Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Árni Sæberg skrifar 13. nóvember 2025 15:00 Dagný Kristinsdóttir hefur verið skólastjóri Viðistaðaskóla í tæplega hálft annað ár. Vísir/Vilhelm Dagný Kristinsdóttir, skólastjóri Víðistaðaskóla í Hafnarfirði, hefur verið send í leyfi á meðan farið verður í úttekt á stjórnunarháttum í skólanum. Tæp þrjú ár eru síðan hún lét af störfum sem skólastjóri Hvassaleitisskóla eftir að fjölmargir kennarar og starfsmenn skólans undirrituðu yfirlýsingu, þar sem þeir lýstu yfir vantrausti á hendur henni. „Við viljum upplýsa ykkur um að Guðbjörg Norðfjörð Elí[a]sdóttir gegnir starfi skólastjóra fram yfir jól á meðan að Dagný Kristinsdóttir skólastjóri verður í tímabundnu leyfi. Guðbjörg þekkir vel til skólastarfs úr Hraunvallaskóla og mun tryggja að öll mál gangi hnökralaust fyrir sig á meðan á afleysingu stendur. Við bjóðum hana velkomna til starfa,“ segir í tölvubréfi sem aðstoðarskólastjóri Víðistaðaskóla sendi foreldrum barna við skólann í gærkvöldi. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, samskiptastjóri Hafnarfjarðar, að ákveðið hafi verið að fara í úttekt á stjórnunarháttum í Víðistaðaskóla. Á meðan verði skólastjórinn í tímabundnu leyfi. Horft sé á að leyfið muni vara fram yfir jól. Ólík sýn á stjórnunarhætti Þá segir hún að ólík sýn sé á milli starfsfólks skólans og stjórnanda á stjórnunarhætti. „Unnið er af yfirvegun í málinu til að tryggja að skólastarfið sé eins og best verður á kosið.“ Segja má að ólík sýn hafi einnig verið á milli starfsfólks Hvassaleitisskóla og Dagnýjar varðandi stjórnunarhætti hennar árið 2022. Vísir greindi frá því í nóvember það ár að af 47 starfsmönnum skólans hefðu 22 ritað undir vantraustsyfirlýsingu á hendur skólastjóranum. Þá hefðu þrír fyrrverandi starfsmenn einnig ritað undir. „Afstaða starfsfólks er skýr: Við viljum að skólastjórinn stígi til hliðar,“ sagði í yfirlýsingunni sem hópurinn sendi á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Hópnum varð að ósk sinni um mánuði síðar þegar Reykjavíkurborg félst á ósk Dagnýjar um að hún léti af störfum. Skólastjóri skóla sem ekki er risinn hleypur í skarðið Áðurnefnd Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, sem hleypur í skarðið fyrir Dagnýju, hefur verið skólastjóri Hamranesskóla í Hafnarfirði frá 1. nóvember síðastliðnum. Hamranesskóli hefur ekki enn verið reistur en þegar tilkynnt var um ráðningu Guðbjargar sagði að stefnt væri að því að fyrsti áfangi skólans yrði tilbúinn sumarið 2026. Í svari Hafnarfjarðar nú segir að Guðbjörg vinni að undirbúningi opnunar skólans samhliða tímabundnu starfi skólastjóra Víðistaðaskóla. Búið sé að steypa grunn Hamranesskóla og nú sé stefnt að því að fyrsti áfangi verði tilbúinn haustið 2027. Ráðningin vakti athygli Dagný var ráðin skólastjóri Víðistaðaskóla í júlí í fyrra en hafði fyrir það starfað tímabundið í Setbergskóla í Hafnarfirði. Fjarðarfréttir greindu frá ráðningunni á sínum tíma og í frétt miðilsins sagði að hún hefði skákað sjö umsækjendum um stöðuna, þar á meðal áðurnefndri Guðbjörgu. Þá voru starfslok Dagnýjar í Hvassaleitisskóla sérstaklega reifuð. Í frétt DV um ráðninguna var þess sérstaklega getið að Dagný hefði verið ráðin en ekki Guðbjörg, sem hefði notið mikilli vinsælda í starfi sínu sem aðstoðarskólastjóri Hraunvallaskóla og sem formaður Körfuknattleiksambands Íslands. Loks var þess minnst að Dagný væri náfrænka Valdimars Víðissonar, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Hann var formaður bæjarráðs á þeim tíma sem Dagný var ráðin og verðandi bæjarstjóri, samkvæmt meirihlutasamningi Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Rósa Guðbjartsdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, var þá bæjarstjóri. Athugasemd: Í athugasemd frá Hafnarfirði segir að Valdimar hafi ekki komið að ráðningu Dagnýjar og að þau séu þremenningar. Skóla- og menntamál Hafnarfjörður Grunnskólar Tengdar fréttir Ólga meðal kennara í Hvassaleitisskóla og skólastjóri í leyfi Óánægja og ókyrrð ríkir meðal starfsfólks Hvassaleitisskóla í Reykjavík. Óánægjan snýr að stjórnunarháttum skólastjórans og starfsaðstæðum í skólanum. Fjölmargir kennarar og starfsmenn skólans skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir vantrausti á hendur skólastjóranum. Hann er sem stendur í leyfi frá störfum. 19. nóvember 2022 15:00 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
„Við viljum upplýsa ykkur um að Guðbjörg Norðfjörð Elí[a]sdóttir gegnir starfi skólastjóra fram yfir jól á meðan að Dagný Kristinsdóttir skólastjóri verður í tímabundnu leyfi. Guðbjörg þekkir vel til skólastarfs úr Hraunvallaskóla og mun tryggja að öll mál gangi hnökralaust fyrir sig á meðan á afleysingu stendur. Við bjóðum hana velkomna til starfa,“ segir í tölvubréfi sem aðstoðarskólastjóri Víðistaðaskóla sendi foreldrum barna við skólann í gærkvöldi. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, samskiptastjóri Hafnarfjarðar, að ákveðið hafi verið að fara í úttekt á stjórnunarháttum í Víðistaðaskóla. Á meðan verði skólastjórinn í tímabundnu leyfi. Horft sé á að leyfið muni vara fram yfir jól. Ólík sýn á stjórnunarhætti Þá segir hún að ólík sýn sé á milli starfsfólks skólans og stjórnanda á stjórnunarhætti. „Unnið er af yfirvegun í málinu til að tryggja að skólastarfið sé eins og best verður á kosið.“ Segja má að ólík sýn hafi einnig verið á milli starfsfólks Hvassaleitisskóla og Dagnýjar varðandi stjórnunarhætti hennar árið 2022. Vísir greindi frá því í nóvember það ár að af 47 starfsmönnum skólans hefðu 22 ritað undir vantraustsyfirlýsingu á hendur skólastjóranum. Þá hefðu þrír fyrrverandi starfsmenn einnig ritað undir. „Afstaða starfsfólks er skýr: Við viljum að skólastjórinn stígi til hliðar,“ sagði í yfirlýsingunni sem hópurinn sendi á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Hópnum varð að ósk sinni um mánuði síðar þegar Reykjavíkurborg félst á ósk Dagnýjar um að hún léti af störfum. Skólastjóri skóla sem ekki er risinn hleypur í skarðið Áðurnefnd Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, sem hleypur í skarðið fyrir Dagnýju, hefur verið skólastjóri Hamranesskóla í Hafnarfirði frá 1. nóvember síðastliðnum. Hamranesskóli hefur ekki enn verið reistur en þegar tilkynnt var um ráðningu Guðbjargar sagði að stefnt væri að því að fyrsti áfangi skólans yrði tilbúinn sumarið 2026. Í svari Hafnarfjarðar nú segir að Guðbjörg vinni að undirbúningi opnunar skólans samhliða tímabundnu starfi skólastjóra Víðistaðaskóla. Búið sé að steypa grunn Hamranesskóla og nú sé stefnt að því að fyrsti áfangi verði tilbúinn haustið 2027. Ráðningin vakti athygli Dagný var ráðin skólastjóri Víðistaðaskóla í júlí í fyrra en hafði fyrir það starfað tímabundið í Setbergskóla í Hafnarfirði. Fjarðarfréttir greindu frá ráðningunni á sínum tíma og í frétt miðilsins sagði að hún hefði skákað sjö umsækjendum um stöðuna, þar á meðal áðurnefndri Guðbjörgu. Þá voru starfslok Dagnýjar í Hvassaleitisskóla sérstaklega reifuð. Í frétt DV um ráðninguna var þess sérstaklega getið að Dagný hefði verið ráðin en ekki Guðbjörg, sem hefði notið mikilli vinsælda í starfi sínu sem aðstoðarskólastjóri Hraunvallaskóla og sem formaður Körfuknattleiksambands Íslands. Loks var þess minnst að Dagný væri náfrænka Valdimars Víðissonar, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Hann var formaður bæjarráðs á þeim tíma sem Dagný var ráðin og verðandi bæjarstjóri, samkvæmt meirihlutasamningi Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Rósa Guðbjartsdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, var þá bæjarstjóri. Athugasemd: Í athugasemd frá Hafnarfirði segir að Valdimar hafi ekki komið að ráðningu Dagnýjar og að þau séu þremenningar.
Skóla- og menntamál Hafnarfjörður Grunnskólar Tengdar fréttir Ólga meðal kennara í Hvassaleitisskóla og skólastjóri í leyfi Óánægja og ókyrrð ríkir meðal starfsfólks Hvassaleitisskóla í Reykjavík. Óánægjan snýr að stjórnunarháttum skólastjórans og starfsaðstæðum í skólanum. Fjölmargir kennarar og starfsmenn skólans skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir vantrausti á hendur skólastjóranum. Hann er sem stendur í leyfi frá störfum. 19. nóvember 2022 15:00 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Ólga meðal kennara í Hvassaleitisskóla og skólastjóri í leyfi Óánægja og ókyrrð ríkir meðal starfsfólks Hvassaleitisskóla í Reykjavík. Óánægjan snýr að stjórnunarháttum skólastjórans og starfsaðstæðum í skólanum. Fjölmargir kennarar og starfsmenn skólans skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir vantrausti á hendur skólastjóranum. Hann er sem stendur í leyfi frá störfum. 19. nóvember 2022 15:00