Handbolti

Matt­hildur Lilja kölluð inn í HM hópinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Matthildur Lilja Jónsdóttir er 21 árs gömul og spilar með hinu öfluga liði ÍR.
Matthildur Lilja Jónsdóttir er 21 árs gömul og spilar með hinu öfluga liði ÍR. Vísir/Diego

Matthildur Lilja Jónsdóttir leikmaður ÍR hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðshópinn fyrir komandi heimsmeistaramót kvenna í handbolta. Matthildur bætist við þá sextán leikmenn sem tilkynntir voru fyrr í mánuðinum.

Þetta kemur fram á heimasíðu Handknattleikssambands Íslands.

Andrea Jacobsen sleit liðband í ökkla á æfingu hjá sínu félagsliði í Þýskalandi, Blomberg-Lippe, í síðustu viku og ólíklegt að hún verði orðin klár fyrir heimsmeistaramótið.

Matthildur Lilja er annar leikmaður ÍR sem er í hópnum en varnarmaðurinn öflugi Katrín Tinna Jensdóttir er einnig í hópnum. ÍR-liðið hefur komið mikið á óvart í vetur og vann Íslandsmeistara Vals í síðasta leiknum fyrir HM-frí.

Matthildur er með 2,9 mörk og 2,4 stoðsendingar að meðaltali í leik í Olís-deild kvenna.

Hún hefur verið í æfingahóp áður en á enn eftir að spila sinn fyrsta landsleik.

Stelpurnar okkar hefja undirbúning sinn í dag. Á föstudaginn ferðast hópurinn til Færeyja þar sem þær leika vináttulandsleik gegn heimakonum.

Ísland hefur leik á HM 26. nóvember gegn Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×