Skora á Lilju eftir hörfun Einars Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. nóvember 2025 10:58 Lilja Alfreðsdóttur hefur borist stuðningur úr Reykjavík til að bjóða sig fram til formanns Framsóknar. Vísir/Vilhelm Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur skorar á Lilju Dögg Alfreðsdóttur varaformann flokksins að bjóða sig fram til formanns Framsóknar á komandi flokksþingi og leiða flokkinn inn í nýja tíma. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í Reykjavík tilkynnti í gær að hann hyggðist ekki bjóða sig fram. Áskorunin til Lilju um að bjóða sig fram kemur fram í tilkynningu frá stjórninni. Flokksþing fer fram í febrúar og verður þá nýr formaður kjörinn en Sigurður Ingi Jóhannsson hefur tilkynnt að hann muni ekki gefa kost á sér að nýju. Ungir Framsóknarmenn í Reykjavík hafa þegar skorað á Lilju að gefa kost á sér en Framsóknarmenn í Garðabæ hafa skorað á Willum Þór Þórsson að gera slíkt hið sama. Bæði hafa Lilja og Willum sagst íhuga framboð. Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri og oddviti Framsóknar hafði oft verið nefndur í umræðunni um mögulegan formann. Hann tilkynnti í gær að hann muni ekki bjóða sig fram og sagði í samtali við Vísi mestu máli skipta að koma núverandi borgarstjórnarmeirihluta frá völdum. Hann sagði þó hafa komið sér á óvart hve margir hafi hvatt hann til að bjóða sig fram. „Já það bara kom mér á óvart hvað það hvöttu mig margir til þess. en ég tel að það sé mikilvægara verkefni á mínu borði í dag að koma flokknum aftur til valda í Reykjavík, í gott samstarf við flokka sem eru tilbúnir að hlaupa hraðar, taka djarfar ákvarðanir og bæta rekstur borgarinnar,“ sagði Einar í gær. Í tilkynningu stjórnar Framsóknarfélags Reykjavíkur segir að Lilja hafi sýnt það í störfum sínum að hún hafi allt að bera sem þurfi til þess að vera formaður Framsóknar. „Lilja Dögg hefur sýnt það í störfum sínum í langan tíma að hún er hugsjóna- og framóknarmanneskja fram í fingurgóma, með ástríðu fyrir samvinnustefnunni, auk þess sem hún býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á efnahagsmálum, alþjóðamálum og framtíð gervigreindar,“ segir í yfirlýsingu stjórnar Framsóknarfélags Reykjavíkur. Lilja sagði síðast í samtali við fréttastofu fyrir rúmum mánuði að hún hefði enn ekki ákveðið að bjóða sig fram til formanns. Hún hefði þó ítrekað verið hvött til þess að sækjast eftir embættinu. Frétt uppfærð 13:37. Ranglega kom fram að Ungir Framsóknarmenn hefðu lýst yfir stuðningi við Lilju Alfreðsdóttur, á meðan hið rétta er að Ungir Framsóknarmenn í Reykjavík lýstu yfir stuðningi við hana. Þetta hefur verið leiðrétt. Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Á félagsfundi Framsóknar í Garðabæ var tillaga stjórnar um að uppstilling verði viðhöfð sem aðferð við val á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar þann 16. maí 2026, samþykkt einróma. Fundurinn samþykkti einni að skora á Willum Þór Þórsson að gefa kost á sér í embætti formanns Framsóknar. 19. nóvember 2025 09:19 „Það er óákveðið“ „Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu. 18. október 2025 14:44 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Áskorunin til Lilju um að bjóða sig fram kemur fram í tilkynningu frá stjórninni. Flokksþing fer fram í febrúar og verður þá nýr formaður kjörinn en Sigurður Ingi Jóhannsson hefur tilkynnt að hann muni ekki gefa kost á sér að nýju. Ungir Framsóknarmenn í Reykjavík hafa þegar skorað á Lilju að gefa kost á sér en Framsóknarmenn í Garðabæ hafa skorað á Willum Þór Þórsson að gera slíkt hið sama. Bæði hafa Lilja og Willum sagst íhuga framboð. Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri og oddviti Framsóknar hafði oft verið nefndur í umræðunni um mögulegan formann. Hann tilkynnti í gær að hann muni ekki bjóða sig fram og sagði í samtali við Vísi mestu máli skipta að koma núverandi borgarstjórnarmeirihluta frá völdum. Hann sagði þó hafa komið sér á óvart hve margir hafi hvatt hann til að bjóða sig fram. „Já það bara kom mér á óvart hvað það hvöttu mig margir til þess. en ég tel að það sé mikilvægara verkefni á mínu borði í dag að koma flokknum aftur til valda í Reykjavík, í gott samstarf við flokka sem eru tilbúnir að hlaupa hraðar, taka djarfar ákvarðanir og bæta rekstur borgarinnar,“ sagði Einar í gær. Í tilkynningu stjórnar Framsóknarfélags Reykjavíkur segir að Lilja hafi sýnt það í störfum sínum að hún hafi allt að bera sem þurfi til þess að vera formaður Framsóknar. „Lilja Dögg hefur sýnt það í störfum sínum í langan tíma að hún er hugsjóna- og framóknarmanneskja fram í fingurgóma, með ástríðu fyrir samvinnustefnunni, auk þess sem hún býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á efnahagsmálum, alþjóðamálum og framtíð gervigreindar,“ segir í yfirlýsingu stjórnar Framsóknarfélags Reykjavíkur. Lilja sagði síðast í samtali við fréttastofu fyrir rúmum mánuði að hún hefði enn ekki ákveðið að bjóða sig fram til formanns. Hún hefði þó ítrekað verið hvött til þess að sækjast eftir embættinu. Frétt uppfærð 13:37. Ranglega kom fram að Ungir Framsóknarmenn hefðu lýst yfir stuðningi við Lilju Alfreðsdóttur, á meðan hið rétta er að Ungir Framsóknarmenn í Reykjavík lýstu yfir stuðningi við hana. Þetta hefur verið leiðrétt.
Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Á félagsfundi Framsóknar í Garðabæ var tillaga stjórnar um að uppstilling verði viðhöfð sem aðferð við val á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar þann 16. maí 2026, samþykkt einróma. Fundurinn samþykkti einni að skora á Willum Þór Þórsson að gefa kost á sér í embætti formanns Framsóknar. 19. nóvember 2025 09:19 „Það er óákveðið“ „Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu. 18. október 2025 14:44 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Á félagsfundi Framsóknar í Garðabæ var tillaga stjórnar um að uppstilling verði viðhöfð sem aðferð við val á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar þann 16. maí 2026, samþykkt einróma. Fundurinn samþykkti einni að skora á Willum Þór Þórsson að gefa kost á sér í embætti formanns Framsóknar. 19. nóvember 2025 09:19
„Það er óákveðið“ „Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu. 18. október 2025 14:44