Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Jón Ísak Ragnarsson skrifar 14. nóvember 2025 22:25 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Pam Bondi dómsmálaráðherra. Getty Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur fallist á beiðni Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rannsaka tengsl barnaníðingsins Jeffrey Epstein við nokkra háttsetta Demókrata, en þar á meðal eru Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti. BBC greinir frá, en Donald Trump greindi frá því á samfélagsmiðlum í dag að hann hefði beðið Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, og bandarísku alríkislögregluna (FBI), um að hefja rannsókn á samskiptum og tengslum Epstein við meðal annars Clinton. Bondi greindi svo frá því á samfélagsmiðlum að hún hefði beðið Jay Clayton, lögfræðing ráðuneytisins, að leiða rannsóknarteymið og að ráðuneytið myndi ráðast í verkefnið undireins og sinna því eins vel og hægt væri. Bill Clinton hefur sjálfur harðlega neitað því að hann hafi vitað af hrottalegum glæpum Epsteins. Mál Jeffrey Epstein hefur aftur verið í kastljósinu í vikunni eftir að meira en 20 þúsund skjöl varðandi rannsókn málsins voru gerð opinber, en þar var nokkrum sinnum minnst á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Auk Clintons stendur til að rannsaka sérstaklega tengsl Epstein við bankana JP Morgan og Chase, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna Larry Summers, og Reid Hoffman, stofnanda LinkedIn, en hefur verið áhrifamikill fjárhagslegur bakhjarl Demókrataflokksins. Talsmaður JP Morgan & Chase sagði í yfirlýsingu að bankinn harmaði tengsl sín við Epstein og bætti því við að bankinn hefði ekki átt neinn þátt í glæpum hans. Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Bill Clinton Tengdar fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Í áður óbirtum tölvupósti sem Jeffrey Epstein sendi Ghislaine Maxwell árið 2011, velti hann vöngum yfir því af hverju Donald Trump, núverandi forseti Bandaríkjanna, hafi aldrei verið nefndur á nafn í þeim rannsóknum sem beindust að Epstein. Hann sagði að Trump hefði varið mörgum klukkutímum með konu sem Demókratar í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skilgreina sem eitt af fórnarlömbum Epsteins. 12. nóvember 2025 14:43 Sögð ætla að leita á náðir Trumps Ghislaine Maxwell ætlar að biðja Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að milda dóm hennar og sleppa henni úr fangelsi. Að óbreyttu á hún að sitja inni til loka ársins 2037 en Demókratar í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar hafa sent Trump bréf og sagt honum að þetta standi til. 10. nóvember 2025 12:22 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
BBC greinir frá, en Donald Trump greindi frá því á samfélagsmiðlum í dag að hann hefði beðið Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, og bandarísku alríkislögregluna (FBI), um að hefja rannsókn á samskiptum og tengslum Epstein við meðal annars Clinton. Bondi greindi svo frá því á samfélagsmiðlum að hún hefði beðið Jay Clayton, lögfræðing ráðuneytisins, að leiða rannsóknarteymið og að ráðuneytið myndi ráðast í verkefnið undireins og sinna því eins vel og hægt væri. Bill Clinton hefur sjálfur harðlega neitað því að hann hafi vitað af hrottalegum glæpum Epsteins. Mál Jeffrey Epstein hefur aftur verið í kastljósinu í vikunni eftir að meira en 20 þúsund skjöl varðandi rannsókn málsins voru gerð opinber, en þar var nokkrum sinnum minnst á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Auk Clintons stendur til að rannsaka sérstaklega tengsl Epstein við bankana JP Morgan og Chase, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna Larry Summers, og Reid Hoffman, stofnanda LinkedIn, en hefur verið áhrifamikill fjárhagslegur bakhjarl Demókrataflokksins. Talsmaður JP Morgan & Chase sagði í yfirlýsingu að bankinn harmaði tengsl sín við Epstein og bætti því við að bankinn hefði ekki átt neinn þátt í glæpum hans.
Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Bill Clinton Tengdar fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Í áður óbirtum tölvupósti sem Jeffrey Epstein sendi Ghislaine Maxwell árið 2011, velti hann vöngum yfir því af hverju Donald Trump, núverandi forseti Bandaríkjanna, hafi aldrei verið nefndur á nafn í þeim rannsóknum sem beindust að Epstein. Hann sagði að Trump hefði varið mörgum klukkutímum með konu sem Demókratar í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skilgreina sem eitt af fórnarlömbum Epsteins. 12. nóvember 2025 14:43 Sögð ætla að leita á náðir Trumps Ghislaine Maxwell ætlar að biðja Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að milda dóm hennar og sleppa henni úr fangelsi. Að óbreyttu á hún að sitja inni til loka ársins 2037 en Demókratar í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar hafa sent Trump bréf og sagt honum að þetta standi til. 10. nóvember 2025 12:22 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Í áður óbirtum tölvupósti sem Jeffrey Epstein sendi Ghislaine Maxwell árið 2011, velti hann vöngum yfir því af hverju Donald Trump, núverandi forseti Bandaríkjanna, hafi aldrei verið nefndur á nafn í þeim rannsóknum sem beindust að Epstein. Hann sagði að Trump hefði varið mörgum klukkutímum með konu sem Demókratar í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skilgreina sem eitt af fórnarlömbum Epsteins. 12. nóvember 2025 14:43
Sögð ætla að leita á náðir Trumps Ghislaine Maxwell ætlar að biðja Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að milda dóm hennar og sleppa henni úr fangelsi. Að óbreyttu á hún að sitja inni til loka ársins 2037 en Demókratar í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar hafa sent Trump bréf og sagt honum að þetta standi til. 10. nóvember 2025 12:22