Innlent

Keyrði aftan á strætis­vagn

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Einn var fluttur á sjúkrahús með minniháttar áverka.
Einn var fluttur á sjúkrahús með minniháttar áverka. Vísir/Vilhelm

Umferðarslys varð á Vesturlandsvegi um hádegi í gær þar sem bíll lenti undir strætisvagni. Einn var fluttur á sjúkrahús.

Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri hjá Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við fréttastofu að einn hafi verið fluttur á sjúkrahús, sennilega með minniháttar meiðsli. Einnig var einn dælubíll sendur á vettvang.

Áreksturinn átti sér stað rétt fyrir klukkan eitt í gær.

Notandinn sunnysolrc birti myndskeið á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem sjá má að fremsti hluti bílsins fór undir strætisvagninn.

Klippa: Bíll lenti undir strætisvagni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×