Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar 21. nóvember 2025 14:01 Í lok 20. aldar, áður en Reykjavík varð sú litríka borg sem hún er í dag, birtust tveir hópar á götum borgarinnar og í fjölmiðlum, sem á ólíkan hátt rufu kyrrðina í litlu, rótgrónu samfélagi; pönkarar með ögrandi tónlist, hanakamba og spreyjað hár, og samkynhneigðir sem fóru að taka sér pláss eftir áratuga þögn og ósýnileika. Þótt hóparnir væru ólíkir að uppruna og markmiðum mótaðist umræðan um þá af sömu tilfinningum: Óvissu, ótta, andúð og dramatík. Sýnileika þeirra fylgdi mikill óróleiki í samfélaginu. Pönkarar birtust skyndilega í íslenskri menningu um 1980 og voru taldir uppreisnarseggir sem hefðu slæm áhrif á æskuna, voru auðnuleysingjar sem stofnuðu hljómsveitir - en kunnu hvorki að spila né syngja - öskruðu bara. Voru á móti öllu, sérstaklega Kerfinu. Samkynhneigðir urðu sífellt sýnilegri á 9. áratugnum, sem ýtti undir spurningar um hefðbundin fjölskyldugildi og siðferði sem hópurinn var talinn ógna - átti bara að henda þessu öllu á haugana? Samkynhneigð myndi bara breiðast út - jafnvel verða faraldur, verðum að vernda börnin! Í báðum tilvikum var samfélagið ekki að bregðast við raunverulegri ógn heldur óvissu um það sem var framandi og ögrandi. Þegar óvissan jókst fylgdi henni pólitísk dramatík. Umræða um pönk rataði inn í nefndir og ráð borgarinnar, þar sem rætt var um vandamálið og úrræði til að taka á menningarbylgju sem fáir skildu. Samkynhneigðir urðu miðpunktur mikilla pólitískra átaka, sérstaklega þegar rætt var um réttindi á borð við staðfesta samvist og síðar hjónabönd - hvað átti þetta að ganga langt? Orðræða þess tíma var oft tilfinningaþrungin og dramatísk; bæði pönkarar og samkynhneigðir voru settir fram sem möguleg ógn við hefðbundin gildi og samfélagsgerð. Hvað varð um uppreisn pönkarana og yfirtöku samkynhneigðra? En tíminn átti eftir að afhjúpa hversu lítil þörf var á þessum ótta. Pönkarar reyndust einfaldlega ungmenni í uppreisn - ekkert nýtt við það - sem sköpuðu nýja menningu sem varð hluti af íslenskri menningarsögu. Bara venjulegar manneskjur. Samkynhneigðir unnu sér lagaleg réttindi, rými og virðingu og urðu sýnilegir í stjórnmálum, fjölmiðlum og menningarlífi. Bara venjulegar manneskjur. Báðir hópar, sem eitt sinn voru taldir ögrandi eða ógnandi, urðu með tímanum hluti af venjulegu samfélagi. Saga pönkara og samkynhneigðra á Íslandi sýnir ágætlega hvernig samfélög takast á við nýjungar. Þegar nýir hópar verða sýnilegir vekur það óöryggi, óöryggið verður að pólitískri dramatík, sem fer að snúast um grundvallar tilvist samfélagsins, gildi og menningu. En dramatíkin líður hjá og að lokum samlagast hóparnir samfélaginu á eðlilegan hátt. Það sem eitt sinn var talið vandamál verður síðar einfaldlega hluti af margbreytilegu og venjulegu menningarlífi. Á öllum tímum í sögunni hafa verið til “pönkarar” - sýnilegur hópur með séreinkenni, sem talin eru ógna samfélaginu. Bítlanir, hipparnir, pönkararnir, samkynhneigðir, utanbæjarfólkið - allt saman stórhættulegt - sérstaklega ungu fólki og börnum. Orðatiltækið, að pönkast á einhverjum, sem þýðir að stríða, ögra eða rífa kjaft við einhvern, oftast á kaldhæðnum nótum - segir ákveðna sögu um áhrif pönkarana. Ekkert hættulegt við það. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Martha Árnadóttir Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í lok 20. aldar, áður en Reykjavík varð sú litríka borg sem hún er í dag, birtust tveir hópar á götum borgarinnar og í fjölmiðlum, sem á ólíkan hátt rufu kyrrðina í litlu, rótgrónu samfélagi; pönkarar með ögrandi tónlist, hanakamba og spreyjað hár, og samkynhneigðir sem fóru að taka sér pláss eftir áratuga þögn og ósýnileika. Þótt hóparnir væru ólíkir að uppruna og markmiðum mótaðist umræðan um þá af sömu tilfinningum: Óvissu, ótta, andúð og dramatík. Sýnileika þeirra fylgdi mikill óróleiki í samfélaginu. Pönkarar birtust skyndilega í íslenskri menningu um 1980 og voru taldir uppreisnarseggir sem hefðu slæm áhrif á æskuna, voru auðnuleysingjar sem stofnuðu hljómsveitir - en kunnu hvorki að spila né syngja - öskruðu bara. Voru á móti öllu, sérstaklega Kerfinu. Samkynhneigðir urðu sífellt sýnilegri á 9. áratugnum, sem ýtti undir spurningar um hefðbundin fjölskyldugildi og siðferði sem hópurinn var talinn ógna - átti bara að henda þessu öllu á haugana? Samkynhneigð myndi bara breiðast út - jafnvel verða faraldur, verðum að vernda börnin! Í báðum tilvikum var samfélagið ekki að bregðast við raunverulegri ógn heldur óvissu um það sem var framandi og ögrandi. Þegar óvissan jókst fylgdi henni pólitísk dramatík. Umræða um pönk rataði inn í nefndir og ráð borgarinnar, þar sem rætt var um vandamálið og úrræði til að taka á menningarbylgju sem fáir skildu. Samkynhneigðir urðu miðpunktur mikilla pólitískra átaka, sérstaklega þegar rætt var um réttindi á borð við staðfesta samvist og síðar hjónabönd - hvað átti þetta að ganga langt? Orðræða þess tíma var oft tilfinningaþrungin og dramatísk; bæði pönkarar og samkynhneigðir voru settir fram sem möguleg ógn við hefðbundin gildi og samfélagsgerð. Hvað varð um uppreisn pönkarana og yfirtöku samkynhneigðra? En tíminn átti eftir að afhjúpa hversu lítil þörf var á þessum ótta. Pönkarar reyndust einfaldlega ungmenni í uppreisn - ekkert nýtt við það - sem sköpuðu nýja menningu sem varð hluti af íslenskri menningarsögu. Bara venjulegar manneskjur. Samkynhneigðir unnu sér lagaleg réttindi, rými og virðingu og urðu sýnilegir í stjórnmálum, fjölmiðlum og menningarlífi. Bara venjulegar manneskjur. Báðir hópar, sem eitt sinn voru taldir ögrandi eða ógnandi, urðu með tímanum hluti af venjulegu samfélagi. Saga pönkara og samkynhneigðra á Íslandi sýnir ágætlega hvernig samfélög takast á við nýjungar. Þegar nýir hópar verða sýnilegir vekur það óöryggi, óöryggið verður að pólitískri dramatík, sem fer að snúast um grundvallar tilvist samfélagsins, gildi og menningu. En dramatíkin líður hjá og að lokum samlagast hóparnir samfélaginu á eðlilegan hátt. Það sem eitt sinn var talið vandamál verður síðar einfaldlega hluti af margbreytilegu og venjulegu menningarlífi. Á öllum tímum í sögunni hafa verið til “pönkarar” - sýnilegur hópur með séreinkenni, sem talin eru ógna samfélaginu. Bítlanir, hipparnir, pönkararnir, samkynhneigðir, utanbæjarfólkið - allt saman stórhættulegt - sérstaklega ungu fólki og börnum. Orðatiltækið, að pönkast á einhverjum, sem þýðir að stríða, ögra eða rífa kjaft við einhvern, oftast á kaldhæðnum nótum - segir ákveðna sögu um áhrif pönkarana. Ekkert hættulegt við það. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun