Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 13. nóvember 2025 19:23 Albert Guðmundsson skoraði fyrsta mark Íslands í kvöld. Aziz Karimov Íslenska landsliðið vann öruggan 0-2 sigur á Aserbaísjan í Bakú í kvöld. Albert Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason skoruðu mörk Íslands í leiknum. Íslenska liðið spilaði afskaplega vel í leiknum og náðu forystunni eftir tuttugu mínútna leik þegar Albert Guðmundsson skoraði eftir frábæran undirbúning Ísak Bergmanns Jóhannessonar. Sverrir Ingi Ingason bætti við öðru marki Íslands á 39. mínútu, eftir frábæra fyrirgjöf frá Jóhanni Berg Guðmundssyni, sem spilaði sinn hundraðasta leik í kvöld. Aserar komu aðeins kröftugri út í síðari hálfleik en vörn Íslands stóð sig vel. Fleiri urðu mörkin ekki og öruggur sigur Íslands niðurstaðan. Einkunnir Íslands í leiknum: Elías Rafn Ólafsson, markvörður - [6] Hafði lítið að gera nema að grípa nokkrar fyrirgjafir og verja eitt langskot í seinni hálfleik. Átti slakt útspark undir lok leiksins sem hefði getað skapað hættu. Annars náðugur dagur hjá stóra manninum í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður - [7] Örugg frammistaða hjá Guðlaugi Victori sem stendur alltaf fyrir sínu varnarlega hjá landsliðinu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - [8] Skallaði yfir úr dauðafæri um miðjan fyrri hálfleik. Gerði engin mistök á 39. mínútu, þegar hann skallaði fyrirgjöf Jóhanns Berg fallegum boga í fjærhornið. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður - [7] Leysti vel úr sínu. Þeir Sverrir ná alltaf betur og betur saman í miðri vörn Íslands. Bjargaði vel um miðbik seinni hálfleiks. Mikael Egill Ellertsson, vinstri bakvörður - [7] Öruggur í sínum aðgerðum og bætir sig með hverjum leik í vinstri bakvarðar stöðunni. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður - [7] Spilaði vel í sínum hundraðasta landsleik. Lagði upp annað mark Íslands í leiknum með nákvæmri fyrirgjöf. Hákon Arnar Haraldsson, (fyrirliði), miðjumaður - [8] Frábær á miðjunni í kvöld, átti þátt í því að stýra spilinu í leiknum. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður - [8] Lagði upp mark Alberts með frábærri sendingu. Hélt góðum takti í spilinu og boltinn gekk vel í gegnum Skagamanninn. Kristian Nökkvi Hlynsson, vinstri kantmaður - [7] Fékk tækifæri í byrjunarliðinu eftir jöfnunarmarkið gegn Frakklandi. Stóð fyrir sínu. Albert Guðmundsson, framherji - [7] Skoraði markið, hans fjórða í síðustu fjórum leikjum hans fyrir landsliðið. Fór reyndar illa með 4 á 2 stöðu í seinni hálfleiknum. Flott frammistaða og sýndi hversu mikilvægur hann er fyrir þetta landslið. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji - [6] Sást lítið en alltaf mikilvægur fyrir liðið bæði varnarlega og sóknarlega þó svo að það komi ekki alltaf mörk frá honum. Varamenn Brynjólfur Andersen Willumsson - kom inn á fyrir Andra Lucas á 68. mínútu [6] Fékk gult spjald á mettíma en lét lítið finna fyrir sér. Jón Dagur Þorsteinsson - kom inn á fyrir Jóhann Berg á 68. mínútu [7] Fín frammistaða hjá Jón Degi og var nálægt því að bæta við þriðja marki Íslands. Daníel Tristan Guðjohnsen - kom inn á fyrir Kristian á 68. mínútu [6] Fín innkoma og gerði sitt ágætlega. Stefán Teitur Þórðarson - kom inná fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson á 90. mínútu. Spilaði ekki nóg til þess að fá einkunn. Gísli Gottskálk Þórðarson - kom inná fyrir Albert Guðmundsson 90+1 Spilaði ekki nóg til þess að fá einkunn. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Sjá meira
Íslenska liðið spilaði afskaplega vel í leiknum og náðu forystunni eftir tuttugu mínútna leik þegar Albert Guðmundsson skoraði eftir frábæran undirbúning Ísak Bergmanns Jóhannessonar. Sverrir Ingi Ingason bætti við öðru marki Íslands á 39. mínútu, eftir frábæra fyrirgjöf frá Jóhanni Berg Guðmundssyni, sem spilaði sinn hundraðasta leik í kvöld. Aserar komu aðeins kröftugri út í síðari hálfleik en vörn Íslands stóð sig vel. Fleiri urðu mörkin ekki og öruggur sigur Íslands niðurstaðan. Einkunnir Íslands í leiknum: Elías Rafn Ólafsson, markvörður - [6] Hafði lítið að gera nema að grípa nokkrar fyrirgjafir og verja eitt langskot í seinni hálfleik. Átti slakt útspark undir lok leiksins sem hefði getað skapað hættu. Annars náðugur dagur hjá stóra manninum í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður - [7] Örugg frammistaða hjá Guðlaugi Victori sem stendur alltaf fyrir sínu varnarlega hjá landsliðinu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - [8] Skallaði yfir úr dauðafæri um miðjan fyrri hálfleik. Gerði engin mistök á 39. mínútu, þegar hann skallaði fyrirgjöf Jóhanns Berg fallegum boga í fjærhornið. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður - [7] Leysti vel úr sínu. Þeir Sverrir ná alltaf betur og betur saman í miðri vörn Íslands. Bjargaði vel um miðbik seinni hálfleiks. Mikael Egill Ellertsson, vinstri bakvörður - [7] Öruggur í sínum aðgerðum og bætir sig með hverjum leik í vinstri bakvarðar stöðunni. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður - [7] Spilaði vel í sínum hundraðasta landsleik. Lagði upp annað mark Íslands í leiknum með nákvæmri fyrirgjöf. Hákon Arnar Haraldsson, (fyrirliði), miðjumaður - [8] Frábær á miðjunni í kvöld, átti þátt í því að stýra spilinu í leiknum. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður - [8] Lagði upp mark Alberts með frábærri sendingu. Hélt góðum takti í spilinu og boltinn gekk vel í gegnum Skagamanninn. Kristian Nökkvi Hlynsson, vinstri kantmaður - [7] Fékk tækifæri í byrjunarliðinu eftir jöfnunarmarkið gegn Frakklandi. Stóð fyrir sínu. Albert Guðmundsson, framherji - [7] Skoraði markið, hans fjórða í síðustu fjórum leikjum hans fyrir landsliðið. Fór reyndar illa með 4 á 2 stöðu í seinni hálfleiknum. Flott frammistaða og sýndi hversu mikilvægur hann er fyrir þetta landslið. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji - [6] Sást lítið en alltaf mikilvægur fyrir liðið bæði varnarlega og sóknarlega þó svo að það komi ekki alltaf mörk frá honum. Varamenn Brynjólfur Andersen Willumsson - kom inn á fyrir Andra Lucas á 68. mínútu [6] Fékk gult spjald á mettíma en lét lítið finna fyrir sér. Jón Dagur Þorsteinsson - kom inn á fyrir Jóhann Berg á 68. mínútu [7] Fín frammistaða hjá Jón Degi og var nálægt því að bæta við þriðja marki Íslands. Daníel Tristan Guðjohnsen - kom inn á fyrir Kristian á 68. mínútu [6] Fín innkoma og gerði sitt ágætlega. Stefán Teitur Þórðarson - kom inná fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson á 90. mínútu. Spilaði ekki nóg til þess að fá einkunn. Gísli Gottskálk Þórðarson - kom inná fyrir Albert Guðmundsson 90+1 Spilaði ekki nóg til þess að fá einkunn.
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Sjá meira