Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2025 08:33 Hjónin Kylie Mantz og Conner Mantz eru bæði öflugir hlauparar. @kyliehmantz Sigur Kylie Mantz í Fresno-maraþoninu í Kaliforníu vakti athygli, bæði fyrir það að hún var að hlaupa maraþonhlaup í fyrsta sinn en einnig hvernig hún nýtti sér eiginmanninn í hlaupinu. Í sínu fyrsta maraþoni vann Kylie Mantz Two Cities-maraþonið í Fresno á tímanum 2:43:49 klst. Eiginmaður hennar, Ólympíufarinn Conner Mantz, var herinn hennar alla 42,2 kílómetrana sem hélt uppi hraðanum fyrir hana. Kylie, sem er á lokaári í BYU-háskólanum, ólst upp í nálægum bæ, Clovis, og sneri aftur til að keppa á sömu götunum og hún hóf að hlaupa á. Hérinn hennar og eiginmaðurinn var reyndar enginn áhugamaður þegar kemur að langhlaupum sem þessum. View this post on Instagram A post shared by Marathon Handbook (@marathon.handbook) Conner, sem nýlega hafði sett bandarískt maraþonmet í Chicago þremur vikum áður, hélt henni á lágmarkshraða fyrir Ólympíuúrtökumótið í byrjun hlaupsins. Um miðbik hlaupsins gerðu þreyta og vandamál með næringarneyslu vart við sig. „Að stoppa er ekki í boði,“ sagði Conner við hana þegar hún sagðist vilja hætta. Hún hélt áfram, hægði aðeins á sér en sigraði samt með miklum yfirburðum. Kylie byrjaði ekki að hlaupa af alvöru fyrr en eftir að hún giftist Conner fyrir tveimur árum. Innan árs gekk hún í frjálsíþrótta- og víðavangshlaupalið kvenna í BYU og hljóp 10.000 metra á 34:57 í Stanford-háskólanum. Fyrsta hlaupið hennar í Fresno snerist ekki um fullkomnun því það var að hennar mati bara prófraun. Hún hélt lágmarkshraða fyrir Ólympíuúrtökumótið í 29 kílómetra áður en hún hægði á sér og sagði hlaupið hafa verið „auðmýkjandi“, og hún er þakklát fyrir það en segist jafnframt vera hungruð í að bæta sig. Með því að velja lítið maraþon í heimabæ sínum í stað stórs viðburðar gat Mantz einbeitt sér að því að læra og þurfti ekki að vera í sviðsljósinu. Frammistaða hennar gefur líka góða vísbendingu um ónýtta möguleika og upphaf langhlaupaferils sem vert er að fylgjast með. View this post on Instagram A post shared by CITIUS MAG | Running + Track and Field News (@citiusmag) Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Gæti farið frá Liverpool til Tottenham „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Ómar segist eiga meira inni Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Virkar eins og maður sé að væla“ „Hann er sonur minn“ Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Dagskráin: EM-pallborð, Körfuboltakvöld og barátta í Síkinu og Vesturbæ Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Sjá meira
Í sínu fyrsta maraþoni vann Kylie Mantz Two Cities-maraþonið í Fresno á tímanum 2:43:49 klst. Eiginmaður hennar, Ólympíufarinn Conner Mantz, var herinn hennar alla 42,2 kílómetrana sem hélt uppi hraðanum fyrir hana. Kylie, sem er á lokaári í BYU-háskólanum, ólst upp í nálægum bæ, Clovis, og sneri aftur til að keppa á sömu götunum og hún hóf að hlaupa á. Hérinn hennar og eiginmaðurinn var reyndar enginn áhugamaður þegar kemur að langhlaupum sem þessum. View this post on Instagram A post shared by Marathon Handbook (@marathon.handbook) Conner, sem nýlega hafði sett bandarískt maraþonmet í Chicago þremur vikum áður, hélt henni á lágmarkshraða fyrir Ólympíuúrtökumótið í byrjun hlaupsins. Um miðbik hlaupsins gerðu þreyta og vandamál með næringarneyslu vart við sig. „Að stoppa er ekki í boði,“ sagði Conner við hana þegar hún sagðist vilja hætta. Hún hélt áfram, hægði aðeins á sér en sigraði samt með miklum yfirburðum. Kylie byrjaði ekki að hlaupa af alvöru fyrr en eftir að hún giftist Conner fyrir tveimur árum. Innan árs gekk hún í frjálsíþrótta- og víðavangshlaupalið kvenna í BYU og hljóp 10.000 metra á 34:57 í Stanford-háskólanum. Fyrsta hlaupið hennar í Fresno snerist ekki um fullkomnun því það var að hennar mati bara prófraun. Hún hélt lágmarkshraða fyrir Ólympíuúrtökumótið í 29 kílómetra áður en hún hægði á sér og sagði hlaupið hafa verið „auðmýkjandi“, og hún er þakklát fyrir það en segist jafnframt vera hungruð í að bæta sig. Með því að velja lítið maraþon í heimabæ sínum í stað stórs viðburðar gat Mantz einbeitt sér að því að læra og þurfti ekki að vera í sviðsljósinu. Frammistaða hennar gefur líka góða vísbendingu um ónýtta möguleika og upphaf langhlaupaferils sem vert er að fylgjast með. View this post on Instagram A post shared by CITIUS MAG | Running + Track and Field News (@citiusmag)
Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Gæti farið frá Liverpool til Tottenham „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Ómar segist eiga meira inni Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Virkar eins og maður sé að væla“ „Hann er sonur minn“ Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Dagskráin: EM-pallborð, Körfuboltakvöld og barátta í Síkinu og Vesturbæ Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Sjá meira