Lífið

„Mér finnst þessi veg­ferð okkar ó­trú­lega glæsi­leg“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Bolli og Berglind fagna tíu ára sambandafmæli sínu í dag.
Bolli og Berglind fagna tíu ára sambandafmæli sínu í dag. Instagram

Grínistinn og útvarpsmaðurinn Bolli Már Bjarnason og leikkonan Berglind Halla Elíasdóttir, fagna tíu ára sambandsafmæli sínu í dag. Í tilefni þess birti Bolli einlægi færslu á samfélagsmiðlum.

„Saman í heilan áratug. Tíu ár af öflugu samstarfi og einstakri vináttu, ég elska þig, Berglind mín. Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg. Skál fyrir okkur!“ skrifaði Bolli við færsluna og deildi fallegum myndum af þeim saman undanfarin ár.

Bolli og Berglind eiga saman eina stelpu, Kristínu Jónu, sem er fjögurra ára.

Bolli Már starfar sem útvarpsmaður á K100 og hefur á skömmum tíma fest sig í sessi sem einn áberandi grínisti landsins. Hann kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2023 og hefur síðan ferðast um landið með sýningum sínum, auk þess að skemmta hjá fjölmörgum fyrirtækjum, bæði í uppistandi og sem veislustjóri.

Berglind útskrifaðist af leiklistarbraut Listaháskóla Íslands árið 2019. Árið 2020 hlaut hún listamannalaun með sviðslistahópnum Sómi Þjóðar fyrir verkið Lokasýningin eða MARA. Hún hefur verið rödd Örnu mjólkurvara frá 2019 og talsett fyrir Íslenskt lambakjöt, Local-salat, Löður og fjölbreytt fræðslu- og barnaefni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.