Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2025 11:38 Radoslaw Sikorski, utanríkisráðherra Póllands. EPA/PAWEL SUPERNAK Ráðamenn í Póllandi hafa ákveðið að gera Rússum að loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússlands í Póllandi. Er það í kjölfar skemmdarverks á lestarteinum í Póllandi sem yfirvöld þar hafa sakað Rússa um að bera ábyrgð á. Eina viðvera Rússa í Póllandi verður því sendiráð þeirra í Varsjá. Varnarmálaráðherra Ítalíu birti í gær skýrslu þar sem hann kvartaði yfir aðgerðaleysi Vesturlanda vegna fjölþátta ógna frá Rússlandi. Hann sagði núverandi ástand ekki ásættanlegt. Vísaði til skemmdarverka Radoslaw Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, lýsti því yfir í morgun að ræðismannsskrifstofunni, sem er í Gdansk, yrði lokað. Vísaði hann sérstaklega til skemmdarverksins sem framið var um helgina, samkvæmt frétt pólska miðilsins TVP World. Lestarteinar milli Varsjár og Lublin, suðaustur af Varsjá, voru sprengdir um helgina og var einnig reynt að þvinga lest af sporinu en það misheppnaðist. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, hefur lýst því yfir að tveir Úkraínumenn hafi framið skemmdarverkin á vegum leyniþjónusta Rússlands. Mennirnir eru sagðir hafa komið frá Belarús í haust og flúið þangað aftur eftir að hafa framið skemmdarverkin. „Markmiðið var að valda lestarstórslysi.“ Sjá einnig: Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Rússar segjast ætla að draga úr pólitískum umsvifum Pólverja í Rússlandi vegna lokunar ræðismannsskrifstofunnar í Gdansk. Lýsir ásökunum sem heimskulegum Andrei Ordash, sendiherra Rússlands í Póllandi, sagði í samtali við rússneska blaðamenn í morgun að ásakanir Pólverja í garð Rússa væru þvættingur og heimskulegar. Hann hafi sagt pólskum ráðamönnum það. RIA fréttaveitan rússneska hefur eftir honum að Rússar hefðu ekkert tilefni til skemmdarverka í Póllandi. Þeir hefðu frekari áhuga á að byggja upp betra samband við önnur ríki. Hann vísaði einnig til þess að úkraínskir borgarar hefðu verið sakaðir um skemmdarverkið, eins og áður í Póllandi. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði við blaðamenn í morgun að ráðamenn í Póllandi skorti almenna skynsemi. Samskipti ríkjanna tveggja væru í algjöru lágmarki. Annar maðurinn sem sakaður er um skemmdarverk hefur áður verið dæmdur fyrir að fremja skemmdarverk fyrir Rússa í Úkraínu. Einn þeirra býr í Belarús og hinn í austurhluta Úkraínu, þar sem Rússar ráða ríkjum. Segir aðgerðaleysi Evrópu fáránlegt Ráðamenn á Vesturlöndum hafa ítrekað sakað Rússa og handbendi þeirra um skemmdarverk og aðrar fjölþátta ógnir í Evrópu frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Markmiðið ku vera að grafa undan samstöðu með Úkraínumönnum og ýta undir ótta og deilur innan evrópskra samfélaga. Guido Crosetto, varnarmálaráðherra Ítalíu.EPA/FABIO FRUSTACI Guido Crosetto, varnarmálaráðherra Ítalíu, sagði í skýrslu sem birt var í gær að Rússar létu í raun „fjölþátta sprengjum“ rigna yfir Evrópu og kallaði eftir því að Vesturlönd gripu til aðgerða. Hættan vegna þessara árása yrði sífellt meiri. Í frétt Politico er haft eftir ráðherranum að það væri „fáránlegt“ hve lítið Vesturlönd hefðu gert vegna árása Rússa. Í raun hefði Evrópa lokað sig af og vonast væri til þess að Rússar hættu af sjálfsdáðum. Crosetto sagði að í rauninni færi þessum árásum fjölgandi og að aðgerðaleysið vegna þeirra leiddi til aukinnar hættu á að Rússar myndu á endanum vinna þennan blandaða hernað, eins og svona aðgerðir eru gjarnan kallaðar. Lagði hann til að stofnuð yrði sérstök evrópsk miðstöð til að sporna gegn fjölþátta ógnum. Hún yrði skipuð tölvusérfræðingum, hermönnum og sérfræðingum í gervigreind og að markmið hennar yrði að berjast gegn fjölþátta ógnum eins og skemmdarverkum á birgðakeðjum og áróðursherferðum. Pólland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Ítalía Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Eina viðvera Rússa í Póllandi verður því sendiráð þeirra í Varsjá. Varnarmálaráðherra Ítalíu birti í gær skýrslu þar sem hann kvartaði yfir aðgerðaleysi Vesturlanda vegna fjölþátta ógna frá Rússlandi. Hann sagði núverandi ástand ekki ásættanlegt. Vísaði til skemmdarverka Radoslaw Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, lýsti því yfir í morgun að ræðismannsskrifstofunni, sem er í Gdansk, yrði lokað. Vísaði hann sérstaklega til skemmdarverksins sem framið var um helgina, samkvæmt frétt pólska miðilsins TVP World. Lestarteinar milli Varsjár og Lublin, suðaustur af Varsjá, voru sprengdir um helgina og var einnig reynt að þvinga lest af sporinu en það misheppnaðist. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, hefur lýst því yfir að tveir Úkraínumenn hafi framið skemmdarverkin á vegum leyniþjónusta Rússlands. Mennirnir eru sagðir hafa komið frá Belarús í haust og flúið þangað aftur eftir að hafa framið skemmdarverkin. „Markmiðið var að valda lestarstórslysi.“ Sjá einnig: Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Rússar segjast ætla að draga úr pólitískum umsvifum Pólverja í Rússlandi vegna lokunar ræðismannsskrifstofunnar í Gdansk. Lýsir ásökunum sem heimskulegum Andrei Ordash, sendiherra Rússlands í Póllandi, sagði í samtali við rússneska blaðamenn í morgun að ásakanir Pólverja í garð Rússa væru þvættingur og heimskulegar. Hann hafi sagt pólskum ráðamönnum það. RIA fréttaveitan rússneska hefur eftir honum að Rússar hefðu ekkert tilefni til skemmdarverka í Póllandi. Þeir hefðu frekari áhuga á að byggja upp betra samband við önnur ríki. Hann vísaði einnig til þess að úkraínskir borgarar hefðu verið sakaðir um skemmdarverkið, eins og áður í Póllandi. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði við blaðamenn í morgun að ráðamenn í Póllandi skorti almenna skynsemi. Samskipti ríkjanna tveggja væru í algjöru lágmarki. Annar maðurinn sem sakaður er um skemmdarverk hefur áður verið dæmdur fyrir að fremja skemmdarverk fyrir Rússa í Úkraínu. Einn þeirra býr í Belarús og hinn í austurhluta Úkraínu, þar sem Rússar ráða ríkjum. Segir aðgerðaleysi Evrópu fáránlegt Ráðamenn á Vesturlöndum hafa ítrekað sakað Rússa og handbendi þeirra um skemmdarverk og aðrar fjölþátta ógnir í Evrópu frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Markmiðið ku vera að grafa undan samstöðu með Úkraínumönnum og ýta undir ótta og deilur innan evrópskra samfélaga. Guido Crosetto, varnarmálaráðherra Ítalíu.EPA/FABIO FRUSTACI Guido Crosetto, varnarmálaráðherra Ítalíu, sagði í skýrslu sem birt var í gær að Rússar létu í raun „fjölþátta sprengjum“ rigna yfir Evrópu og kallaði eftir því að Vesturlönd gripu til aðgerða. Hættan vegna þessara árása yrði sífellt meiri. Í frétt Politico er haft eftir ráðherranum að það væri „fáránlegt“ hve lítið Vesturlönd hefðu gert vegna árása Rússa. Í raun hefði Evrópa lokað sig af og vonast væri til þess að Rússar hættu af sjálfsdáðum. Crosetto sagði að í rauninni færi þessum árásum fjölgandi og að aðgerðaleysið vegna þeirra leiddi til aukinnar hættu á að Rússar myndu á endanum vinna þennan blandaða hernað, eins og svona aðgerðir eru gjarnan kallaðar. Lagði hann til að stofnuð yrði sérstök evrópsk miðstöð til að sporna gegn fjölþátta ógnum. Hún yrði skipuð tölvusérfræðingum, hermönnum og sérfræðingum í gervigreind og að markmið hennar yrði að berjast gegn fjölþátta ógnum eins og skemmdarverkum á birgðakeðjum og áróðursherferðum.
Pólland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Ítalía Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira