Handbolti

Fékk tíu í ein­kunn í „sturluðum“ sigri á Ís­lands­meisturunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Dögg Hjaltadóttir hefur átt magnað tímabil og hvað er betra en að fá fullkomna einkunn í sigurleik á Íslandsmeisturunum á útivelli.
Sara Dögg Hjaltadóttir hefur átt magnað tímabil og hvað er betra en að fá fullkomna einkunn í sigurleik á Íslandsmeisturunum á útivelli. Vísir/Anton Brink

Sara Dögg Hjaltadóttir hefur átt frábært tímabil með ÍR í Olís-deild kvenna í handbolta í vetur og setti á svið enn eina sýninguna í gærkvöldi.

Sara Dögg skoraði þá ellefu mörk og þar á meðal sigurmarkið þegar ÍR-konur sóttu tvö stig til Íslandsmeistaranna á Hlíðarenda.

ÍR vann leikinn 25-25 og skoraði Sara Dögg úrslitamarkið úr vítakasti þegar tíu sekúndur voru eftir.

Sara Dögg þurfti bara fimmtán skot til að skora þessi ellefu mörk og var einnig með sjö stoðsendingar á félaga sína og þrjú fiskuðu vítaköst. Fimm af mörkum hennar komu úr vítum.

Hún kom með beinum hætti að 18 af 25 mörkum ÍR-liðsins eða 72 prósent markanna. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að hún fékk 10,0 í einkunn hjá HB Statz, bæði fyrir sóknarleik og fyrir heildarframmistöðu.

Það er ekkert skrítið að ÍR-ingar hafi talað um sturlaðan sigur á samfélagsmiðlum sínum eins og sjá má hér fyrir neðan.

Sara Dögg er markahæst í Olís-deild kvenna með 10,7 mörk í leik og hún er einnig með 72,2 prósent skotnýtingu og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í leik samkvæmt tölfræði HB Statz.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×