Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar 25. nóvember 2025 08:02 „Heyrðu, eigum við ekki bara að skella okkur á tónleika í kvöld?“ spyr ungur maður vin sinn. „Hljómar vel, er eitthvað í gangi á Kex?“ svarar vinurinn. „Nei, þeir halda enga tónleika lengur, eru bara hostel.“ – „Ok, hvað með Lemmys?“ halda þeir áfram. „Nei, það virkar ekki heldur. Borgin bannaði þeim að halda tónleika á útisvæðinu sínu“ – „Jesús, ok, hvað með Bird?“ spyr vinurinn, orðinn frekar pirraður. „Nei, þeir eru að loka, reksturinn gekk ekki.“ Þetta kann að hljóma eins og útdráttur úr frekar niðurdrepandi bók en þetta er því miður blákaldur veruleikinn í dag. Staðan er orðin slík að rekstur bara, veitingastaða og skemmtistaða er ekki bara hark og erfiði, hann er orðinn nær ómögulegur. Á sama tíma og við sem samfélag ræðum aftur og aftur um skort á mannlegum tengingum á gervihnattaöld, að ungt fólk sé að einangrast og líti ekki upp úr símunum sínum og öll þau neikvæðu áhrif á geðheilsu ungs fólks sem þetta hefur þá erum við sem samfélag að gera okkar allra besta til þess að drepa marga þá staði þar sem ungt fólk kemur saman í raunheimum. Dæmin frá sögunni í upphafi eru bara lítill hluti af þeim ótalmörgu dæmum frá síðustu árum þar sem rekstur slíkra staða hefur annar hvort verið skertur eða lagður af alfarið. Þótt það hafi alltaf verið, og muni sennilega alltaf vera, ákveðið hark að reka skemmtistaði þá getum við sem samfélag ákveðið að gera það fýsilegra - eða ekki. Staðan er sú að bæði ríki og sveitarfélög virðast staðráðin í að ganga að þessum stöðum dauðum, aðgerðir þeirra er allavega erfitt að skilja öðruvísi. Áfengisgjöld hækka á hverju ári, kjarasamningar taka engin mið af raunveruleika greinarinnar, heilbrigðiseftirlitið bannar stöðum að opna fyrir litlar sakir, leyfisveitingakerfið tekur marga mánuði en ekki fær rekstraraðilinn afslátt af leigu þann tíma, nágrannar staða í miðbæ Reykjavíkur fá að ráðskast með reksturinn sökum “hljóðmengunar” og svo mætti lengi telja áfram. Við í Uppreisn biðlum til stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, að einsetja sér að vera í liði með atvinnulífinu og þeim rekstraraðilum sem leggja allt sitt undir til að auðga líf og menningu í borgum og bæjum landsins. Það eru ótalmargar aðgerðir sem hægt væri að ráðast í til þess að gera það. Að lækka áfengisgjaldið, einfalda regluverkið og leyfisveitingaferlið, heimila opnun staða áður en öll tilskilin leyfi eru komin í hús og endurhugsa nábýlisréttinn á stöðum eins og miðbæ Reykjavíkur væri sem dæmi góð byrjun. En fyrst og fremst þarf ákveðna viðhorfsbreytingu. Við þurfum að hvetja fólk til að fara í rekstur frekar en að letja, við þurfum að temja okkur að segja „já, og“ frekar „nei, en“ og við þurfum að átta okkur á því að líf og menning gerist ekki að sjálfu sér. Við þurfum öll að hlúa að henni saman, en ekki bara að treysta á að einhver annar reddi henni fyrir okkur. Oddgeir Páll Georgsson, Sverrir Páll Einarsson, Una Rán Tjörvadóttir, María Malmquist, Arnar Steinn Þórarinsson, Hjördís Lára Hlíðberg, Ísak Leon Júlíusson og Úlfur Atli Stefaníuson. Höfundar skipa stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
„Heyrðu, eigum við ekki bara að skella okkur á tónleika í kvöld?“ spyr ungur maður vin sinn. „Hljómar vel, er eitthvað í gangi á Kex?“ svarar vinurinn. „Nei, þeir halda enga tónleika lengur, eru bara hostel.“ – „Ok, hvað með Lemmys?“ halda þeir áfram. „Nei, það virkar ekki heldur. Borgin bannaði þeim að halda tónleika á útisvæðinu sínu“ – „Jesús, ok, hvað með Bird?“ spyr vinurinn, orðinn frekar pirraður. „Nei, þeir eru að loka, reksturinn gekk ekki.“ Þetta kann að hljóma eins og útdráttur úr frekar niðurdrepandi bók en þetta er því miður blákaldur veruleikinn í dag. Staðan er orðin slík að rekstur bara, veitingastaða og skemmtistaða er ekki bara hark og erfiði, hann er orðinn nær ómögulegur. Á sama tíma og við sem samfélag ræðum aftur og aftur um skort á mannlegum tengingum á gervihnattaöld, að ungt fólk sé að einangrast og líti ekki upp úr símunum sínum og öll þau neikvæðu áhrif á geðheilsu ungs fólks sem þetta hefur þá erum við sem samfélag að gera okkar allra besta til þess að drepa marga þá staði þar sem ungt fólk kemur saman í raunheimum. Dæmin frá sögunni í upphafi eru bara lítill hluti af þeim ótalmörgu dæmum frá síðustu árum þar sem rekstur slíkra staða hefur annar hvort verið skertur eða lagður af alfarið. Þótt það hafi alltaf verið, og muni sennilega alltaf vera, ákveðið hark að reka skemmtistaði þá getum við sem samfélag ákveðið að gera það fýsilegra - eða ekki. Staðan er sú að bæði ríki og sveitarfélög virðast staðráðin í að ganga að þessum stöðum dauðum, aðgerðir þeirra er allavega erfitt að skilja öðruvísi. Áfengisgjöld hækka á hverju ári, kjarasamningar taka engin mið af raunveruleika greinarinnar, heilbrigðiseftirlitið bannar stöðum að opna fyrir litlar sakir, leyfisveitingakerfið tekur marga mánuði en ekki fær rekstraraðilinn afslátt af leigu þann tíma, nágrannar staða í miðbæ Reykjavíkur fá að ráðskast með reksturinn sökum “hljóðmengunar” og svo mætti lengi telja áfram. Við í Uppreisn biðlum til stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, að einsetja sér að vera í liði með atvinnulífinu og þeim rekstraraðilum sem leggja allt sitt undir til að auðga líf og menningu í borgum og bæjum landsins. Það eru ótalmargar aðgerðir sem hægt væri að ráðast í til þess að gera það. Að lækka áfengisgjaldið, einfalda regluverkið og leyfisveitingaferlið, heimila opnun staða áður en öll tilskilin leyfi eru komin í hús og endurhugsa nábýlisréttinn á stöðum eins og miðbæ Reykjavíkur væri sem dæmi góð byrjun. En fyrst og fremst þarf ákveðna viðhorfsbreytingu. Við þurfum að hvetja fólk til að fara í rekstur frekar en að letja, við þurfum að temja okkur að segja „já, og“ frekar „nei, en“ og við þurfum að átta okkur á því að líf og menning gerist ekki að sjálfu sér. Við þurfum öll að hlúa að henni saman, en ekki bara að treysta á að einhver annar reddi henni fyrir okkur. Oddgeir Páll Georgsson, Sverrir Páll Einarsson, Una Rán Tjörvadóttir, María Malmquist, Arnar Steinn Þórarinsson, Hjördís Lára Hlíðberg, Ísak Leon Júlíusson og Úlfur Atli Stefaníuson. Höfundar skipa stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun