Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. nóvember 2025 11:18 Unglingadrykkja virðist verða óvinsælari með árunum. Getty Vísbendingar eru um að áfengisdrykkja meðal grunnskólabarna sé að minnka samkvæmt Íslensku æskulýðskönnunni. Líðan barna í tíunda bekk fer batnandi en stelpur upplifa meiri kvíða og depurð en strákar. Átta prósent barna í tíunda bekk drukku áfengi einhvern tímann á þeim þrjátíu dögum áður en Íslenska æskulýðskönnunin var framkvæmd í skólum landsins. Þá höfðu níu prósent þeirra einhvern tímann á ævinni drukkið svo mikið áfengi að þau urðu blindfull. Það eru færri heldur en árið áður þar sem ellefu prósent tíundubekkinga höfðu drukkið áfengi síðustu þrjátíu daga og tíu prósent þeirra orðið blindfull. Árið 2023 höfðu tólf prósent drukkið áfengi að minnsta kosti einu sinni á dögunum þrjátíu fyrir könnina. Stelpur eru líklegri en strákar til að hafa drukkið áfengi og til að hafa orðið drukknar. Hins vegar eru strákar líklegri til að nota nikótínpúða, en um átta prósent þeirra notuðu nikótínpúða þrjátíu daga fyrir könnunina. Færri reykja sígarettur en nota nikótínpúða, eða þrjú prósent gegn sjö prósentum. Vímuefnaneyslan hefur minnkað lítillega, átta prósent tíundubekkinga höfðu notað kannabis á síðustu þrjátíu dögum fyrir könnunina árið 2022 en sex prósent árið 2025. Stelpum líði verr Einungis 68 prósent barna í tíunda bekk segja andlegu heilsuna sína góða, þar af 57 prósent stelpna. Rúmlega sjötíu prósent stelpna upplifa kvíða en 36 prósent stráka. Stelpurnar greina einnig frá meiri depurð en strákarnir, rétt rúmlega helmingur þeirra í tíunda bekk finnur fyrir depurð vikulega eða oftar en fjórðungur stráka greinir frá depurð. Bæði kvíði og depurð fara þó minnkandi með árunum, kvíðinn fer úr 58 prósentum 2022 niður í 54 prósent 2025. Depurðin fer úr 49 prósentum 2022 í fjörutíu prósent 2025. Áfengi Börn og uppeldi Fíkn Geðheilbrigði Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Átta prósent barna í tíunda bekk drukku áfengi einhvern tímann á þeim þrjátíu dögum áður en Íslenska æskulýðskönnunin var framkvæmd í skólum landsins. Þá höfðu níu prósent þeirra einhvern tímann á ævinni drukkið svo mikið áfengi að þau urðu blindfull. Það eru færri heldur en árið áður þar sem ellefu prósent tíundubekkinga höfðu drukkið áfengi síðustu þrjátíu daga og tíu prósent þeirra orðið blindfull. Árið 2023 höfðu tólf prósent drukkið áfengi að minnsta kosti einu sinni á dögunum þrjátíu fyrir könnina. Stelpur eru líklegri en strákar til að hafa drukkið áfengi og til að hafa orðið drukknar. Hins vegar eru strákar líklegri til að nota nikótínpúða, en um átta prósent þeirra notuðu nikótínpúða þrjátíu daga fyrir könnunina. Færri reykja sígarettur en nota nikótínpúða, eða þrjú prósent gegn sjö prósentum. Vímuefnaneyslan hefur minnkað lítillega, átta prósent tíundubekkinga höfðu notað kannabis á síðustu þrjátíu dögum fyrir könnunina árið 2022 en sex prósent árið 2025. Stelpum líði verr Einungis 68 prósent barna í tíunda bekk segja andlegu heilsuna sína góða, þar af 57 prósent stelpna. Rúmlega sjötíu prósent stelpna upplifa kvíða en 36 prósent stráka. Stelpurnar greina einnig frá meiri depurð en strákarnir, rétt rúmlega helmingur þeirra í tíunda bekk finnur fyrir depurð vikulega eða oftar en fjórðungur stráka greinir frá depurð. Bæði kvíði og depurð fara þó minnkandi með árunum, kvíðinn fer úr 58 prósentum 2022 niður í 54 prósent 2025. Depurðin fer úr 49 prósentum 2022 í fjörutíu prósent 2025.
Áfengi Börn og uppeldi Fíkn Geðheilbrigði Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira