Fótbolti

Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu

Aron Guðmundsson skrifar
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari á hliðarlínunni í leiknum gegn Úkraínu.
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari á hliðarlínunni í leiknum gegn Úkraínu. Vísir/getty

Brot úr ræðu lands­liðsþjálfarans Arnars Gunn­laugs­sonar, eftir tapið erfiða gegn Úkraínu í undan­keppni HM í fót­bolta á dögunum þar sem að HM draumurinn varð að engu, má sjá í leik­dags mynd­bandi sem birt hefur verið á sam­félags­miðla­reikningi KSÍ.

Ís­land tapaði með tveimur mörkum gegn engu í hreinum úr­slita­leik við Úkraínu um það hvort liðið kæmist áfram upp úr riðlinum í um­spil um laust sæti á HM næsta árs. Ís­landi nægði jafn­tefli í leiknum til þess að ná mark­miði sínu en úr­slitin féllu með Úkraínu sem fór áfram upp úr riðlinum ásamt lands­liði Frakka.

„Það er allt í lagi að mis­takast í lífinu, það er ekkert mál…Við lögðum allt í þetta,“ má heyra Arnar segja við leik­menn sína að leik loknum.

„Stundum þarftu bara að fara í gegnum fokking ástar­sorg í lífinu til þess að eiga skilið að fara skrefinu lengra.“

Liðið hafi gefið allt í undan­keppnina en mark­miðið, að komast á næsta stig, ekki náðst.

„Ég er samt fokking stoltur af ykkur, í al­vöru talað. Mér fannst við gefa allt í þessa undan­keppni, þennan leik.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×