Handbolti

„Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Arnar Pétursson leggur áherslu á mikilvægi þess að nýta stórleikinn til að byggja liðið upp.
Arnar Pétursson leggur áherslu á mikilvægi þess að nýta stórleikinn til að byggja liðið upp. vísir / hulda margrét

„Þetta mun reyna á, á öllum sviðum“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson fyrir opnunarleikinn á HM gegn Þýskalandi, sem fer fram síðar í dag.

Arnar leggur mikið upp úr því að undirbúa liðið andlega fyrir átökin.

„Við þurfum að búa okkur undir það að hér verða sex þúsund manns í höllinni og við erum að mæta mjög sterku liði. Það verða augnablik þar sem mun reyna meira á okkur en við erum vanar.“

Líklegar til að fara alla leið

Þýskaland hefur verið á góðum uppgangi undanfarin ár og spilar á heimavelli á HM, sem gerir liðið mjög sigurstranglegt á mótinu.

„Við þurfum að vera tilbúin að berjast við þennan risa, hafa hugrekki til að fara í bardaga við hann aftur og aftur og aftur.

Alveg sama hvað hann særir okkur þá verðum við að þora aftur í hann.“

Snýst um að njóta og leggja í reynslubankann

Þó aðstæðurnar séu frekar ógnvænlegar og Ísland ekki líklegt til sigurs segir Arnar mikilvægt að nýta þennan leik til að byggja liðið upp og vonar að liðið njóti sín í leiðinni.

„Við þurfum að njóta þess að vera í þessum aðstæðum. Auðvitað er einfalt að segja það, og við vitum alveg að kitlið er þarna, það stress fyrir þessu, en við þurfum að reyna að finna gleðina í þessum aðstæðum. 

Því þessi leikur, fyrir þetta unga lið, mun alltaf nýtast sem reynsla inn í það sem við erum að gera í framtíðinni.“

Klippa: Arnar Pétursson um línulausa risann Þýskaland

Opnunarleikur Þýskalands og Íslands hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 


Tengdar fréttir

Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun

Elísa Elíasdóttir og Andrea Jacobsen munu að öllum líkindum ekki taka þátt í opnunarleiknum á HM vegna meiðslanna sem hafa plagað þær síðustu vikur. 

„Við vinnum mjög vel saman“

Hafdís Renötudóttir er mætt á sitt þriðja stórmót með íslenska landsliðinu í handbolta og segir það ganga vel að venjast þeim miklu breytingum sem hafa orðið á hópnum.

„Búið að vera stórt markmið hjá mér“

Eftir langan dag á ferð og flugi eru stelpurnar okkar mættar til Stuttgart, þar sem þær spila á heimsmeistaramótinu í handbolta næstu daga. Nýliðanum í hópnum líst vel á verkefnið og þakkar fjölskyldunni fyrir að koma til Þýskalands með svo skömmum fyrirvara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×