Þarf að græja pössun Valur Páll Eiríksson skrifar 21. nóvember 2025 13:32 Sandra Erlingsdóttir er stolt af því að leiða íslenska liðið á komandi móti. Vísir „Maður er orðinn mjög spenntur að komast út og byrja þetta,“ segir Sandra Erlingsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í handbolta sem hefur keppni á HM í næstu viku. Liðið hélt utan til Færeyja í dag. Sandra segir æfingar liðsins hafa gengið nokkuð vel þó veikindi og meiðsli hafi einhver áhrif haft á undirbúning. Valskonurnar Thea Imani Sturludóttir og Hafdís Renötudóttir hafa verið veikar og meiðsli aftra Andreu Jacobsen og Elísu Elíasdóttur. Breytingar hafa orðið á leikmannahópi Íslands þar sem reynsluboltar sem hjálpuðu liðinu að komast á mótið eru hættir. Óreyndara lið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í forkeppni EM í vetur, fyrir Færeyjum og Portúgal. „Ég vona að þeir leikir hafi gefið okkur reynslu. Það er alltaf erfitt að spila þessa fyrstu landsleiki, fyrir þessar nýju. Vonandi er það farið núna. Það vantaði smá baráttu í okkur og einhverjar sem höfðu aldrei spilað saman í vörninni hafa þá núna spilað tveimur fleiri leikjum en áður. Vonandi kemur þetta hægt og rólega,“ segir Sandra. Sandra fékk fyrirliðabandið og mun leiða Ísland á mótið. Finnur hún til aukinnar ábyrgðar í nýju hlutverki? „Já, klárlega. Hvort sem það væri með fyrirliðabandið eða án þess þá er maður kominn í eldri hlutann þó maður sé bara 27 ára. Því fylgir ósjálfrátt ákveðin ábyrgð, sérstaklega hjá þeim sem hafa farið á HM áður, að miðla reynslu til hinna og minna þær á að hafa gaman og skemmta sér,“ segir Sandra. Ertu mjög meðvituð um að vera með bandið og er nálgunin eitthvað öðruvísi? „Nei, í rauninni ekki. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að vera að fara. Ég fór síðast áður en ég varð ólétt og var svo ekki með á EM. Ég er ótrúlega spennt og þakklát að vera á leiðinni aftur á stórmót,“ segir Sandra sem fór á HM 2023 en missti af EM í fyrra vegna barneigna. „Maður þarf að minna sig á það líka hvað maður var svekktur fyrir EM og taka það með sér núna þegar maður fer á HM. Svo eru þetta praktískir hlutir núna, hver á að passa og svona, sem maður er núna að spá í,“ segir Sandra. Fleira kemur fram í viðtalinu við Söndru sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Aukin ábyrgð í nýju hlutverki HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Handbolti Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Fleiri fréttir Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Sandra segir æfingar liðsins hafa gengið nokkuð vel þó veikindi og meiðsli hafi einhver áhrif haft á undirbúning. Valskonurnar Thea Imani Sturludóttir og Hafdís Renötudóttir hafa verið veikar og meiðsli aftra Andreu Jacobsen og Elísu Elíasdóttur. Breytingar hafa orðið á leikmannahópi Íslands þar sem reynsluboltar sem hjálpuðu liðinu að komast á mótið eru hættir. Óreyndara lið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í forkeppni EM í vetur, fyrir Færeyjum og Portúgal. „Ég vona að þeir leikir hafi gefið okkur reynslu. Það er alltaf erfitt að spila þessa fyrstu landsleiki, fyrir þessar nýju. Vonandi er það farið núna. Það vantaði smá baráttu í okkur og einhverjar sem höfðu aldrei spilað saman í vörninni hafa þá núna spilað tveimur fleiri leikjum en áður. Vonandi kemur þetta hægt og rólega,“ segir Sandra. Sandra fékk fyrirliðabandið og mun leiða Ísland á mótið. Finnur hún til aukinnar ábyrgðar í nýju hlutverki? „Já, klárlega. Hvort sem það væri með fyrirliðabandið eða án þess þá er maður kominn í eldri hlutann þó maður sé bara 27 ára. Því fylgir ósjálfrátt ákveðin ábyrgð, sérstaklega hjá þeim sem hafa farið á HM áður, að miðla reynslu til hinna og minna þær á að hafa gaman og skemmta sér,“ segir Sandra. Ertu mjög meðvituð um að vera með bandið og er nálgunin eitthvað öðruvísi? „Nei, í rauninni ekki. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að vera að fara. Ég fór síðast áður en ég varð ólétt og var svo ekki með á EM. Ég er ótrúlega spennt og þakklát að vera á leiðinni aftur á stórmót,“ segir Sandra sem fór á HM 2023 en missti af EM í fyrra vegna barneigna. „Maður þarf að minna sig á það líka hvað maður var svekktur fyrir EM og taka það með sér núna þegar maður fer á HM. Svo eru þetta praktískir hlutir núna, hver á að passa og svona, sem maður er núna að spá í,“ segir Sandra. Fleira kemur fram í viðtalinu við Söndru sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Aukin ábyrgð í nýju hlutverki
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Handbolti Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Fleiri fréttir Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira