Skoðun

Hve­nær er nóg orðið nóg?

Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar

Á undanförnum árum höfum við sem þjóð orðið vör við ógnvænlega þróun í íslenskri orðræðu, sífellt meiri andúð í garð innflytjenda, lituðu fólki og hinsegin fólki samfélagsins.

Umræða sem áður þótti óafsakanleg birtist nú opinberlega í ræðum þingmanna og fjölmiðla.

Við verðum öll að spyrja okkur: Hvenær er nóg komið?

Nýlegt atvik sýnir okkur hvar við stöndum. Björgunarsveitarkarlinner seldur í ár íminningu ungs sjálfboðaliða, manns sem lést á æfingu við að gefa samfélaginu okkar sitt dýrmætasta: tíma, hæfni og hugrekki.

Faðir 19 ára stúlku lýsti því opinberlega á Facebook að fullorðin manneskja hafi gargað fúkyrðum að dóttur hans vegna húðlits björgunarsveitarkarlsins.

Þetta er óboðlegt. Við eigum að sýna virðingu fyrir minningu mannsins og sjálfboðastarfi björgunarsveitanna, ekki úthrópun yfir húðlit.

Ef við samþykkjum fordóma, sjáum við afleiðingarnar í einelti, ofbeldi og fólkið okkar á Alþingi, þessi með mestu fordómana, þau ættu gjarnan að líta í eigin barm.

Það er kaldhæðnislegt að heyra suma undrast á aukningu ofbeldi og einelti í skólum þegar það erum við, fullorðna fólkið sem kennum börnunum okkar þetta með okkar hegðun, framkomu og meðvirkni. Að fordómar séu eðlilegir og réttlætanlegir. Börn læra það sem fyrir þeim er haft.

Það er ekki hægt að líta framhjá því að orðræða stjórnmálaflokka á borð við Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn hefur stigmagnast í orðræðu sinni gegn innflytjendum og hinsegin samfélaginu. Í ræðum og viðtölum hefur verið varpað fram þeirri hugmynd að innflytjendur séu ógn við samfélagið okkar; að menningarlegt „uppþot“ sé yfirvofandi.

Og við erum hissa að landinn sé að apa eftir ráðherrum landsins.

Viljum við í alvöru svona ráðherra?

Eða nýja flokka sem mætti nánast bera saman við nasistaflokka?

Formaður Sjálfstæðisflokksins, Guðrún Hafsteinsdóttir, kynnti nýverið „skýrari stefnu“. Sem sagt lækka skatta, hún hrósaði Bjarna Benediktssyni fyrir „sterk ríkisfjármál“ og skaut á forsætisráðherra Kristrúnu Frostadóttur vegna vaxta og verðbólgu.

En staðreyndir sýna að vextir náðu hámarki (9,25%) í tíð Sjálfstæðisflokksins. Lækkanir hafa verið takmarkaðar síðan; endalaus loforð um skattalækkanir, án sýnilegs mótvægis um jöfnuð og grunnþjónustu. Þetta leysir ekki húsnæðisvanda, biðlista eða ofbeldi en gerir auðmönnum gott.

Um leið halda sumir stjórnmálamenn áfram að stilla innflytjendum upp sem ógn við samfélagið okkar.

Snorri Másson talar um að Íslendingar verði minnihluti og lætur hlutina hljóma eins og hann sé að lesa upp úr „Great Replacement“ bókinni.

Formaður Sjálfstæðisflokksins talar um „skýra stefnu“ en við sjáum ekki árangur, aðeins vaxandi ójöfnuð og lengri biðlista, þau vilja meina að það sé vinstrinu að kenna að ekkert gerist.

Það er hlegið í viðtölum, í hlaðvörpum að þetta sé aðalvandamál landsins.

Útlendingar? Nei það er það ekki vandamálið.

Raunveruleikinn:

– Innflytjendur í fangelsi = Há prósenta vegna eiturlyfjamála.

– Íslendingar í fangelsi = Há prósenta vegna ofbeldis.

– Heimilisofbeldi: Meirihluti á íslenskum heimilum.

– Einelti: Há prósenta gagnvart erlendum börnum.

Samt er ekki talað um þetta, heldur haldið áfram að kenna innflytjendum um.

Við verðum að hætta þessu.

Við verðum að byggja samfélag sem metur fólk eftir verkum, ekki húðlit.

Innflytjendur eru hluti af samfélagi okkar.

Þetta er fólk sem vinnur, lærir, kennir, læknar, bjargar.

Það er kominn tími til að segja:

NÚ ER NÓG KOMIÐ.

Við sjáum afleiðingarnar, áróður gegn transfólki dreift í borginni og 1 af hverjum 10 athugasemdum um hinsegin fólk á netinu er hatursorðræða. Þetta er mælanlegt.

Þá hefur Snorri Másson einnig rætt í grimmum myndum um fangelsismál og gefið í skyn að Ísland sé skjól fyrir morðingja. Slíkar yfirlýsingar gera lítið annað en að búa til grýlur úr innflytjendum og hræða almenning.

Þetta er ekki saklaus orðræða heldur hefur hún skaðleg áhrif.

Hún kyndir undir ótta, sundrung og útskúfun.

Innflytjendur eru hluti af samfélaginu okkar og hælisleitendur eru bara venjulegt fólk, vinir, nágrannar, samstarfsfólk.

Þeir starfa í heilbrigðiskerfinu, í björgunarsveitum, sem sjálfboðaliðar, sem kennarar og sjúkraliðar svo ég nefni eitthvað.

Í Rauða krossinum hef ég hitt fjölda fólks af erlendum uppruna sem leggur sig fram við að læra íslensku og finna sér stað í samfélaginu. Fullyrðingar um annað eru rangar og skaðlegar.

Ég hef hér eftir orð fangelsismálastjóra eftir að ég tók viðtal við hann þegar ég spurði hvort hælisleitendur eða innflytjendur væru ástæðan fyrir því að fangelsin eru full. Hann svaraði því neitandi. Enda er svo margt sem ríkisstjórnin getur gert annað en að lesa listann sinn öfugt, hann segir það hreint og beint í þættinum sjálfum að það sé verið að fara upp listann en ekki niður, frá málefnum sem skipta máli og niður, heldur upp listann hvað skiptir minnst máli.

Orð hans í hlaðvarpinu mínu hljómuðu á þennan hátt

“Meirihluti innflytjenda sem afplána fangelsisdóma á Íslandi sitja vegna fíkniefnamála.

Meirihluti Íslendinga sem afplána fangelsisdóma situr inni vegna ofbeldisbrota.”

Það segir allt sem segja þarf um þá sem vilja tengja innflytjendur sérstaklega við ofbeldi.

Það er mikilvægt að horfa á staðreyndir. Ekki lesa bara á milli lína.

Á meðan stjórnmálamenn tala um „ógn af fjölmenningu“ bíða þúsundir barna eftir þjónustu:

·Um 2.500 börn bíða hjá Geðheilsumiðstöð barna og rúmlega 700 hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð.RÚV segir frá.

·Bið eftir ADHD/þroskagreiningu getur numið allt að 4–4,5 árum.Sjá hér á mbl.

Börn og ungmenni hverfa ekki bara „af biðlista“ þau hverfa stundum frá okkur í bókstaflegri merkingu. Við sjáum sorgleg tilfelli sjálfsvíga, ofneyslu, ofbeldis og fátæktar.

Mennta-og Barnamálaráðherra þarf virkilega fara taka á málum ungrab arna og ungmenna.

Barnasamtök og stofnanir blása viðvörunarljósum;

Umboðsmaður barna kallar eftir aðgerðum. Sjá frétt á vísi.

Samtímis hækkar húsnæðiskostnaður, fólk nær ekki endum saman og biðlistar til sérfræðilækna lengjast á mörgum sviðum.

lesa listann upp af röngum enda, henda bara í slagorð til að ná til fólks, einskonar menningarpólitík sem leysir ekkert.

Fíkn er heilbrigðisvandi ekki galli á karakter.

Fordómar gagnvart fólki með fíknivanda hafa verið vandamál en eru líka að aukast mikið. Fíkn er heilbrigðisvandi sem krefst meðferðar, stuðnings og forvarna, ekki útskúfunar.

Opinberar leiðbeiningar og efni 112, undirstrika að jaðarsettir hópar þar á meðal innflytjendur og hinsegin fólk eru oftar í hættu sem þolendur. Sjá vef 112.is

Tökum undir áhyggjur Höllu Hrundar Logadóttur sem krefst umræðu á Alþingi um stöðu barna, ofbeldi sem þau verða fyrir og áhrif samfélagsmiðla á heilaþroska þeirra.

Þetta er á skjön við málflutning mennta- og barnamálaráðherra, sem virðist ekki líta á vandann sem alvöru forgangsmál. Börnin okkar horfa á það sem við fullorðna fólkið, fyrirmyndir barnanna okkar, látum út úr okkur og síðan bera blessuð börnin skaðann.

Krefjumst þess að við snúum við listanum, förum að sinna málum sem skipta máli ;

Biðlistar, bornin, húsnæðisvandi og fátækt, númer 1,2 og 3.

·Ekki fleiri innantómar stefnuræður.

·Ekki fleiri mýtur.

·Ekki fleiri börn áfjögurra ára biðlistum.

·Ekki fleiri sem geta ekki lifað á þessari jörð og fjölskyldur þeirra þurfa kveðja þau.

·Eða þurfa fara í meðferð til Suður – Afríku til þess að fá rétta meðhöndlun.

STAÐAN ER EKKI GÓÐ hjá ungmennum á Íslandi og það er staðreynd, sem og vaxandi fordómar og rasismi.

Nú er nóg komið.

Tökum höndum saman gegn hatri, fyrir mannréttindi og raunverulegri forgangsröðun.

Höfundur er móðir og nemi í lögfræði við Háskólann á Akureyri




Skoðun

Sjá meira


×