Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. nóvember 2025 21:56 Steinunn Þórðardóttir ræddi um einmanaleika og heilabilun í Reykjavík síðdegis í dag. Vísir/Arnar Ástralskar rannsóknir benda til þess að tilfellum heilabilunar og minnisglapa fari fjölgandi hjá ungu fólki, og hefur aukningin verið rakin til aukinnar notkunar snjalltækja. Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir, segir að ekkert liggi fyrir í þessum efnum og tengslin við skjánotkun sé bara vangavelta á þessu stigi máls, þótt hún sé ekki ólíkleg. Þekktir áhættuþættir séu til dæmis einmanaleiki, félagsleg einangrun, þunglyndi og heyrnartap. Ástralskir fjölmiðlar hafa sagt frá rannsóknum sem hafa sýnt fram á að tilfellum heilabilunar hafi fjölgað hjá fólki á aldursbilinu 33-45 um allt að 400 prósent, og er orsökin rakin til gríðarlegrar skjánotkunar. Útvarpsmennirnir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni rákust á þessar rannsóknir og báru þær undir Steinunni Þórðardóttur, sem er öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands. Er þetta eitthvað sem þú getur kvittað undir? „Ekki svona án frekari skoðunar, en ég dreg svosem ekkert í efa að heilabilunartilvikum hafi fjölgað í þessum aldurshópi eins og gert er grein fyrir þarna.“ Þarna sé um að ræða heilabilunarsjúkdóma sem séu ágengir, ólæknandi sjúkdómar og þetta sé gríðarlega alvarleg þróun. „En maður spyr sig um þessa tengingu við samfélagsmiðla og hún er líka í raun bara vangavelta hjá þeim. Þannig það er ekki til nein rannsókn sem tengir þetta tvennt saman með óhyggjandi hætti, svo ég viti til,“ segir Steinunn. Einmanaleiki einn af stóru áskorununum Steinunn heldur að það sé sennilega mikið til í vangaveltuni um skjánotkun sem orsök. Hins vegar séu margir aðrir þekktir áhættuþættir á bak við heilabilun, til dæmis einmanaleiki, félagsleg einangrun, þunglyndi og heyrnartap. „Heyrnartapið er stærst af þessu sem ég hef talið upp. Það er talið vera vegna þess að ef maður heyrir illa, að þá á maður erfiðara með að taka þátt í félagslegum samskiptum, samtölum og öðru.“ Fólk einangrist í raun vegna heyrnarskerðingar. Steinunn segir að einmanaleiki sé ein af stóru áskorununum sem eldra fólk glímir við í dag. „Einmanaleikinn er að aukast mikið og maður sér það í öllum aldursflokkum, og eins og ég segi, þess vegna er ég ekkert hissa á því að menn séu að hugsa um þessa tengingu í þessari rannsókn þegar þeir horfa á þennan aldurshóp.“ Rannsóknir hafi sýnt fram á að einmanaleiki sé álíka hættulegur og að reykja fimmtán sígarettur á dag. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Reykjavík síðdegis Bylgjan Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Ástralskir fjölmiðlar hafa sagt frá rannsóknum sem hafa sýnt fram á að tilfellum heilabilunar hafi fjölgað hjá fólki á aldursbilinu 33-45 um allt að 400 prósent, og er orsökin rakin til gríðarlegrar skjánotkunar. Útvarpsmennirnir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni rákust á þessar rannsóknir og báru þær undir Steinunni Þórðardóttur, sem er öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands. Er þetta eitthvað sem þú getur kvittað undir? „Ekki svona án frekari skoðunar, en ég dreg svosem ekkert í efa að heilabilunartilvikum hafi fjölgað í þessum aldurshópi eins og gert er grein fyrir þarna.“ Þarna sé um að ræða heilabilunarsjúkdóma sem séu ágengir, ólæknandi sjúkdómar og þetta sé gríðarlega alvarleg þróun. „En maður spyr sig um þessa tengingu við samfélagsmiðla og hún er líka í raun bara vangavelta hjá þeim. Þannig það er ekki til nein rannsókn sem tengir þetta tvennt saman með óhyggjandi hætti, svo ég viti til,“ segir Steinunn. Einmanaleiki einn af stóru áskorununum Steinunn heldur að það sé sennilega mikið til í vangaveltuni um skjánotkun sem orsök. Hins vegar séu margir aðrir þekktir áhættuþættir á bak við heilabilun, til dæmis einmanaleiki, félagsleg einangrun, þunglyndi og heyrnartap. „Heyrnartapið er stærst af þessu sem ég hef talið upp. Það er talið vera vegna þess að ef maður heyrir illa, að þá á maður erfiðara með að taka þátt í félagslegum samskiptum, samtölum og öðru.“ Fólk einangrist í raun vegna heyrnarskerðingar. Steinunn segir að einmanaleiki sé ein af stóru áskorununum sem eldra fólk glímir við í dag. „Einmanaleikinn er að aukast mikið og maður sér það í öllum aldursflokkum, og eins og ég segi, þess vegna er ég ekkert hissa á því að menn séu að hugsa um þessa tengingu í þessari rannsókn þegar þeir horfa á þennan aldurshóp.“ Rannsóknir hafi sýnt fram á að einmanaleiki sé álíka hættulegur og að reykja fimmtán sígarettur á dag. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Reykjavík síðdegis Bylgjan Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira