Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 15:48 Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og heilbrigðisráðherra hafa fundað um áframhaldandi samning við stuðnings- og ráðgjafasetrið Bergið headspace. Framkvæmdastjórinn segir jákvætt að samtal sé farið af stað en hún óttaðist að fengist ekki ríkisstyrkur þyrfti að loka starfsemi Bergsins. Hún hefur ekki fengið upplýsingar um hvað felst í samningnum. Fyrr í vikunni deildi Eva Rós Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins headspace, áhyggjum sínum yfir því að loka þyrfti úrræðinu fengju þau ekki samning við yfirvöld um stuðning til næstu þriggja ára. Í óundirbúnum fyrirspurnum vakti Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, athygli á stöðu mála í tilefni þess að alþjóðadagur barna er í dag. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, fundaði í gær með Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Ölmu Möller heilbrigðisráðherra. Þar sem að Bergið býður upp á stuðning fyrir ungmenni á aldrinum tólf til 25 ára varðar starfsemin öll þrjú ráðuneytin. „Við vorum að ganga frá samningum í gær og ég get alveg glatt hæstvirtan þingmann með því að við erum og munum sjá til þess að þetta frábæra starf sem þar er unnið haldi áfram,“ segir hann í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. „Ég segi að við eigum einmitt að sjá til þess að svona félög geti unnið sína vinnu vegna þess að forvarnarstarf þeirra er alveg til fyrirmyndar. Við vitum ekki hversu mikið þau hafa lagt á sig en þau eru að koma í veg fyrir það að börnin okkar lendi í þessum erfiðustu málum.“ Guðmundur Ingi sagði ekki hvað fælist í samningnum. Var ekki viðstödd fundina Í samtali við fréttastofu segist Eva Rós ekki hafa verið viðstödd fundinn. Hún hefur ekki fengið að heyra hvað felst í samningnum. Hún segir það samt sem áður jákvæðar fréttir að samtal sé farið af stað innan ráðuneytanna. „Samtalið er farið af stað, það er það sem við vildum. Það er verið að ganga frá þessu,“ segir hún. Ráðherrar síðustu ríkisstjórnar voru tilbúnir með þriggja ára samning upp en ekki náðist að undirrita samninginn áður en ríkisstjórnin féll. Í staðinn fékk Bergið fimmtíu milljóna króna styrk í byrjun árs og svo tuttugu milljónir í ágúst. Eva Rós segir að reksturinn fyrir árið 2025 komi til með að kosta um 140 milljónir króna. Því sé mikilvægt að fá aukinn fjárstyrk til að hægt sé að stækka starfsemina. „Það sem við erum að óska eftir núna er að ríkið tryggi reksturinn, sem eru 150 milljónir, svo við gætum farið í það að stækka. Við erum með mikla eftirspurn á landsvísu, við viljum styðja við landsbyggðina,“ segir hún. Fréttin hefur verið uppfærð. Geðheilbrigði Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Fyrr í vikunni deildi Eva Rós Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins headspace, áhyggjum sínum yfir því að loka þyrfti úrræðinu fengju þau ekki samning við yfirvöld um stuðning til næstu þriggja ára. Í óundirbúnum fyrirspurnum vakti Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, athygli á stöðu mála í tilefni þess að alþjóðadagur barna er í dag. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, fundaði í gær með Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Ölmu Möller heilbrigðisráðherra. Þar sem að Bergið býður upp á stuðning fyrir ungmenni á aldrinum tólf til 25 ára varðar starfsemin öll þrjú ráðuneytin. „Við vorum að ganga frá samningum í gær og ég get alveg glatt hæstvirtan þingmann með því að við erum og munum sjá til þess að þetta frábæra starf sem þar er unnið haldi áfram,“ segir hann í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. „Ég segi að við eigum einmitt að sjá til þess að svona félög geti unnið sína vinnu vegna þess að forvarnarstarf þeirra er alveg til fyrirmyndar. Við vitum ekki hversu mikið þau hafa lagt á sig en þau eru að koma í veg fyrir það að börnin okkar lendi í þessum erfiðustu málum.“ Guðmundur Ingi sagði ekki hvað fælist í samningnum. Var ekki viðstödd fundina Í samtali við fréttastofu segist Eva Rós ekki hafa verið viðstödd fundinn. Hún hefur ekki fengið að heyra hvað felst í samningnum. Hún segir það samt sem áður jákvæðar fréttir að samtal sé farið af stað innan ráðuneytanna. „Samtalið er farið af stað, það er það sem við vildum. Það er verið að ganga frá þessu,“ segir hún. Ráðherrar síðustu ríkisstjórnar voru tilbúnir með þriggja ára samning upp en ekki náðist að undirrita samninginn áður en ríkisstjórnin féll. Í staðinn fékk Bergið fimmtíu milljóna króna styrk í byrjun árs og svo tuttugu milljónir í ágúst. Eva Rós segir að reksturinn fyrir árið 2025 komi til með að kosta um 140 milljónir króna. Því sé mikilvægt að fá aukinn fjárstyrk til að hægt sé að stækka starfsemina. „Það sem við erum að óska eftir núna er að ríkið tryggi reksturinn, sem eru 150 milljónir, svo við gætum farið í það að stækka. Við erum með mikla eftirspurn á landsvísu, við viljum styðja við landsbyggðina,“ segir hún. Fréttin hefur verið uppfærð.
Geðheilbrigði Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira