Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lovísa Arnardóttir skrifar 26. nóvember 2025 06:45 Elísabet segir það mikinn kost að konur á Íslandi geti valið hvar þær fæða sín börn og að þjónusta við fæðingar og meðgönguvernd sé algjörlega gjaldfrjáls. Vísir/Vilhelm Elísabet Heiðarsdóttir, leiðtogi ljósmæðra hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir ljósmæður sem sinna meðgönguvernd á Íslandi vilja hitta allar konur sem eigi von á barni. Sama hvar og hvernig þær ætla að fæða sín börn. Hún segir þjónustuna algjörlega á forsendum konunnar og harmar að einhverjar konur, þó fáar séu, vilji frekar fæða börnin sín ein og afþakka meðgönguvernd. Fjallað var í gær um það að vitað sé til þess að á Íslandi hafi á síðasta ári fæðst níu börn án aðkomu fagfólks og að árið á undan hafi þau verið sex. Fjallað var um það í tengslum við rannsókn blaðamanna breska miðilsins á Free Birth-hreyfingunni, FBS, þar sem konur afþakka hvers kyns þjónustu frá heilbrigðiskerfinu meðan á meðgöngu stendur og í fæðingu. Hreyfingin byggir á því að meðganga og fæðing séu náttúrulegt ferli og að inngrip geti valdið truflun og skaða. Í rannsókn Guardian var rætt við átján mæður sem upplifðu andvana fæðingu seint á meðgöngu, nýburadauða eða önnur alvarleg tilvik sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir hefðu þær eða fæðingarhjálp þeirra ekki verið undir áhrifum hreyfingarinnar. Elísabet segir börn einhverra þessara níu kvenna sem fæddu án aðkomu fagfólks hafa sömuleiðis afþakkað meðgönguvernd. „En þetta eru sem betur fáar konur. Ég get ekki sagt að þetta sé eitthvað sem við séum að finna fyrir, að það sé einhver bylgja af konum sem eru ekki að þiggja mæðravernd,“ segir hún og að konur séu mjög meðvitaðar í dag um rétt sinn og að mæðravernd sé valkvæð. „Það er mikilvægt að það komi fram í þessari umræðu að þó að maður komi í mæðravernd, skrái sig í mæðravernd og hitti ljósmóður þá er engin kona þvinguð til að þiggja þessa eða hinu skimunina. Við viljum fá allar konur í meðgönguvernd til að eiga við þær samtal og heyra hvað þær eru að hugsa, og ef konan hefur hugsað sér að fæða ein, þá viljum við samt líka hitta þær.“ Yfirsetukona í stað ljósmóður Elísabet segist í þessari umræðu verða hugsað til þess að þegar meðgönguvernd og fæðingarþjónusta hafi almennt ekki verið í boði. Þó að konur hafi verið að fæða börnin heima hafi alltaf verið kölluð til svokölluð yfirsetukona, kona sem var vön að taka á móti börnum og þekkti til. „Af þér vilt þú hafa einhvern sem hefur einhverja þekkingu á fæðingum til þess að vera hjá þér. Það er hluti af hugmyndafræði ljósmóðurfræðinnar að forðast óþarfa inngrip og við viljum alltaf að konan sé örugg og líði vel.“ Elísabet bendir á að meðgönguverndin hafi byrjað þannig að ákveðið hafi verið að skima fyrir meðgöngueitrun og það sé enn gert í dag. Það sé sem betur fer sjaldgæfur sjúkdómur en komi reglulega upp. Meðgöngueitrun er til dæmis sjúkdómur sem getur orðið mjög alvarlegur, getur endað með fæðingarkrampa,“ segir hún og að fáir heyri um það í dag því eftirlitið sé svo gott að oftast sé komið í veg fyrir að meðgöngueitrun verði svo alvarleg. Meðgöngueitrun er meðhöndluð með háþrýstingslyfjum eða fæðing jafnvel sett fyrr af stað. „Í hverjum einasta meðgönguverndartíma mælum við blóðþrýsting og athugum prótein í þvagi. Við erum að skima fyrir þessum sjúkdómi og ef það koma merki um hann þá grípum við inn í.“ Sónar öruggur fyrir konur og börn Elísabet segir meðgönguverndina hafa þróast frá þessum tíma og í dag sé aukin fræðsla og skimað fyrir fleiri hlutum en þetta sé eitt dæmi um það hvers vegna sé mikilvægt að sinna eftirliti á meðgöngu. Í umfjöllun Guardian kom meðal annars fram að talskonur FSB-hreyfingarinnar hafi ranglega haldið því fram að sónar geti skaðað börn á meðgöngu. Elísabet tekur undir það og segir það alrangt að það geti skaðað börn. Það sé fullkomlega öruggt. „Sónar er öruggur. Við erum frekar íhaldssöm á Íslandi miðað við margar þjóðir. Öllum konum er boðið í einn sónar gjaldfrjálst,“ segir hún og á við sónar á tuttugustu viku en að flestar konur þiggi auk þess að fara í sónar á tólfu viku. Á vef Heilsuveru segir að fósturskimun sé almenn leit að frávikum. Skimað sé fyrir sköpulagsgöllum hjá fóstrinu og líkur á litningafrávikum metnar. „Fósturskimun er gerð með ómskoðun með eða án blóðsýnatöku hjá verðandi móður. Fósturskimun er ekki talin skaðleg móður eða barni. Boðið er upp á fósturskimun við 11–14 vikur og 20 vikur. Það er val verðandi foreldra hvort þeir þiggja fósturskimun/rannsókn,“ segir enn fremur. Elísabet segir þessa umræðu auðvitað verða til þess að ljósmæður og þau sem sinna fæðingarþjónustu verði að líta eigi barm og hugsa vandlega um það af hverju konur ákveði að fara þessa leið. Af hverju konur velji að vera einar í stað þess að hafa ljósmóður með sér sem kostar ekki neitt. Í viðtölum við konur sem hafa farið þá leið að fæða börn sín án aðkomu fagfólks hefur komið fram að þær hafi, til dæmis, átt erfiða reynslu í fyrri fæðingu eða hafi upplifað að valdið hafi verið tekið af þeim í fæðingu. „Við viljum alltaf hafa það að leiðarljósi að mæta hverri konu þar sem hún er stödd. Það er auðvitað alltaf ömurlegt að heyra þegar kona hefur átt erfiða fæðingarupplifun, alveg sama hver ástæðan fyrir því er. Þess vegna finnst okkur það skipta mjög miklu máli að þær komi í meðgönguverndina og hitti ljósmóður snemma á næstu meðgöngu, einmitt þannig að það sé hægt að vinna úr erfiðri reynslu.“ Það sé mikilvægt að öll tilvik séu skráð. „Við viljum heyra hvað konan hefur að segja þannig að hægt sé að gera betur næst. Það að hafa eina neikvæða fæðingarreynslu þýðir ekkert endilega að sú næsta verði ekki betri. Konur hafa svo marga aðra möguleika og við viljum heyra ef það er eitthvað sem konan er ekki ánægð með eða situr í henni og fara yfir það og skoða aðra möguleika og hvað myndi kannski henta henni best á þessari meðgöngu og í þessari fæðingu.“ Hún segir það mikinn kost að á Íslandi geti konur valið sér fæðingarstað. „Ef þær eiga erfiða reynslu á einum stað þá erum við svo heppin á Íslandi að öll fæðingarþjónusta er gjaldfrjáls og konur geta valið hvort þær fæði á spítala, á fæðingarheimili eða að fæða heima með aðstoð ljósmóður. Ef þær ákváðu að fæða heima þá geta þær valið hvaða ljósmóður þær vilja og geta hitt hana snemma á meðgöngunni og myndað ákveðin tengsl.“ Elísabet segir þjónustuna mjög góða og tölur síðustu ára hvað varðar útkomuna bæði barna og mæðra sanni það. „Heilt yfir held ég að við séum með ótrúlega góða þjónustu og tölurnar okkar sýna það.“ Fæðingarorlof Börn og uppeldi Meðganga Heilbrigðismál Jafnréttismál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Fjallað var í gær um það að vitað sé til þess að á Íslandi hafi á síðasta ári fæðst níu börn án aðkomu fagfólks og að árið á undan hafi þau verið sex. Fjallað var um það í tengslum við rannsókn blaðamanna breska miðilsins á Free Birth-hreyfingunni, FBS, þar sem konur afþakka hvers kyns þjónustu frá heilbrigðiskerfinu meðan á meðgöngu stendur og í fæðingu. Hreyfingin byggir á því að meðganga og fæðing séu náttúrulegt ferli og að inngrip geti valdið truflun og skaða. Í rannsókn Guardian var rætt við átján mæður sem upplifðu andvana fæðingu seint á meðgöngu, nýburadauða eða önnur alvarleg tilvik sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir hefðu þær eða fæðingarhjálp þeirra ekki verið undir áhrifum hreyfingarinnar. Elísabet segir börn einhverra þessara níu kvenna sem fæddu án aðkomu fagfólks hafa sömuleiðis afþakkað meðgönguvernd. „En þetta eru sem betur fáar konur. Ég get ekki sagt að þetta sé eitthvað sem við séum að finna fyrir, að það sé einhver bylgja af konum sem eru ekki að þiggja mæðravernd,“ segir hún og að konur séu mjög meðvitaðar í dag um rétt sinn og að mæðravernd sé valkvæð. „Það er mikilvægt að það komi fram í þessari umræðu að þó að maður komi í mæðravernd, skrái sig í mæðravernd og hitti ljósmóður þá er engin kona þvinguð til að þiggja þessa eða hinu skimunina. Við viljum fá allar konur í meðgönguvernd til að eiga við þær samtal og heyra hvað þær eru að hugsa, og ef konan hefur hugsað sér að fæða ein, þá viljum við samt líka hitta þær.“ Yfirsetukona í stað ljósmóður Elísabet segist í þessari umræðu verða hugsað til þess að þegar meðgönguvernd og fæðingarþjónusta hafi almennt ekki verið í boði. Þó að konur hafi verið að fæða börnin heima hafi alltaf verið kölluð til svokölluð yfirsetukona, kona sem var vön að taka á móti börnum og þekkti til. „Af þér vilt þú hafa einhvern sem hefur einhverja þekkingu á fæðingum til þess að vera hjá þér. Það er hluti af hugmyndafræði ljósmóðurfræðinnar að forðast óþarfa inngrip og við viljum alltaf að konan sé örugg og líði vel.“ Elísabet bendir á að meðgönguverndin hafi byrjað þannig að ákveðið hafi verið að skima fyrir meðgöngueitrun og það sé enn gert í dag. Það sé sem betur fer sjaldgæfur sjúkdómur en komi reglulega upp. Meðgöngueitrun er til dæmis sjúkdómur sem getur orðið mjög alvarlegur, getur endað með fæðingarkrampa,“ segir hún og að fáir heyri um það í dag því eftirlitið sé svo gott að oftast sé komið í veg fyrir að meðgöngueitrun verði svo alvarleg. Meðgöngueitrun er meðhöndluð með háþrýstingslyfjum eða fæðing jafnvel sett fyrr af stað. „Í hverjum einasta meðgönguverndartíma mælum við blóðþrýsting og athugum prótein í þvagi. Við erum að skima fyrir þessum sjúkdómi og ef það koma merki um hann þá grípum við inn í.“ Sónar öruggur fyrir konur og börn Elísabet segir meðgönguverndina hafa þróast frá þessum tíma og í dag sé aukin fræðsla og skimað fyrir fleiri hlutum en þetta sé eitt dæmi um það hvers vegna sé mikilvægt að sinna eftirliti á meðgöngu. Í umfjöllun Guardian kom meðal annars fram að talskonur FSB-hreyfingarinnar hafi ranglega haldið því fram að sónar geti skaðað börn á meðgöngu. Elísabet tekur undir það og segir það alrangt að það geti skaðað börn. Það sé fullkomlega öruggt. „Sónar er öruggur. Við erum frekar íhaldssöm á Íslandi miðað við margar þjóðir. Öllum konum er boðið í einn sónar gjaldfrjálst,“ segir hún og á við sónar á tuttugustu viku en að flestar konur þiggi auk þess að fara í sónar á tólfu viku. Á vef Heilsuveru segir að fósturskimun sé almenn leit að frávikum. Skimað sé fyrir sköpulagsgöllum hjá fóstrinu og líkur á litningafrávikum metnar. „Fósturskimun er gerð með ómskoðun með eða án blóðsýnatöku hjá verðandi móður. Fósturskimun er ekki talin skaðleg móður eða barni. Boðið er upp á fósturskimun við 11–14 vikur og 20 vikur. Það er val verðandi foreldra hvort þeir þiggja fósturskimun/rannsókn,“ segir enn fremur. Elísabet segir þessa umræðu auðvitað verða til þess að ljósmæður og þau sem sinna fæðingarþjónustu verði að líta eigi barm og hugsa vandlega um það af hverju konur ákveði að fara þessa leið. Af hverju konur velji að vera einar í stað þess að hafa ljósmóður með sér sem kostar ekki neitt. Í viðtölum við konur sem hafa farið þá leið að fæða börn sín án aðkomu fagfólks hefur komið fram að þær hafi, til dæmis, átt erfiða reynslu í fyrri fæðingu eða hafi upplifað að valdið hafi verið tekið af þeim í fæðingu. „Við viljum alltaf hafa það að leiðarljósi að mæta hverri konu þar sem hún er stödd. Það er auðvitað alltaf ömurlegt að heyra þegar kona hefur átt erfiða fæðingarupplifun, alveg sama hver ástæðan fyrir því er. Þess vegna finnst okkur það skipta mjög miklu máli að þær komi í meðgönguverndina og hitti ljósmóður snemma á næstu meðgöngu, einmitt þannig að það sé hægt að vinna úr erfiðri reynslu.“ Það sé mikilvægt að öll tilvik séu skráð. „Við viljum heyra hvað konan hefur að segja þannig að hægt sé að gera betur næst. Það að hafa eina neikvæða fæðingarreynslu þýðir ekkert endilega að sú næsta verði ekki betri. Konur hafa svo marga aðra möguleika og við viljum heyra ef það er eitthvað sem konan er ekki ánægð með eða situr í henni og fara yfir það og skoða aðra möguleika og hvað myndi kannski henta henni best á þessari meðgöngu og í þessari fæðingu.“ Hún segir það mikinn kost að á Íslandi geti konur valið sér fæðingarstað. „Ef þær eiga erfiða reynslu á einum stað þá erum við svo heppin á Íslandi að öll fæðingarþjónusta er gjaldfrjáls og konur geta valið hvort þær fæði á spítala, á fæðingarheimili eða að fæða heima með aðstoð ljósmóður. Ef þær ákváðu að fæða heima þá geta þær valið hvaða ljósmóður þær vilja og geta hitt hana snemma á meðgöngunni og myndað ákveðin tengsl.“ Elísabet segir þjónustuna mjög góða og tölur síðustu ára hvað varðar útkomuna bæði barna og mæðra sanni það. „Heilt yfir held ég að við séum með ótrúlega góða þjónustu og tölurnar okkar sýna það.“
Fæðingarorlof Börn og uppeldi Meðganga Heilbrigðismál Jafnréttismál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent