Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar 26. nóvember 2025 12:32 Ég hef alltaf haft dálæti á tölum, kannski vegna þess að ég er líka viðskiptafræðingur að mennt. Tölfræði vekur forvitni og hjálpar mér að skilja hvernig samfélagið þróast. Ég fylgist reglulega með gögnum úr stjórnsýslunni og hef mikið gagn af því. Einmitt þess vegna fann ég mig knúna til að staldra við þegar dómsmálaráðuneytið birti nýlega skýrslu starfshóps um þróun útgáfu dvalarleyfa og misræmi við önnur Norðurlönd, þar eru m.a. upplýsingar um dvalarleyfi námsmanna. Framsetningin á tölunum er hins vegar bæði óljós og mögulega villandi. Í skýrslunni er því haldið fram að fjöldi umsókna um dvalarleyfa námsmanna „frá Afríku“ eða „frá Asíu“ hafi tvö- til þrefaldast. Þetta hljómar eins og mikil aukning, eins og verið sé að lýsa bylgju sem skellur á landinu. En þá vaknar spurning sem hvert tölfræðinörd myndi spyrja: Hvað felst raunverulega í þessum tölum? Afríka er 54 lönd, hvert með sína sérstöðu. Asía nær yfir rúman helming mannkyns. Að setja þessi svæði fram sem eina tölfræðieiningu er eins og að segja: „Evrópa kemur í nám til Íslands“ – og draga síðan ályktanir af því um aldur, ástæður og aðstæður stórra, fjölbreyttra hópa. Þannig er ekki ábyrg tölfræðinálgun né ábyrg stjórnsýsla. Mér þótti sérstaklega athyglisvert að prósentur eru notaðar án þess að gefa upp grunnstærðir. „Tvöföldun“ eða „þreföldun“ hljómar stórt – en án heildartölu er myndin ófullkomin. Var upphafsfjöldinn 15 manns? 50? 200? Lítil sveifla í litlum hópi getur litið út eins og stórkostleg breyting þegar hún er sett fram í prósentum. Þetta er grunnatriði í tölfræði og stjórnunarfræðum: samhengi skiptir miklu máli þegar prósentur eru settar fram. Í skýrslunni er einnig tekið fram að margir nemendur frá Afríku séu eldri en þrítugir. Það er rétt – en skýringin er einföld. Þetta eru oft einstaklingar í framhaldsnámi, margir í doktorsnámi, fólk sem hefur verið á vinnumarkaði áður en það fer í háskólanám, eða einstaklingar sem hafa þurft að fresta menntun vegna stríðs eða óstöðugleika. En þegar samhengi er ekki gefið má auðveldlega mistúlka slíkar upplýsingar sem menningarlegt „frávik“. Það sem gleymist oft í svona umræðu er að tölurnar fjalla ekki um strauma, hópa eða bylgjur – heldur um fólk. Fólk sem kemur hingað í leit að menntun, tækifærum og framtíð. Ég hef unnið með og fyrir erlenda nemendur og séð hvað þau leggja mikið af mörkum í íslenskum háskólum og samfélagi. Fjölgun umsókna er ekki vandamál í sjálfu sér – en mistúlkun þeirra getur orðið það. Umræðan þarf að byggja á staðreyndum, ekki hræðslu. Tölfræði getur lýst veruleikanum, en aðeins ef hún er sett fram af ábyrgð. Þegar gögn eru stílfærð þannig að þau hljóma dramatísk án þess að segja rétta sögu, þá er hætt við að túlkunin verði misvísandi – og röng túlkun bitnar jafnan á þeim sem hafa minnsta rödd í samfélaginu. Ég hef dálæti á tölum. En ég elska líka sannleikann sem á að liggja á bak við þær. Þegar opinberar stofnanir fjalla um fólk sem kemur hingað í nám ber þeim skylda til að gera það af nákvæmni, varfærni og virðingu. Höfundur stýrir verkefni opinbera háskóla „Inngilding í íslenska háskólasamfélagi“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf haft dálæti á tölum, kannski vegna þess að ég er líka viðskiptafræðingur að mennt. Tölfræði vekur forvitni og hjálpar mér að skilja hvernig samfélagið þróast. Ég fylgist reglulega með gögnum úr stjórnsýslunni og hef mikið gagn af því. Einmitt þess vegna fann ég mig knúna til að staldra við þegar dómsmálaráðuneytið birti nýlega skýrslu starfshóps um þróun útgáfu dvalarleyfa og misræmi við önnur Norðurlönd, þar eru m.a. upplýsingar um dvalarleyfi námsmanna. Framsetningin á tölunum er hins vegar bæði óljós og mögulega villandi. Í skýrslunni er því haldið fram að fjöldi umsókna um dvalarleyfa námsmanna „frá Afríku“ eða „frá Asíu“ hafi tvö- til þrefaldast. Þetta hljómar eins og mikil aukning, eins og verið sé að lýsa bylgju sem skellur á landinu. En þá vaknar spurning sem hvert tölfræðinörd myndi spyrja: Hvað felst raunverulega í þessum tölum? Afríka er 54 lönd, hvert með sína sérstöðu. Asía nær yfir rúman helming mannkyns. Að setja þessi svæði fram sem eina tölfræðieiningu er eins og að segja: „Evrópa kemur í nám til Íslands“ – og draga síðan ályktanir af því um aldur, ástæður og aðstæður stórra, fjölbreyttra hópa. Þannig er ekki ábyrg tölfræðinálgun né ábyrg stjórnsýsla. Mér þótti sérstaklega athyglisvert að prósentur eru notaðar án þess að gefa upp grunnstærðir. „Tvöföldun“ eða „þreföldun“ hljómar stórt – en án heildartölu er myndin ófullkomin. Var upphafsfjöldinn 15 manns? 50? 200? Lítil sveifla í litlum hópi getur litið út eins og stórkostleg breyting þegar hún er sett fram í prósentum. Þetta er grunnatriði í tölfræði og stjórnunarfræðum: samhengi skiptir miklu máli þegar prósentur eru settar fram. Í skýrslunni er einnig tekið fram að margir nemendur frá Afríku séu eldri en þrítugir. Það er rétt – en skýringin er einföld. Þetta eru oft einstaklingar í framhaldsnámi, margir í doktorsnámi, fólk sem hefur verið á vinnumarkaði áður en það fer í háskólanám, eða einstaklingar sem hafa þurft að fresta menntun vegna stríðs eða óstöðugleika. En þegar samhengi er ekki gefið má auðveldlega mistúlka slíkar upplýsingar sem menningarlegt „frávik“. Það sem gleymist oft í svona umræðu er að tölurnar fjalla ekki um strauma, hópa eða bylgjur – heldur um fólk. Fólk sem kemur hingað í leit að menntun, tækifærum og framtíð. Ég hef unnið með og fyrir erlenda nemendur og séð hvað þau leggja mikið af mörkum í íslenskum háskólum og samfélagi. Fjölgun umsókna er ekki vandamál í sjálfu sér – en mistúlkun þeirra getur orðið það. Umræðan þarf að byggja á staðreyndum, ekki hræðslu. Tölfræði getur lýst veruleikanum, en aðeins ef hún er sett fram af ábyrgð. Þegar gögn eru stílfærð þannig að þau hljóma dramatísk án þess að segja rétta sögu, þá er hætt við að túlkunin verði misvísandi – og röng túlkun bitnar jafnan á þeim sem hafa minnsta rödd í samfélaginu. Ég hef dálæti á tölum. En ég elska líka sannleikann sem á að liggja á bak við þær. Þegar opinberar stofnanir fjalla um fólk sem kemur hingað í nám ber þeim skylda til að gera það af nákvæmni, varfærni og virðingu. Höfundur stýrir verkefni opinbera háskóla „Inngilding í íslenska háskólasamfélagi“.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun