Fótbolti

Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu

Árni Jóhannsson skrifar
Kristófer Acox er fátt óviðkomandi.
Kristófer Acox er fátt óviðkomandi. Vísir / Diego

Körfuknattleiksmanninum Kristófer Acox er fátt óviðkomandi þegar kemur að íþróttafélaginu Val. Hann sendi knattspyrnudeildinni væna sneið í athugasemd við færslu á Facebook þegar nokkrir leikmenn kvennaliðs Vals í fótbolta voru kvaddir.

Kristófer Acox er í sambandi með Guðrúni Elísabetu Björgvinsdóttur sem ekki fær samning að nýju þegar núverandi samning hennar lýkur um áramót. Vísir fór yfir málið fyrr í dag en Valur sendi kveðju á Facebook þar sem talið var upp hvaða leikmenn fá ekki nýjan samning.

Kristófer brá sér í athugasemdirnar undir færslunni og lýsti yfir áhyggjum af vegferðinni sem knattspyrnudeildin er á. Hann hefur meðal annars áhyggjur af því hvort liðið fari niður um deild eða hvort enn verði reynt að vinna titla. Þá segir hann líka að kvennaliðið hafi einhliða haldið uppi sigurhefð knattspyrnudeildar Vals síðustu ár.

Hér að neðan er skjáskot af athugasemdinni sem Kristófer sendi frá sér. Athugasemdin hefur vakið athygli og er Kristófer hrósað fyrir að orða þetta frábærlega.

Kristófer Acox hefur áhyggjur af stöðu mála.Vísir / Skjáskot



Fleiri fréttir

Sjá meira


×