Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2025 10:00 Ísold Sævarsdóttir hefur valið Georgíuháskóla og mun stunda þar nám og keppa með bolabítum skólans. @isoldsaevars Íslenska sjöþrautarkonan Ísold Sævarsdóttir hefur valið sér bandarískan háskóla en þrír skólar voru á eftir þessari frábæru íþróttakonu. Ísold hafði áður sagt frá því að hún hafi heimsótt þrjá háskóla í ferð sinni til Bandaríkjanna og valið stæði á milli þeirra. Skólarnir voru University of Kentucky í borginni Lexington í Kentucky-fylki í suðaustur-Bandaríkjunum, University of Georgia í borginni Aþenu í Georgíufylki í Suður-Bandaríkjunum og University of Arizona í borginni Tucson í Arizona-fylki í suðavestur-Bandaríkjunum. Ísold sagði frá vali sínum á sérstakan hátt á samfélagsmiðlum sínum. Þar má sjá hana ferðast um með bréf merkt háskóla í Bandaríkjunum. Bréfið fer með henni í skólatöskunni og myndbandið endar á því að hún opnar bréfið. Þar kemur í ljós að Ísold hefur ákveðið að fara University of Georgia og verður liðsmaður Georgia Bulldogs-háskólaliðsins næstu fjögur árin. Georgíu-háskóli hefur kannski verið þekktastur á Íslandi fyrir að þar varð til bandaríska hljómsveitin REM á níunda ártugnum en þeir Bill Berry, Peter Buck, Mike Mills og Michael Stipe voru allir nemar við skólann. Ísold náði besta árangri íslenskra kvenna í sjöþraut á árinu þegar hún náði í 5490 stig á Norðurlandamótinu í fjölþrautum. Það skilaði henni silfri á Norðurlandamótinu. Kvennalið Georgíu-háskóla varð NCAA-háskólameistari í fyrsta sinn í ár en þjálfari liðsins er Caryl Smith-Gilbert sem vann líka tvo háskólatitla sem þjálfari University of Southern California áður en hún kom til Aþenu. Georgíuháskóli hefur átt gullverðlaunahafa á síðustu þremur Ólympíuleikum því Shaunae Miller-Uibo frá Bahamaeyjum (gull í 400 metra hlaupi 2016 og 2021) og Aaliyah Butler frá Bandaríkjunum (gull í boðhlaupi 2024) voru nemar við skólann. Þær Gwen Torrence og Debbie Ferguson-McKenzie hafa einnig unnið gullverðlaun á Ólympíuleikum. View this post on Instagram A post shared by isoldsaevars (@isoldsaevars) Frjálsar íþróttir Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Sjá meira
Ísold hafði áður sagt frá því að hún hafi heimsótt þrjá háskóla í ferð sinni til Bandaríkjanna og valið stæði á milli þeirra. Skólarnir voru University of Kentucky í borginni Lexington í Kentucky-fylki í suðaustur-Bandaríkjunum, University of Georgia í borginni Aþenu í Georgíufylki í Suður-Bandaríkjunum og University of Arizona í borginni Tucson í Arizona-fylki í suðavestur-Bandaríkjunum. Ísold sagði frá vali sínum á sérstakan hátt á samfélagsmiðlum sínum. Þar má sjá hana ferðast um með bréf merkt háskóla í Bandaríkjunum. Bréfið fer með henni í skólatöskunni og myndbandið endar á því að hún opnar bréfið. Þar kemur í ljós að Ísold hefur ákveðið að fara University of Georgia og verður liðsmaður Georgia Bulldogs-háskólaliðsins næstu fjögur árin. Georgíu-háskóli hefur kannski verið þekktastur á Íslandi fyrir að þar varð til bandaríska hljómsveitin REM á níunda ártugnum en þeir Bill Berry, Peter Buck, Mike Mills og Michael Stipe voru allir nemar við skólann. Ísold náði besta árangri íslenskra kvenna í sjöþraut á árinu þegar hún náði í 5490 stig á Norðurlandamótinu í fjölþrautum. Það skilaði henni silfri á Norðurlandamótinu. Kvennalið Georgíu-háskóla varð NCAA-háskólameistari í fyrsta sinn í ár en þjálfari liðsins er Caryl Smith-Gilbert sem vann líka tvo háskólatitla sem þjálfari University of Southern California áður en hún kom til Aþenu. Georgíuháskóli hefur átt gullverðlaunahafa á síðustu þremur Ólympíuleikum því Shaunae Miller-Uibo frá Bahamaeyjum (gull í 400 metra hlaupi 2016 og 2021) og Aaliyah Butler frá Bandaríkjunum (gull í boðhlaupi 2024) voru nemar við skólann. Þær Gwen Torrence og Debbie Ferguson-McKenzie hafa einnig unnið gullverðlaun á Ólympíuleikum. View this post on Instagram A post shared by isoldsaevars (@isoldsaevars)
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Sjá meira