Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2025 15:59 Karlmaðurinn lést fyrr á árinu eftir að hafa glímt við Alzheimer-sjúkdóminn. Vísir/Lýður Hæstiréttur hefur veitt dóttur látins manns áfrýjunarleyfi í máli þar sem hún krefst opinberra skipta á dánarbúi föður síns og að seturéttur ekkju hans í óskiptu búi verði felldur úr gildi. Héraðsdómur og Landsréttur höfðu áður dæmt ekkjunni í vil, en Hæstiréttur telur að málið geti haft fordæmisgildi. Málið á rætur að rekja til þess að faðir konunnar lést á árinu. Hann og ekkjan höfðu verið gift frá 2006 og búið saman í fasteign. Dóttirin hafði ekki komið á heimili föður síns í tíu ár þó að einhver samskipti hefðu verið á þeirra feðgina. Árið 2022 undirritaði faðirinn erfðaskrá þar sem ekkjunni var veitt heimild til að sitja í óskiptu búi eftir andlát föðurins sem var orðinn heilsuveill. Erfðaskráin var undirrituð í viðurvist lögbókanda sem lýsti því að hjónin hefðu verið „heil heilsu andlega“ og undirritað erfðaskrána af fúsum og frjálsum vilja. Flutti í minna og ódýrara húsnæði Dóttirin mótmælir þessu og byggir á því að faðir hennar hafi þá þegar glímt við langt genginn Alzheimer-sjúkdóm. Hún telur erfðaskrána því ógilda og bendir á að hún hafi sótt um að faðir hennar yrði sviptur fjárræði skömmu fyrir andlátið. Þá hafði ekkjan samþykkt kauptilboð í fasteign þeirra. Kaupsamningur var undirritaður í maí 2025 fyrir 166 milljónir króna og ekkjan festi síðar kaup á minni íbúð fyrir 62 milljónir. Þau skulduðu 110 milljónir króna í fasteign sinni. Nokkrum dögum eftir andlátið veitti sýslumaður ekkjunni leyfi til setu í óskiptu búi. Dóttirin telur að sýslumaður hefði átt að bíða, enda hafi hún þá þegar vefengt erfðaskrána. Hún gerir einnig athugasemdir við að ekkjan hafi auglýst ýmsa muni til sölu á Facebook á meðan málið var til meðferðar, sem hún telur óeðlilegt. Ekki komið í húsið í tíu ár Lögmaður ekkjunnar svaraði því að um persónulega muni ekkjunnar væri að ræða og að dóttirinni hefði staðið til boða að sækja allt sem hún teldi tilheyra föður sínum, en dóttirin sagðist ekki geta gert lista þar sem hún hefði ekki komið í húsið í tíu ár. Við flutninga í mun minni fasteign væri viðbúið að allir munir þeirra kæmust ekki fyrir. Héraðsdómur og síðar Landsréttur töldu ekki sýnt fram á að skilyrði erfðalaga væru uppfyllt til að krefjast opinberra skipta. Hæstiréttur telur hins vegar að úrlausnin geti haft fordæmisgildi, meðal annars um það hversu hratt sýslumaður megi veita leyfi til setu í búi eftir andlát. Sömuleiðis hvernig meta skuli erfðaskrár þegar grunur sé um skerðingu á hæfni fólks til undirritunar. Fjölskyldumál Dómsmál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Málið á rætur að rekja til þess að faðir konunnar lést á árinu. Hann og ekkjan höfðu verið gift frá 2006 og búið saman í fasteign. Dóttirin hafði ekki komið á heimili föður síns í tíu ár þó að einhver samskipti hefðu verið á þeirra feðgina. Árið 2022 undirritaði faðirinn erfðaskrá þar sem ekkjunni var veitt heimild til að sitja í óskiptu búi eftir andlát föðurins sem var orðinn heilsuveill. Erfðaskráin var undirrituð í viðurvist lögbókanda sem lýsti því að hjónin hefðu verið „heil heilsu andlega“ og undirritað erfðaskrána af fúsum og frjálsum vilja. Flutti í minna og ódýrara húsnæði Dóttirin mótmælir þessu og byggir á því að faðir hennar hafi þá þegar glímt við langt genginn Alzheimer-sjúkdóm. Hún telur erfðaskrána því ógilda og bendir á að hún hafi sótt um að faðir hennar yrði sviptur fjárræði skömmu fyrir andlátið. Þá hafði ekkjan samþykkt kauptilboð í fasteign þeirra. Kaupsamningur var undirritaður í maí 2025 fyrir 166 milljónir króna og ekkjan festi síðar kaup á minni íbúð fyrir 62 milljónir. Þau skulduðu 110 milljónir króna í fasteign sinni. Nokkrum dögum eftir andlátið veitti sýslumaður ekkjunni leyfi til setu í óskiptu búi. Dóttirin telur að sýslumaður hefði átt að bíða, enda hafi hún þá þegar vefengt erfðaskrána. Hún gerir einnig athugasemdir við að ekkjan hafi auglýst ýmsa muni til sölu á Facebook á meðan málið var til meðferðar, sem hún telur óeðlilegt. Ekki komið í húsið í tíu ár Lögmaður ekkjunnar svaraði því að um persónulega muni ekkjunnar væri að ræða og að dóttirinni hefði staðið til boða að sækja allt sem hún teldi tilheyra föður sínum, en dóttirin sagðist ekki geta gert lista þar sem hún hefði ekki komið í húsið í tíu ár. Við flutninga í mun minni fasteign væri viðbúið að allir munir þeirra kæmust ekki fyrir. Héraðsdómur og síðar Landsréttur töldu ekki sýnt fram á að skilyrði erfðalaga væru uppfyllt til að krefjast opinberra skipta. Hæstiréttur telur hins vegar að úrlausnin geti haft fordæmisgildi, meðal annars um það hversu hratt sýslumaður megi veita leyfi til setu í búi eftir andlát. Sömuleiðis hvernig meta skuli erfðaskrár þegar grunur sé um skerðingu á hæfni fólks til undirritunar.
Fjölskyldumál Dómsmál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira