Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar 14. nóvember 2025 13:00 Á Íslandi er ógrynni af fornminjum, allt frá 20. aldar sundlaugum til eyðibýla frá víkingaöld. Þótt íslenskar fornminjar láti e.t.v. lítið fyrir sér fara í fyrstu – engar hallir eða kastalar – þá er hér að finna mjög vel varðveittar fornleifar og líta má til eyðibyggða, aldagamalla samgöngukerfa og þingminja (t.d. Þingvellir). Þetta eru minjar sem margar aðrar Evrópuþjóðir hafa eyðilagt vegna landbúnaðar, íbúðabyggða og margvíslegs iðnaðar. Íslenskar minjar eru því oft betur varðveittar miðað við önnur lönd, þótt það virki hugsanlega ótrúlegt við fyrstu sýn fyrir marga. Síðastliðin 30 ár hefur mikil gróska verið í íslenskri fornleifafræði, hvort sem það er í rannsóknum á miðalda klaustrum á Íslandi eða minjum um sjósókn Íslendinga. Nýjar rannsóknir hafa til að mynda aukið skilning okkar á landnámi Íslands og hve flókið og spennandi landnám nýs lands er. Undanfarið hafa forn-DNA rannsóknir fengið mikla athygli, bæði rannsóknir á erfðamengi landnemanna sjálfra en líka þeirra dýra sem þeir komu með sér og veiddu. Ísland var numið tiltölulega seint miðað við önnur lönd og því er íslenskur efniviður góður til þess að varpa frekara ljósi á hvernig manneskjan nemur ný svæði. En líka hvernig eyjasamfélög og landbúnaður þróast og taka breytingum frá miðöldum til 20. aldar. Íslenskar minjar skipta því líka máli fyrir heimsbyggðina og það hefur endurspeglast í virku og öflugu samstarfi íslenskra fornleifafræðinga við erlenda fræðimenn. Eitt helsta vandamál sem staðið hefur fyrir fornleifafræði er að tryggja störf allt árið og nýliðun í stéttinni. Vísindastarf er flókið og er þjálfun talin í árum en ekki mánuðum. Utan stjórnsýslu starfa færri en 20 manns í rannsóknum á íslenskum fornleifum allt árið í kring og þeim fer fækkandi. Mikil þekking á íslenskri menningu er því að tapast. Ekki út af slæmri varðveislu minja, heldur vegna þess að það fækkar í þeim hópi sem hefur þekkingu, hæfni og reynslu til þess að rannsaka þessar minjar og koma þeim til skila til fræðaheimsins, almennings og heimafólks. Á Íslandi er Fornminjasjóður sem er lögbundinn samkeppnissjóður sem styður fornleifarannsóknir. Hann er einn helsti sjóður sem fornleifafræðingar sækja til þess að stunda rannsóknir. Sjóðurinn leikur algjört lykilhlutverk til þess að koma nýjum rannsóknum af stað og tryggja að þekking og reynsla hverfi ekki úr faginu. Fornminjasjóður er nú aðeins um 45 milljónir. Og hefur reyndar aðeins verið um 40 milljónir á ári frá stofnun hans árið 2013. Hann hefur því rýrnað að raunvirði allt frá stofnun sjóðsins. Undanfarin ár hefur Fornminjasjóður fengið aukafjárveitingu á seinustu metrum þingsins enda má greina mikinn vilja Alþingis til að fólk geti helgað sér starfi við að rannsaka og vernda menningararf Íslendinga. Það er aðeins gert með því að fólk hafi tækifæri til þess að gera það allt árið og án þess að búa við fjárhagslega óvissu. Öflugar grunnrannsóknir eru sömuleiðis forsenda þess að hægt sé að miðla þekkingu til fólks gegnum söfn eða aðrar leiðir. Mörg söfn og ferðamannastaðir eiga því mikið undir að hér séu stundaðar grunnrannsóknir á íslenskum fornminjum. Staðir eins og Þjóðminjasafnið, Þingvellir og Landnámssýningin í Aðalstræti verða ekki til upp úr engu. Ef ekki hefði verið fyrir rannsóknir fornleifafræðinga á Þingvöllum þá hefði hann ekki þann sess sem hann hefði í dag. Hvar væri líka Þjóðminjasafnið án rannsókna á íslenskum fornleifum? Til þess að íslensk fornleifafræði geti haldið áfram að dafna, íslenskri ferðaþjónustu og menningu Íslands til góðs, er því nauðsynlegt að stækka og efla Fornminjasjóð. Augljóst er að 45 milljónir duga engan veginn til þess að stunda rannsóknir á íslenskum minjum, sem krefjast sérþjálfaðs starfsfólks og dýrs tækjakosts. Undanfarin ár hefur verið sótt um 230-290 milljónir árlega í sjóðinn. Því er ljóst að sjóðurinn ætti að lágmarki að vera um helmingur þeirrar upphæðar í ljósi hins háa synjunarhlutfalls styrkhæfra umsókna. Ef ekkert verður að gert munu færri starfa við fornleifafræði á Íslandi á næstu árum. Án fornleifafræðinga og sérfræðiþekkingar þeirra er íslensk minjavernd illa stödd. Höfundur er sérfræðingur á Fornleifastofnun Íslands ses. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fornminjar Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Á Íslandi er ógrynni af fornminjum, allt frá 20. aldar sundlaugum til eyðibýla frá víkingaöld. Þótt íslenskar fornminjar láti e.t.v. lítið fyrir sér fara í fyrstu – engar hallir eða kastalar – þá er hér að finna mjög vel varðveittar fornleifar og líta má til eyðibyggða, aldagamalla samgöngukerfa og þingminja (t.d. Þingvellir). Þetta eru minjar sem margar aðrar Evrópuþjóðir hafa eyðilagt vegna landbúnaðar, íbúðabyggða og margvíslegs iðnaðar. Íslenskar minjar eru því oft betur varðveittar miðað við önnur lönd, þótt það virki hugsanlega ótrúlegt við fyrstu sýn fyrir marga. Síðastliðin 30 ár hefur mikil gróska verið í íslenskri fornleifafræði, hvort sem það er í rannsóknum á miðalda klaustrum á Íslandi eða minjum um sjósókn Íslendinga. Nýjar rannsóknir hafa til að mynda aukið skilning okkar á landnámi Íslands og hve flókið og spennandi landnám nýs lands er. Undanfarið hafa forn-DNA rannsóknir fengið mikla athygli, bæði rannsóknir á erfðamengi landnemanna sjálfra en líka þeirra dýra sem þeir komu með sér og veiddu. Ísland var numið tiltölulega seint miðað við önnur lönd og því er íslenskur efniviður góður til þess að varpa frekara ljósi á hvernig manneskjan nemur ný svæði. En líka hvernig eyjasamfélög og landbúnaður þróast og taka breytingum frá miðöldum til 20. aldar. Íslenskar minjar skipta því líka máli fyrir heimsbyggðina og það hefur endurspeglast í virku og öflugu samstarfi íslenskra fornleifafræðinga við erlenda fræðimenn. Eitt helsta vandamál sem staðið hefur fyrir fornleifafræði er að tryggja störf allt árið og nýliðun í stéttinni. Vísindastarf er flókið og er þjálfun talin í árum en ekki mánuðum. Utan stjórnsýslu starfa færri en 20 manns í rannsóknum á íslenskum fornleifum allt árið í kring og þeim fer fækkandi. Mikil þekking á íslenskri menningu er því að tapast. Ekki út af slæmri varðveislu minja, heldur vegna þess að það fækkar í þeim hópi sem hefur þekkingu, hæfni og reynslu til þess að rannsaka þessar minjar og koma þeim til skila til fræðaheimsins, almennings og heimafólks. Á Íslandi er Fornminjasjóður sem er lögbundinn samkeppnissjóður sem styður fornleifarannsóknir. Hann er einn helsti sjóður sem fornleifafræðingar sækja til þess að stunda rannsóknir. Sjóðurinn leikur algjört lykilhlutverk til þess að koma nýjum rannsóknum af stað og tryggja að þekking og reynsla hverfi ekki úr faginu. Fornminjasjóður er nú aðeins um 45 milljónir. Og hefur reyndar aðeins verið um 40 milljónir á ári frá stofnun hans árið 2013. Hann hefur því rýrnað að raunvirði allt frá stofnun sjóðsins. Undanfarin ár hefur Fornminjasjóður fengið aukafjárveitingu á seinustu metrum þingsins enda má greina mikinn vilja Alþingis til að fólk geti helgað sér starfi við að rannsaka og vernda menningararf Íslendinga. Það er aðeins gert með því að fólk hafi tækifæri til þess að gera það allt árið og án þess að búa við fjárhagslega óvissu. Öflugar grunnrannsóknir eru sömuleiðis forsenda þess að hægt sé að miðla þekkingu til fólks gegnum söfn eða aðrar leiðir. Mörg söfn og ferðamannastaðir eiga því mikið undir að hér séu stundaðar grunnrannsóknir á íslenskum fornminjum. Staðir eins og Þjóðminjasafnið, Þingvellir og Landnámssýningin í Aðalstræti verða ekki til upp úr engu. Ef ekki hefði verið fyrir rannsóknir fornleifafræðinga á Þingvöllum þá hefði hann ekki þann sess sem hann hefði í dag. Hvar væri líka Þjóðminjasafnið án rannsókna á íslenskum fornleifum? Til þess að íslensk fornleifafræði geti haldið áfram að dafna, íslenskri ferðaþjónustu og menningu Íslands til góðs, er því nauðsynlegt að stækka og efla Fornminjasjóð. Augljóst er að 45 milljónir duga engan veginn til þess að stunda rannsóknir á íslenskum minjum, sem krefjast sérþjálfaðs starfsfólks og dýrs tækjakosts. Undanfarin ár hefur verið sótt um 230-290 milljónir árlega í sjóðinn. Því er ljóst að sjóðurinn ætti að lágmarki að vera um helmingur þeirrar upphæðar í ljósi hins háa synjunarhlutfalls styrkhæfra umsókna. Ef ekkert verður að gert munu færri starfa við fornleifafræði á Íslandi á næstu árum. Án fornleifafræðinga og sérfræðiþekkingar þeirra er íslensk minjavernd illa stödd. Höfundur er sérfræðingur á Fornleifastofnun Íslands ses.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun