Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir, Guðrún Pétursdóttir og Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifa 21. nóvember 2025 08:16 Nú eru liðin tvö ár frá rýmingu Grindavíkur. Á þeim tíma hafa Grindvíkingar komið sér fyrir í sveitarfélögum um allt land. Missir þeirra er djúpstæður og nær til margra þátta þar sem Grindvíkingar misstu ekki aðeins heimili sín, heldur einnig rótgróin tengsl, samfélagið sitt og þann eðlilega gang lífsins sem þau þekktu. Samfélag er meira en staður, það er fólkið sjálft. Tengslin við Grindavík eru ekki bundin við landfræðilegan stað einan, heldur tilfinningu, sögu og samstöðu. Fólkið ber samfélagið með sér, hvert sem það fer. Grindavíkurnefnd var sett á laggir í kjölfar jarðhræringanna til að styðja við skilvirkar lausnir vegna hamfarnna í Grindavík. Eitt af meginhlutverkum nefndarinnar hefur verið að huga að persónulegum stuðningi við Grindvíkinga. Nefndin hefur starfrækt þjónustuteymi sem hefur teygt sig til fólksins og átt í opnu og góðu samtali við Grindvíkinga. Teymið hefur veitt víðtæka og samþætta þjónustu allt frá sálfélagslegum stuðningi til aðstoðar vegna húsnæðis- og skólamála. Kjarni þess hefur verið að hlúa að þeim sem voru búsettir í bænum 10. nóvember 2023 og þurftu þá að flýja heimili sín. Við þessi tímamót, þegar tvö ár eru liðin, er brýnt að fá skýra mynd af því hvernig Grindvíkingum hefur reitt af, hvernig þeim líður og skoða hvaða afstöðu fólkið hefur til framtíðar. Þetta er nauðsynlegt þar sem alls konar tilfinningar og hagsmunir koma inn í myndina. Til að vinna þetta verkefni hefur Grindavíkurnefnd leitað til vísindamanna við Háskóla Íslands, sem eru sérfræðingar í rannsóknum á áhrifum náttúruhamfara. Á næstunni verður því leitað upplýsinga um líðan og viðhorf allra Grindvíkinga, 18 ára og eldri, sem bjuggu í Grindavík þegar bærinn var rýmdur 10. nóvember 2023, hvar sem þeir búa núna. Það er mikilvægt fyrir þau sem vinna að málefnum Grindvíkinga og uppbyggingu samfélagsins að vita hvað Grindvíkingar eru að hugsa. Hvernig þeim líður, hvernig þeim gengur og hvers þeir vænta næstu misseri eða ár. Hafa þeir í hyggju að snúa til baka til Grindavíkur á næstunni, eða finnst þeim það ólíklegt? Hvað vegur þyngst í þeim ákvörðunum? Hvernig hefur sú aðstoð sem þeim hefur boðist gagnast þeim? Hvað mætti betur fara? Hvernig hafa börnin það? Rafræn skilaboð verða send og Grindvíkingum boðið að svara spurningalista í tölvu eða síma. Einnig verður kafað dýpra í ákveðin málefni, eins og atvinnumál, húsnæðismál, skólamál, velferð barna og viðhorf ungmenna með samtölum í þrengri hópum. Þetta er einstakt tækifæri fyrir Grindvíkinga til að koma sínum viðhorfum á framfæri – hver einasta rödd skiptir máli. Við hvejum all Grindvíkinga til að taka þátt! Höfundar: Jóhanna Lilja Birgisdóttir, sálfræðingur og nefndarmaður í Grindavíkurnefnd Guðrún Pétursdóttir, prof. emerita Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, sérfræðingur í áfallastjórnun og endurreisn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Nú eru liðin tvö ár frá rýmingu Grindavíkur. Á þeim tíma hafa Grindvíkingar komið sér fyrir í sveitarfélögum um allt land. Missir þeirra er djúpstæður og nær til margra þátta þar sem Grindvíkingar misstu ekki aðeins heimili sín, heldur einnig rótgróin tengsl, samfélagið sitt og þann eðlilega gang lífsins sem þau þekktu. Samfélag er meira en staður, það er fólkið sjálft. Tengslin við Grindavík eru ekki bundin við landfræðilegan stað einan, heldur tilfinningu, sögu og samstöðu. Fólkið ber samfélagið með sér, hvert sem það fer. Grindavíkurnefnd var sett á laggir í kjölfar jarðhræringanna til að styðja við skilvirkar lausnir vegna hamfarnna í Grindavík. Eitt af meginhlutverkum nefndarinnar hefur verið að huga að persónulegum stuðningi við Grindvíkinga. Nefndin hefur starfrækt þjónustuteymi sem hefur teygt sig til fólksins og átt í opnu og góðu samtali við Grindvíkinga. Teymið hefur veitt víðtæka og samþætta þjónustu allt frá sálfélagslegum stuðningi til aðstoðar vegna húsnæðis- og skólamála. Kjarni þess hefur verið að hlúa að þeim sem voru búsettir í bænum 10. nóvember 2023 og þurftu þá að flýja heimili sín. Við þessi tímamót, þegar tvö ár eru liðin, er brýnt að fá skýra mynd af því hvernig Grindvíkingum hefur reitt af, hvernig þeim líður og skoða hvaða afstöðu fólkið hefur til framtíðar. Þetta er nauðsynlegt þar sem alls konar tilfinningar og hagsmunir koma inn í myndina. Til að vinna þetta verkefni hefur Grindavíkurnefnd leitað til vísindamanna við Háskóla Íslands, sem eru sérfræðingar í rannsóknum á áhrifum náttúruhamfara. Á næstunni verður því leitað upplýsinga um líðan og viðhorf allra Grindvíkinga, 18 ára og eldri, sem bjuggu í Grindavík þegar bærinn var rýmdur 10. nóvember 2023, hvar sem þeir búa núna. Það er mikilvægt fyrir þau sem vinna að málefnum Grindvíkinga og uppbyggingu samfélagsins að vita hvað Grindvíkingar eru að hugsa. Hvernig þeim líður, hvernig þeim gengur og hvers þeir vænta næstu misseri eða ár. Hafa þeir í hyggju að snúa til baka til Grindavíkur á næstunni, eða finnst þeim það ólíklegt? Hvað vegur þyngst í þeim ákvörðunum? Hvernig hefur sú aðstoð sem þeim hefur boðist gagnast þeim? Hvað mætti betur fara? Hvernig hafa börnin það? Rafræn skilaboð verða send og Grindvíkingum boðið að svara spurningalista í tölvu eða síma. Einnig verður kafað dýpra í ákveðin málefni, eins og atvinnumál, húsnæðismál, skólamál, velferð barna og viðhorf ungmenna með samtölum í þrengri hópum. Þetta er einstakt tækifæri fyrir Grindvíkinga til að koma sínum viðhorfum á framfæri – hver einasta rödd skiptir máli. Við hvejum all Grindvíkinga til að taka þátt! Höfundar: Jóhanna Lilja Birgisdóttir, sálfræðingur og nefndarmaður í Grindavíkurnefnd Guðrún Pétursdóttir, prof. emerita Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, sérfræðingur í áfallastjórnun og endurreisn
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun