Innlent

Bein út­sending: Kynnir skýrslu um þróun út­gáfu dvalarleyfa

Árni Sæberg skrifar
Þorbjörg Sigríður er dómsmálaráðherra.
Þorbjörg Sigríður er dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir kynnir skýrslu starfshóps um þróun í útgáfu dvalarleyfa og misræmi við önnur Norðurlönd á blaðamannafundi klukkan 13. Fundinn má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi.

Í apríl 2025 skipaði dómsmálaráðherra starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Hópinn skipuðu Edda Bergsveinsdóttir, fulltrúi frá dómsmálaráðuneytinu og formaður, Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur, og Þórhildur Ósk Hagalín, fulltrúi frá Útlendingastofnun.

Arnar Sigurður Hauksson frá dómsmálaráðuneytinu og Anna Lísa Ingólfsdóttir frá Útlendingastofnun voru varamenn í hópnum. Auk þeirra tók Alda Karen Svavarsdóttir, sviðsstjóri leyfasviðs hjá Útlendingastofnun, þátt í störfum hópsins.

Markmið vinnunnar var að taka saman upplýsingar og veita betri yfirsýn yfir þann hóp sem sækir um og eftir atvikum fær útgefið dvalarleyfi hér á landi, meðal annars með hliðsjón af þeim markmiðum sem nefnd eru í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að gæta skuli samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála.

Jafnframt skyldi starfshópurinn taka saman helstu áskoranir í málaflokknum, með hliðsjón af viðkvæmum hópum og þeim dvalarleyfum sem telja má að fylgi mest hætta á misnotkun og hagnýtingu einstaklinga. Að lokum var starfshópurinn beðinn um að draga saman tillögur að úrbótum í málaflokknum.

Blaðamannafund Þorbjargar Sigríðar um skýrsluna má sjá í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×