Sviku milljónir af Landsbankanum Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Netglæpir Efnahagsbrot Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira