Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar 18. nóvember 2025 09:17 Fyrirkomulag markaða hefur afgerandi áhrif á kjör neytenda, bæði hvað varðar verðlagningu og aðgengi að vörum og þjónustu. Þegar samkeppni er takmörkuð, hvort sem það er vegna fákeppni, einokunar eða samráðs meðal fyrirtækja, getur það leitt til lakari niðurstöðu fyrir almenning en ella. Saga og samtími á Íslandi bjóða upp á mörg dæmi um þetta, allt frá dreifingu kvikmynda til smásölu og veðmálaþjónustu. Seinkaðar kvikmyndasýningar og miðaverð Fyrir nokkrum áratugum var íslenskur kvikmyndamarkaður með þeim hætti að nýjustu erlendu bíómyndirnar bárust ekki til landsins fyrr en löngu eftir frumsýningu erlendis. Sumir minnast þess jafnvel að hafa ferðast til útlanda gagngert til að sjá nýjar kvikmyndir. Ástæðan fyrir þessari stöðu var meðal annars samstarf innlendra kvikmyndahúsaeigenda, sem í gegnum félag sitt skiptu með sér umboðum fyrir erlenda framleiðendur. Þetta fyrirkomulag dró úr samkeppni um sýningarréttinn og leiddi til þess að myndir voru almennt tveggja til þriggja ára gamlar þegar þær loks komu í bíó á Íslandi. Ríkissjónvarpið sýndi svo sjaldan myndir sem voru yngri en fimmtán ára. Almenningur sætti sig við þessar tafir, enda var sú skýring oft gefin að innkaup á sýningarrétti nýrra mynda væru kostnaðarsöm. Það sem hins vegar fór lægra var að samkomulag kvikmyndahúsaeigenda kom í veg fyrir raunverulega samkeppni. Því endurspeglaði miðaverðið ekki endilega kostnað, heldur frekar skort á samkeppnislegu aðhaldi sem hefði getað þrýst verði niður og flýtt fyrir sýningum. Einokun, heildsala og smásöluálagning Svipað mynstur má sjá í öðrum geirum þar sem samkeppni er takmörkuð. Einokunarverslanir ríkisins með áfengi eru reknar með afar lágri smásöluálagningu, 12–18%, sem hefur ekkert með vöruverð til neytenda að gera. Þar sem stofnuninni er gert að versla við fáa innlenda heildsala í stað þess að flytja inn vörur beint verður heildsöluálagningin hærri en ella. Í slíkum tilfellum er ávinningurinn af lágri smásöluálagningu þegar horfinn áður en varan kemur í hillurnar. Innlend veðmál og erlend samkeppni Í dag má sjá merki um svipaða þróun á veðmálamarkaði. Nokkur innlend fyrirtæki í þessum geira eiga í harðri samkeppni við stóra, erlenda þjónustuveitendur. Í þeirri baráttu hefur því verið haldið fram að erlendu fyrirtækin starfi ólöglega, jafnvel þótt mörg þeirra séu með gild starfsleyfi í sínum heimalöndum og sum hver skráð á hlutabréfamarkað. Það er vel þekkt staðreynd að í fjárhættuspilum hefur rekstraraðilinn, eða „húsið“, alltaf forskot til lengri tíma litið. Munurinn liggur hins vegar í vinningshlutföllum, eða hversu stór hluti af veðjuðu fé er greiddur aftur til spilara. Á samkeppnismarkaði þar sem margir aðilar keppa um hylli viðskiptavina er líklegt að þessi hlutföll séu hagstæðari fyrir neytendur. Þegar innlendir aðilar bjóða upp á umtalsvert lakari vinningshlutföll en það sem þekkist á alþjóðlegum markaði má færa rök fyrir því að neytendur sem velja þá kosti fái minna fyrir peninginn. Í þessu samhengi er áhugavert að velta fyrir sér hvort röksemdir um meint ólögmæti erlendra samkeppnisaðila hafi tilætluð áhrif á þann hóp neytenda sem kýs að nýta sér þjónustu með lakari kjörum. Fjárhættuspil hefur verið skilgreint sem skattur á heimsku og hugsanlega virkar hræðsluáróður á þá heimskustu enda vísar orðið heimska til þeirra sem alltaf sátu heima, nokkuskonar andstaða við orðatiltækið vits er þörf þeim er víða ratar. Höfundur er eigandi Sante. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Fyrirkomulag markaða hefur afgerandi áhrif á kjör neytenda, bæði hvað varðar verðlagningu og aðgengi að vörum og þjónustu. Þegar samkeppni er takmörkuð, hvort sem það er vegna fákeppni, einokunar eða samráðs meðal fyrirtækja, getur það leitt til lakari niðurstöðu fyrir almenning en ella. Saga og samtími á Íslandi bjóða upp á mörg dæmi um þetta, allt frá dreifingu kvikmynda til smásölu og veðmálaþjónustu. Seinkaðar kvikmyndasýningar og miðaverð Fyrir nokkrum áratugum var íslenskur kvikmyndamarkaður með þeim hætti að nýjustu erlendu bíómyndirnar bárust ekki til landsins fyrr en löngu eftir frumsýningu erlendis. Sumir minnast þess jafnvel að hafa ferðast til útlanda gagngert til að sjá nýjar kvikmyndir. Ástæðan fyrir þessari stöðu var meðal annars samstarf innlendra kvikmyndahúsaeigenda, sem í gegnum félag sitt skiptu með sér umboðum fyrir erlenda framleiðendur. Þetta fyrirkomulag dró úr samkeppni um sýningarréttinn og leiddi til þess að myndir voru almennt tveggja til þriggja ára gamlar þegar þær loks komu í bíó á Íslandi. Ríkissjónvarpið sýndi svo sjaldan myndir sem voru yngri en fimmtán ára. Almenningur sætti sig við þessar tafir, enda var sú skýring oft gefin að innkaup á sýningarrétti nýrra mynda væru kostnaðarsöm. Það sem hins vegar fór lægra var að samkomulag kvikmyndahúsaeigenda kom í veg fyrir raunverulega samkeppni. Því endurspeglaði miðaverðið ekki endilega kostnað, heldur frekar skort á samkeppnislegu aðhaldi sem hefði getað þrýst verði niður og flýtt fyrir sýningum. Einokun, heildsala og smásöluálagning Svipað mynstur má sjá í öðrum geirum þar sem samkeppni er takmörkuð. Einokunarverslanir ríkisins með áfengi eru reknar með afar lágri smásöluálagningu, 12–18%, sem hefur ekkert með vöruverð til neytenda að gera. Þar sem stofnuninni er gert að versla við fáa innlenda heildsala í stað þess að flytja inn vörur beint verður heildsöluálagningin hærri en ella. Í slíkum tilfellum er ávinningurinn af lágri smásöluálagningu þegar horfinn áður en varan kemur í hillurnar. Innlend veðmál og erlend samkeppni Í dag má sjá merki um svipaða þróun á veðmálamarkaði. Nokkur innlend fyrirtæki í þessum geira eiga í harðri samkeppni við stóra, erlenda þjónustuveitendur. Í þeirri baráttu hefur því verið haldið fram að erlendu fyrirtækin starfi ólöglega, jafnvel þótt mörg þeirra séu með gild starfsleyfi í sínum heimalöndum og sum hver skráð á hlutabréfamarkað. Það er vel þekkt staðreynd að í fjárhættuspilum hefur rekstraraðilinn, eða „húsið“, alltaf forskot til lengri tíma litið. Munurinn liggur hins vegar í vinningshlutföllum, eða hversu stór hluti af veðjuðu fé er greiddur aftur til spilara. Á samkeppnismarkaði þar sem margir aðilar keppa um hylli viðskiptavina er líklegt að þessi hlutföll séu hagstæðari fyrir neytendur. Þegar innlendir aðilar bjóða upp á umtalsvert lakari vinningshlutföll en það sem þekkist á alþjóðlegum markaði má færa rök fyrir því að neytendur sem velja þá kosti fái minna fyrir peninginn. Í þessu samhengi er áhugavert að velta fyrir sér hvort röksemdir um meint ólögmæti erlendra samkeppnisaðila hafi tilætluð áhrif á þann hóp neytenda sem kýs að nýta sér þjónustu með lakari kjörum. Fjárhættuspil hefur verið skilgreint sem skattur á heimsku og hugsanlega virkar hræðsluáróður á þá heimskustu enda vísar orðið heimska til þeirra sem alltaf sátu heima, nokkuskonar andstaða við orðatiltækið vits er þörf þeim er víða ratar. Höfundur er eigandi Sante.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun