Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar 24. nóvember 2025 13:01 Þann 20. nóvember síðastliðinn skrifar Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, pistil þar sem hún lýsir yfir áhyggjum sínum af virðingarleysi foreldra gagnvart skólaskyldu og að foreldrar taki leyfi í gríð og erg til að geta sólað sig á baðströndum Tenerife. Ég tek undir með Katrínu að mikilvægt er að virðing ríki fyrir skólaskyldu barna, en eins og í hjónabandi þarf virðing að vera gagnkvæm svo hægt sé að tala um að slíkt sé ríkjandi. Ef rýna á í fjarvistir nemenda frá lögbundinni skólaskyldu er mikilvægt að þeir sem veita slíka þjónustu séu einnig teknir til skoðunar. Hjá nemanda sem sækir lögbundna þjónustu frá Reykjavíkurborg eru aðeins skráð inn veikindi og leyfi í hans skólaferli. Hvað með forföll í kennslu barna? Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið frá Skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar eru engar verkreglur um hvernig tilkynna eigi forráðamönnum forföll í kennslu. Ég á barn á unglingastigi sem sækir lögbundna þjónustu frá Reykjavíkurborg og á þeim 14 vikum sem liðnar eru af þessu skólaári hafa 30 kennslustundir fallið niður. Upplýsingar um forföll í kennslu hjá mínu barni þurfti sérstaklega að taka saman eftir að ég óskaði eftir þeim. Þær upplýsingar sem ég fékk frá stjórnendum skólans eru að þau hafi óskað eftir fjármagni til þess að mæta þessum forföllum í kennslu, en hefði verið hafnað á rökum sparnaðar. Katrín Sigríður hefur óskað eftir því að Mennta- og barnamálaráðuneytið skoði sérstaklega svart á hvítu tölfræði fjarvista hjá nemendum yfir skólaárið. Mér þætti vænt um að einnig væru skoðuð forföll í kennslu í skólum svo hægt sé að rýna í virðingu gagnvart skólakerfinu með tölfræðilega réttmætum hætti. Höfundur er móðir og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Þann 20. nóvember síðastliðinn skrifar Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, pistil þar sem hún lýsir yfir áhyggjum sínum af virðingarleysi foreldra gagnvart skólaskyldu og að foreldrar taki leyfi í gríð og erg til að geta sólað sig á baðströndum Tenerife. Ég tek undir með Katrínu að mikilvægt er að virðing ríki fyrir skólaskyldu barna, en eins og í hjónabandi þarf virðing að vera gagnkvæm svo hægt sé að tala um að slíkt sé ríkjandi. Ef rýna á í fjarvistir nemenda frá lögbundinni skólaskyldu er mikilvægt að þeir sem veita slíka þjónustu séu einnig teknir til skoðunar. Hjá nemanda sem sækir lögbundna þjónustu frá Reykjavíkurborg eru aðeins skráð inn veikindi og leyfi í hans skólaferli. Hvað með forföll í kennslu barna? Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið frá Skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar eru engar verkreglur um hvernig tilkynna eigi forráðamönnum forföll í kennslu. Ég á barn á unglingastigi sem sækir lögbundna þjónustu frá Reykjavíkurborg og á þeim 14 vikum sem liðnar eru af þessu skólaári hafa 30 kennslustundir fallið niður. Upplýsingar um forföll í kennslu hjá mínu barni þurfti sérstaklega að taka saman eftir að ég óskaði eftir þeim. Þær upplýsingar sem ég fékk frá stjórnendum skólans eru að þau hafi óskað eftir fjármagni til þess að mæta þessum forföllum í kennslu, en hefði verið hafnað á rökum sparnaðar. Katrín Sigríður hefur óskað eftir því að Mennta- og barnamálaráðuneytið skoði sérstaklega svart á hvítu tölfræði fjarvista hjá nemendum yfir skólaárið. Mér þætti vænt um að einnig væru skoðuð forföll í kennslu í skólum svo hægt sé að rýna í virðingu gagnvart skólakerfinu með tölfræðilega réttmætum hætti. Höfundur er móðir og kennari.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun