Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar 13. nóvember 2025 11:31 Nýverið ritaði forstjóri Sýnar grein sem bar yfirskriftina „Vegið að heilbrigðri samkeppni”. Inntak greinarinnar er það að með ákvörðun Fjarskiptastofu nr. 8/2025 frá 5. nóvember sl. um að fallast á beiðni Símans um flutningsrétt á línulegum sjónvarpsstöðvum Sýnar hafi Fjarskiptastofa tekið ákvörðun sem sé “alvarleg niðurstaða fyrir íslenskt atvinnulíf, heilbrigða samkeppni og hagsmuni neytenda til lengri tíma.” Í annarri umfjöllun Sýnar um málið og stöðu rekstrar félagsins má draga þá ályktun að ætlun Sýnar með kaupum á réttinum að Enska boltanum hafi verið að fjölga áskriftum félagsins í fjarskiptum. Ummæli forstjórans eru athyglisverð fyrir margra hluta sakir og vekja upp spurningar. Verður þar að nefna að Sýn átti um margra ára skeið í ágreiningi við Símann um aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans og byggði helst á því að með því að heimila ekki Sýn aðgang að efninu til dreifingar væri brotið gegn fjölmiðlalögum og samkeppnislögum. Ekki er ástæða til að rekja þær lagaflækjur í smáatriðum en fyrir liggur að fallist var á sjónarmið Sýnar að talsverðu leyti í þeim ágreiningi. Bjuggu þar m.a. að baki sjónarmið um að lóðrétt samþætting fjarskipta- og fjölmiðlaþjónustu væri til þess fallin að raska samkeppni. Hitt er þó merkilegra að Sýn hefur haft stór orð um tilvitnaða ákvörðun Fjarskiptastofu um að heimila Símanum dreifingu á sjónvarpsstöðvum Sýnar um dreifikerfi sitt. Ástæðan fyrir því er sú að í 1. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga sem samþykkt voru á árinu 2011 er með skýrum og ótvíræðum hætti mælt fyrir um að ”Fjölmiðlaveitu er skylt að verða við eðlilegum og sanngjörnum beiðnum um að fjarskiptafyrirtæki fái að flytja sjónvarpsútsendingar á stafrænu fjarskiptaneti sínu ... ”. Sögulegan bakgrunn ákvæðisins er að rekja til vinnu nefndar menntamálaráðherra um íslenska fjölmiðla frá apríl 2005. Var ein af megintillögum nefndarinnar í því skyni að vinna gegn skaðlegri lóðréttri samþættingu milli fjölmiðlafyrirtækja og fjarskiptafyrirtækja að lögfesta ákvæði um flutningsrétt, þ.e. skyldu fjölmiðlafyrirtækja til að veita fjarskiptafyrirtækjum aðgang að sjónvarpsútsendingum, sbr. áðurnefnda 1. mgr. 45. gr., og hins vegar að ákvæði um flutningsskyldu, þ.e. skyldu fjarskiptafyrirtækja sem ráða yfir sjónvarpsdreifikerfi til að flytja sjónvarpsútsendingar yfir þau kerfi. Engin vafi leikur á því að útsendingar frá Enska boltanum og annað efni í línulegri dagskrá Sýnar telst sjónvarpsútsending í skilningi fjölmiðlalaga. Því er torskilið að það komi forsvarsmönnum Sýnar á óvart að Fjarskiptastofa hafi skýrt það lagaákvæði sem um er deilt í málinu í samræmi við orðanna hljóðan og haldið skyldu um að heimila öðrum fjarskiptafyrirtækjum að dreifa sjónvarpsútsendingum yfir sjónvarpsdreifikerfi sín að félaginu. Ummæli um að niðurstaðan sé alvarleg fyrir heilbrigða samkeppni og hagsmuni neytenda til lengri tíma nær ekki landi þegar horft er til þess að markmið með setningu framangreindra lagaákvæða var fyrst og fremst að verja samkeppni svo fyrirtæki sem ráða yfir fjölmiðlum og fjarskiptum næðu ekki að raska samkeppni með því að komast yfir eftirsóknarvert efni og hleypa öðrum ekki að því. Það má velta því upp hvort slík lagasetning sé skynsamleg, eðlileg og sanngjörn en vart getur það verið að stjórnendur Sýnar hafi talið að hin ótvíræða lagaskylda næði ekki til félagsins. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Nýverið ritaði forstjóri Sýnar grein sem bar yfirskriftina „Vegið að heilbrigðri samkeppni”. Inntak greinarinnar er það að með ákvörðun Fjarskiptastofu nr. 8/2025 frá 5. nóvember sl. um að fallast á beiðni Símans um flutningsrétt á línulegum sjónvarpsstöðvum Sýnar hafi Fjarskiptastofa tekið ákvörðun sem sé “alvarleg niðurstaða fyrir íslenskt atvinnulíf, heilbrigða samkeppni og hagsmuni neytenda til lengri tíma.” Í annarri umfjöllun Sýnar um málið og stöðu rekstrar félagsins má draga þá ályktun að ætlun Sýnar með kaupum á réttinum að Enska boltanum hafi verið að fjölga áskriftum félagsins í fjarskiptum. Ummæli forstjórans eru athyglisverð fyrir margra hluta sakir og vekja upp spurningar. Verður þar að nefna að Sýn átti um margra ára skeið í ágreiningi við Símann um aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans og byggði helst á því að með því að heimila ekki Sýn aðgang að efninu til dreifingar væri brotið gegn fjölmiðlalögum og samkeppnislögum. Ekki er ástæða til að rekja þær lagaflækjur í smáatriðum en fyrir liggur að fallist var á sjónarmið Sýnar að talsverðu leyti í þeim ágreiningi. Bjuggu þar m.a. að baki sjónarmið um að lóðrétt samþætting fjarskipta- og fjölmiðlaþjónustu væri til þess fallin að raska samkeppni. Hitt er þó merkilegra að Sýn hefur haft stór orð um tilvitnaða ákvörðun Fjarskiptastofu um að heimila Símanum dreifingu á sjónvarpsstöðvum Sýnar um dreifikerfi sitt. Ástæðan fyrir því er sú að í 1. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga sem samþykkt voru á árinu 2011 er með skýrum og ótvíræðum hætti mælt fyrir um að ”Fjölmiðlaveitu er skylt að verða við eðlilegum og sanngjörnum beiðnum um að fjarskiptafyrirtæki fái að flytja sjónvarpsútsendingar á stafrænu fjarskiptaneti sínu ... ”. Sögulegan bakgrunn ákvæðisins er að rekja til vinnu nefndar menntamálaráðherra um íslenska fjölmiðla frá apríl 2005. Var ein af megintillögum nefndarinnar í því skyni að vinna gegn skaðlegri lóðréttri samþættingu milli fjölmiðlafyrirtækja og fjarskiptafyrirtækja að lögfesta ákvæði um flutningsrétt, þ.e. skyldu fjölmiðlafyrirtækja til að veita fjarskiptafyrirtækjum aðgang að sjónvarpsútsendingum, sbr. áðurnefnda 1. mgr. 45. gr., og hins vegar að ákvæði um flutningsskyldu, þ.e. skyldu fjarskiptafyrirtækja sem ráða yfir sjónvarpsdreifikerfi til að flytja sjónvarpsútsendingar yfir þau kerfi. Engin vafi leikur á því að útsendingar frá Enska boltanum og annað efni í línulegri dagskrá Sýnar telst sjónvarpsútsending í skilningi fjölmiðlalaga. Því er torskilið að það komi forsvarsmönnum Sýnar á óvart að Fjarskiptastofa hafi skýrt það lagaákvæði sem um er deilt í málinu í samræmi við orðanna hljóðan og haldið skyldu um að heimila öðrum fjarskiptafyrirtækjum að dreifa sjónvarpsútsendingum yfir sjónvarpsdreifikerfi sín að félaginu. Ummæli um að niðurstaðan sé alvarleg fyrir heilbrigða samkeppni og hagsmuni neytenda til lengri tíma nær ekki landi þegar horft er til þess að markmið með setningu framangreindra lagaákvæða var fyrst og fremst að verja samkeppni svo fyrirtæki sem ráða yfir fjölmiðlum og fjarskiptum næðu ekki að raska samkeppni með því að komast yfir eftirsóknarvert efni og hleypa öðrum ekki að því. Það má velta því upp hvort slík lagasetning sé skynsamleg, eðlileg og sanngjörn en vart getur það verið að stjórnendur Sýnar hafi talið að hin ótvíræða lagaskylda næði ekki til félagsins. Höfundur er lögmaður.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun