Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar 21. nóvember 2025 14:01 Í lok 20. aldar, áður en Reykjavík varð sú litríka borg sem hún er í dag, birtust tveir hópar á götum borgarinnar og í fjölmiðlum, sem á ólíkan hátt rufu kyrrðina í litlu, rótgrónu samfélagi; pönkarar með ögrandi tónlist, hanakamba og spreyjað hár, og samkynhneigðir sem fóru að taka sér pláss eftir áratuga þögn og ósýnileika. Þótt hóparnir væru ólíkir að uppruna og markmiðum mótaðist umræðan um þá af sömu tilfinningum: Óvissu, ótta, andúð og dramatík. Sýnileika þeirra fylgdi mikill óróleiki í samfélaginu. Pönkarar birtust skyndilega í íslenskri menningu um 1980 og voru taldir uppreisnarseggir sem hefðu slæm áhrif á æskuna, voru auðnuleysingjar sem stofnuðu hljómsveitir - en kunnu hvorki að spila né syngja - öskruðu bara. Voru á móti öllu, sérstaklega Kerfinu. Samkynhneigðir urðu sífellt sýnilegri á 9. áratugnum, sem ýtti undir spurningar um hefðbundin fjölskyldugildi og siðferði sem hópurinn var talinn ógna - átti bara að henda þessu öllu á haugana? Samkynhneigð myndi bara breiðast út - jafnvel verða faraldur, verðum að vernda börnin! Í báðum tilvikum var samfélagið ekki að bregðast við raunverulegri ógn heldur óvissu um það sem var framandi og ögrandi. Þegar óvissan jókst fylgdi henni pólitísk dramatík. Umræða um pönk rataði inn í nefndir og ráð borgarinnar, þar sem rætt var um vandamálið og úrræði til að taka á menningarbylgju sem fáir skildu. Samkynhneigðir urðu miðpunktur mikilla pólitískra átaka, sérstaklega þegar rætt var um réttindi á borð við staðfesta samvist og síðar hjónabönd - hvað átti þetta að ganga langt? Orðræða þess tíma var oft tilfinningaþrungin og dramatísk; bæði pönkarar og samkynhneigðir voru settir fram sem möguleg ógn við hefðbundin gildi og samfélagsgerð. Hvað varð um uppreisn pönkarana og yfirtöku samkynhneigðra? En tíminn átti eftir að afhjúpa hversu lítil þörf var á þessum ótta. Pönkarar reyndust einfaldlega ungmenni í uppreisn - ekkert nýtt við það - sem sköpuðu nýja menningu sem varð hluti af íslenskri menningarsögu. Bara venjulegar manneskjur. Samkynhneigðir unnu sér lagaleg réttindi, rými og virðingu og urðu sýnilegir í stjórnmálum, fjölmiðlum og menningarlífi. Bara venjulegar manneskjur. Báðir hópar, sem eitt sinn voru taldir ögrandi eða ógnandi, urðu með tímanum hluti af venjulegu samfélagi. Saga pönkara og samkynhneigðra á Íslandi sýnir ágætlega hvernig samfélög takast á við nýjungar. Þegar nýir hópar verða sýnilegir vekur það óöryggi, óöryggið verður að pólitískri dramatík, sem fer að snúast um grundvallar tilvist samfélagsins, gildi og menningu. En dramatíkin líður hjá og að lokum samlagast hóparnir samfélaginu á eðlilegan hátt. Það sem eitt sinn var talið vandamál verður síðar einfaldlega hluti af margbreytilegu og venjulegu menningarlífi. Á öllum tímum í sögunni hafa verið til “pönkarar” - sýnilegur hópur með séreinkenni, sem talin eru ógna samfélaginu. Bítlanir, hipparnir, pönkararnir, samkynhneigðir, utanbæjarfólkið - allt saman stórhættulegt - sérstaklega ungu fólki og börnum. Orðatiltækið, að pönkast á einhverjum, sem þýðir að stríða, ögra eða rífa kjaft við einhvern, oftast á kaldhæðnum nótum - segir ákveðna sögu um áhrif pönkarana. Ekkert hættulegt við það. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Martha Árnadóttir Mest lesið Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í lok 20. aldar, áður en Reykjavík varð sú litríka borg sem hún er í dag, birtust tveir hópar á götum borgarinnar og í fjölmiðlum, sem á ólíkan hátt rufu kyrrðina í litlu, rótgrónu samfélagi; pönkarar með ögrandi tónlist, hanakamba og spreyjað hár, og samkynhneigðir sem fóru að taka sér pláss eftir áratuga þögn og ósýnileika. Þótt hóparnir væru ólíkir að uppruna og markmiðum mótaðist umræðan um þá af sömu tilfinningum: Óvissu, ótta, andúð og dramatík. Sýnileika þeirra fylgdi mikill óróleiki í samfélaginu. Pönkarar birtust skyndilega í íslenskri menningu um 1980 og voru taldir uppreisnarseggir sem hefðu slæm áhrif á æskuna, voru auðnuleysingjar sem stofnuðu hljómsveitir - en kunnu hvorki að spila né syngja - öskruðu bara. Voru á móti öllu, sérstaklega Kerfinu. Samkynhneigðir urðu sífellt sýnilegri á 9. áratugnum, sem ýtti undir spurningar um hefðbundin fjölskyldugildi og siðferði sem hópurinn var talinn ógna - átti bara að henda þessu öllu á haugana? Samkynhneigð myndi bara breiðast út - jafnvel verða faraldur, verðum að vernda börnin! Í báðum tilvikum var samfélagið ekki að bregðast við raunverulegri ógn heldur óvissu um það sem var framandi og ögrandi. Þegar óvissan jókst fylgdi henni pólitísk dramatík. Umræða um pönk rataði inn í nefndir og ráð borgarinnar, þar sem rætt var um vandamálið og úrræði til að taka á menningarbylgju sem fáir skildu. Samkynhneigðir urðu miðpunktur mikilla pólitískra átaka, sérstaklega þegar rætt var um réttindi á borð við staðfesta samvist og síðar hjónabönd - hvað átti þetta að ganga langt? Orðræða þess tíma var oft tilfinningaþrungin og dramatísk; bæði pönkarar og samkynhneigðir voru settir fram sem möguleg ógn við hefðbundin gildi og samfélagsgerð. Hvað varð um uppreisn pönkarana og yfirtöku samkynhneigðra? En tíminn átti eftir að afhjúpa hversu lítil þörf var á þessum ótta. Pönkarar reyndust einfaldlega ungmenni í uppreisn - ekkert nýtt við það - sem sköpuðu nýja menningu sem varð hluti af íslenskri menningarsögu. Bara venjulegar manneskjur. Samkynhneigðir unnu sér lagaleg réttindi, rými og virðingu og urðu sýnilegir í stjórnmálum, fjölmiðlum og menningarlífi. Bara venjulegar manneskjur. Báðir hópar, sem eitt sinn voru taldir ögrandi eða ógnandi, urðu með tímanum hluti af venjulegu samfélagi. Saga pönkara og samkynhneigðra á Íslandi sýnir ágætlega hvernig samfélög takast á við nýjungar. Þegar nýir hópar verða sýnilegir vekur það óöryggi, óöryggið verður að pólitískri dramatík, sem fer að snúast um grundvallar tilvist samfélagsins, gildi og menningu. En dramatíkin líður hjá og að lokum samlagast hóparnir samfélaginu á eðlilegan hátt. Það sem eitt sinn var talið vandamál verður síðar einfaldlega hluti af margbreytilegu og venjulegu menningarlífi. Á öllum tímum í sögunni hafa verið til “pönkarar” - sýnilegur hópur með séreinkenni, sem talin eru ógna samfélaginu. Bítlanir, hipparnir, pönkararnir, samkynhneigðir, utanbæjarfólkið - allt saman stórhættulegt - sérstaklega ungu fólki og börnum. Orðatiltækið, að pönkast á einhverjum, sem þýðir að stríða, ögra eða rífa kjaft við einhvern, oftast á kaldhæðnum nótum - segir ákveðna sögu um áhrif pönkarana. Ekkert hættulegt við það. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun