Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. nóvember 2025 16:32 Rashford hefur verið þekktur fyrir góðan fókus og nú gæti hann orðið enn betri. Frumlegir og litríkir inniskór hafa fangað athygli aðdáenda enska landsliðsins í aðdraganda leikja gegn Serbíu og Albaníu í undankeppni HM. Landsliðsmenn Englands hafa ítrekað sést klæddir í hnausþykka rauða inniskó frá Nike undanfarna daga og þó þetta líti bara út eins og vel undirbúin markaðssetning eiga skórnir að hafa „hugbreytandi áhrif“ á íþróttafólk. Marcus Rashford, framherji Barcelona, hefur sést í slíkum skóm og Ezri Konsa, varnarmaður Aston Villa, mætti í þeim á blaðamannafund í gær. Skórnir eru ekki komnir í almenna sölu en eiga, samkvæmt Nike, að virkja ákveðnar stöðvar í heilanum. Hnúðarnir undir ilinni eiga þannig að senda taugaboð sem hafa „hugbreytandi áhrif og hjálpa íþróttafólki að vera í núinu og tengjast nærumhverfinu“ eins og yfirmaður hjá Nike útskýrði í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. England's new secret weapon has been revealed with Thomas Tuchel's stars seeking a World Cup advantage by wearing 'mind-altering' SHOES 😲👟 pic.twitter.com/PkgebTdurc— Daily Mail Sport (@MailSport) November 13, 2025 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem enska knattspyrnusambandið bryddar upp á einhverjum nýjungum, á Evrópumótinu í fyrra voru leikmenn látnir ganga um með hring frá fyrirtæki Oura sem mældi svefngæði og endurhæfingarhraða, auk þess sem þeir drukku súrgúrkusafa til að koma í veg fyrir krampa. Landsliðsþjálfarinn, hinn þýski Thomas Tuchel, hefur ekki endilega trú á þessu öllu saman en segir allt sem gæti hjálpað leikmönnum vera af hinu góða. „Þeir segja mér að þetta hjálpi þeim að einbeita sér á fundum, ég vona bara að þeir trúi því. Það er mikilvægast í þessu, að þeir trúi á vísindin bakvið þetta, þó ég þekki þau ekki sjálfur“ sagði Tuchel. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Sjá meira
Landsliðsmenn Englands hafa ítrekað sést klæddir í hnausþykka rauða inniskó frá Nike undanfarna daga og þó þetta líti bara út eins og vel undirbúin markaðssetning eiga skórnir að hafa „hugbreytandi áhrif“ á íþróttafólk. Marcus Rashford, framherji Barcelona, hefur sést í slíkum skóm og Ezri Konsa, varnarmaður Aston Villa, mætti í þeim á blaðamannafund í gær. Skórnir eru ekki komnir í almenna sölu en eiga, samkvæmt Nike, að virkja ákveðnar stöðvar í heilanum. Hnúðarnir undir ilinni eiga þannig að senda taugaboð sem hafa „hugbreytandi áhrif og hjálpa íþróttafólki að vera í núinu og tengjast nærumhverfinu“ eins og yfirmaður hjá Nike útskýrði í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. England's new secret weapon has been revealed with Thomas Tuchel's stars seeking a World Cup advantage by wearing 'mind-altering' SHOES 😲👟 pic.twitter.com/PkgebTdurc— Daily Mail Sport (@MailSport) November 13, 2025 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem enska knattspyrnusambandið bryddar upp á einhverjum nýjungum, á Evrópumótinu í fyrra voru leikmenn látnir ganga um með hring frá fyrirtæki Oura sem mældi svefngæði og endurhæfingarhraða, auk þess sem þeir drukku súrgúrkusafa til að koma í veg fyrir krampa. Landsliðsþjálfarinn, hinn þýski Thomas Tuchel, hefur ekki endilega trú á þessu öllu saman en segir allt sem gæti hjálpað leikmönnum vera af hinu góða. „Þeir segja mér að þetta hjálpi þeim að einbeita sér á fundum, ég vona bara að þeir trúi því. Það er mikilvægast í þessu, að þeir trúi á vísindin bakvið þetta, þó ég þekki þau ekki sjálfur“ sagði Tuchel.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Sjá meira