„Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. nóvember 2025 19:18 Sverrir Ingi Ingason átti í harðri baráttu við Vladyslav Vanat í leiknum í kvöld. epa/Piotr Nowak Sverrir Ingi Ingason hafði í nógu að snúast í vörn Íslands gegn Úkraínu í úrslitaleiknum um sæti í HM-umspili. Íslendingar töpuðu, 2-0, og Sverrir segir erfitt að kyngja niðurstöðunni. Íslandi dugði jafntefli og staðan var markalaus fram á 83. mínútu þegar Oleksandr Zubkov kom Úkraínu yfir. Oleksiy Gutsulyak skoraði svo annað mark Úkraínumanna í uppbótartíma. „Þetta er ógeðslegt. Þetta er ein helvítis hornspyrna. Við höfum varist hornspyrnur frábærlega alla þessa undankeppni og munurinn er svo lítill. Hann fær frían skalla og skorar á meðan við fáum frían skalla og markvörðurinn þeirra á vörslu. Elías á líka vörslu. Þetta er bara 50-50 leikur og í dag datt þetta ekki með okkur,“ sagði Sverrir við Val Pál Eiríksson eftir leikinn í Varsjá. „Við fengum færi til að komast yfir. Í seinni hálfleik fannst mér við vera með stjórn á þessu. Þeir sköpuðu sér ekki neitt fyrir utan þegar við erum að gefa boltann frá okkur í skyndisóknum. Fyrir utan það var þetta traust. Það er virkilega erfitt að taka þessu því mér fannst liðið eiga miklu meira skilið.“ Sverrir segir að framtíð íslenska liðsins sé björt. „Það eru þessi litlu smáatriði. Við erum með svo ógeðslega ungt lið og ógeðslega gott fótboltalið. En þessir strákar eru komnir svo langt á svo stuttum tíma með landsliðinu. Mér finnst geðveikt að taka þátt í þessu með þeim og ég er hundrað prósent að þetta lið mun á næstu árum fara á stórmót,“ sagði Sverrir. „Við verðum að taka þessi augnablik og þennan leik með okkur af því að liðið þarf að vaxa. Þetta gekk ekki upp í dag en á næstu árum fáum við að sjá þetta lið á stórmóti. Þeir eru það góðir.“ En hver eru skilaboðin til ungu leikmanna íslenska liðsins? „Bara halda áfram. Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag. Þetta er ákveðin kúnst þegar þú ert að fara í þessa leiki. Þú þarft að stilla tilfinningar. Það þarf allt að smella. Liðið sem við áttum síðast lenti í mótlæti í byrjun,“ sagði Sverrir og vísaði til gullaldarliðs Íslands sem fór á tvö stórmót. „Þetta virðist ekki ætla að vera létt sigling. Við þurfum bara að halda áfram. Þessir gaurar eru flestallir 20-22 ára. Þeir eiga eftir að vera í landsliðinu 10-15 ár í viðbót. Ég vona að ég geti haldið áfram að spila og berja þá áfram þar til þeir komast á stórmót því þeir eiga það skilið.“ Sjá má viðtalið við Sverri í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Annað árið í röð náðu Úkraínumenn að slökkva vonir Íslands um að komast á stórmót í fótbolta karla, með 2-0 sigri í afar spennandi slag liðanna í Varsjá í dag í lokaumferð undankeppni HM. 16. nóvember 2025 12:15 Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Sjá meira
Íslandi dugði jafntefli og staðan var markalaus fram á 83. mínútu þegar Oleksandr Zubkov kom Úkraínu yfir. Oleksiy Gutsulyak skoraði svo annað mark Úkraínumanna í uppbótartíma. „Þetta er ógeðslegt. Þetta er ein helvítis hornspyrna. Við höfum varist hornspyrnur frábærlega alla þessa undankeppni og munurinn er svo lítill. Hann fær frían skalla og skorar á meðan við fáum frían skalla og markvörðurinn þeirra á vörslu. Elías á líka vörslu. Þetta er bara 50-50 leikur og í dag datt þetta ekki með okkur,“ sagði Sverrir við Val Pál Eiríksson eftir leikinn í Varsjá. „Við fengum færi til að komast yfir. Í seinni hálfleik fannst mér við vera með stjórn á þessu. Þeir sköpuðu sér ekki neitt fyrir utan þegar við erum að gefa boltann frá okkur í skyndisóknum. Fyrir utan það var þetta traust. Það er virkilega erfitt að taka þessu því mér fannst liðið eiga miklu meira skilið.“ Sverrir segir að framtíð íslenska liðsins sé björt. „Það eru þessi litlu smáatriði. Við erum með svo ógeðslega ungt lið og ógeðslega gott fótboltalið. En þessir strákar eru komnir svo langt á svo stuttum tíma með landsliðinu. Mér finnst geðveikt að taka þátt í þessu með þeim og ég er hundrað prósent að þetta lið mun á næstu árum fara á stórmót,“ sagði Sverrir. „Við verðum að taka þessi augnablik og þennan leik með okkur af því að liðið þarf að vaxa. Þetta gekk ekki upp í dag en á næstu árum fáum við að sjá þetta lið á stórmóti. Þeir eru það góðir.“ En hver eru skilaboðin til ungu leikmanna íslenska liðsins? „Bara halda áfram. Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag. Þetta er ákveðin kúnst þegar þú ert að fara í þessa leiki. Þú þarft að stilla tilfinningar. Það þarf allt að smella. Liðið sem við áttum síðast lenti í mótlæti í byrjun,“ sagði Sverrir og vísaði til gullaldarliðs Íslands sem fór á tvö stórmót. „Þetta virðist ekki ætla að vera létt sigling. Við þurfum bara að halda áfram. Þessir gaurar eru flestallir 20-22 ára. Þeir eiga eftir að vera í landsliðinu 10-15 ár í viðbót. Ég vona að ég geti haldið áfram að spila og berja þá áfram þar til þeir komast á stórmót því þeir eiga það skilið.“ Sjá má viðtalið við Sverri í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Annað árið í röð náðu Úkraínumenn að slökkva vonir Íslands um að komast á stórmót í fótbolta karla, með 2-0 sigri í afar spennandi slag liðanna í Varsjá í dag í lokaumferð undankeppni HM. 16. nóvember 2025 12:15 Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Sjá meira
Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Annað árið í röð náðu Úkraínumenn að slökkva vonir Íslands um að komast á stórmót í fótbolta karla, með 2-0 sigri í afar spennandi slag liðanna í Varsjá í dag í lokaumferð undankeppni HM. 16. nóvember 2025 12:15
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti