Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar 26. nóvember 2025 14:01 Veturinn er genginn í garð og þá er stutt í jólaskapið hjá landsmönnum. Fólk er eflaust farið að íhuga jólagjafir og í fjölmörgum tilfellum er tilvalið að versla þær á netinu, sérstaklega þegar okkur bjóðast tilboð. Stórir tilboðsdagar líkt og „Black-Friday“ sem er núna á föstudaginn 28. nóvember eða „Cyber Monday“ sem er á mánudaginn 1. desember, mynda fullkomið umhverfi fyrir svindlara á netinu. Þá ber að hafa í huga að á sama tíma og alvöru verslanir keppast við að bjóða afslætti og tilboð, eru svindlarar að setja upp falskar vefsíður, senda út villandi auglýsingar og lokka fólk til að gefa upp kortaupplýsingar sínar eða greiða fyrir vörur sem munu aldrei berast. Þannig verða hátíðirnar einn helsti uppskerutími svindlara á netinu og þá er sérstaklega mikilvægt að vera upplýstur og fara varlega við innkaupin. Hér eru nokkur atriði frá sérfræðingum í netöryggi sem er gott að hafa í huga til að forðast svindl þegar þú kaupir á netinu: Verslaðu aðeins á öruggum og traustum vefverslunum. Gakktu úr skugga um að slóðin byrji á https:// og að verslunin sé raunveruleg og þekkt. Þá skoðar þú hvort vefsíðan hefur raunverulegt heimilisfang, upplýsingar, umsagnir o.s.frv. Einnig er hægt að leita að vefversluninni í gegnum leitarvél til að skoða umsagnirnar nánar. Notaðu öruggan greiðslumáta með innbyggðri kaupendavernd. Kreditkort eða greiðsluþjónustur sem bjóða endurgreiðslu eru öruggari heldur er beinar millifærslur. ·Varaðu þig á vefveiðum (Phishing) og „of góðum“ tilboðum. Ef tilboðið virðist of gott til að vera satt, þá er það það yfirleitt. Ef tilboð kemur í tölvupósti eða á samfélagsmiðlum, EKKI smella á tengilinn. Farðu frekar sjálf(ur) beint á vefsíðu verslunarinnar sem þú þekkir fremur en að smella á auglýsingu. Gefðu þér tíma og hægðu á þér. Svindlarar reiða sig á streitu, hraða og tilfinningu um að "missa af" (FOMO). Svindlarar nýta einnig hátíðartilboð eins og Black Friday og Cyber Monday til að hvetja til skyndikaupa. Ef verðtilboðið virkar „of gott til að vera satt“ - þá skaltu skoða betur. Verslaðu aðeins í gegnum öruggt net. Forðastu opinber Wi-Fi net og notaðu frekar farsímanet eða VPN þegar þú verslar. Að nota farsímagögn (4G/5G) er alltaf öruggara en ókeypis, opið Wi-Fi þegar þú slærð inn kortaupplýsingar. Með því að hafa varann á getur þú notið jólanna án þess að láta svindla á þér. Gefðu þér tíma til að skoða verslanir og tilboð, ekki treysta öllum auglýsingum og póstum og notaðu öruggan greiðslumáta. Það er alltaf betra að staldra við í eina mínútu og vera viss – heldur en að missa bæði peninginn og jólaandann. Höfundur hefur fimmtán ára reynslu í upplýsingatækni og netöryggi og er sölustjóri Nanitor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Veturinn er genginn í garð og þá er stutt í jólaskapið hjá landsmönnum. Fólk er eflaust farið að íhuga jólagjafir og í fjölmörgum tilfellum er tilvalið að versla þær á netinu, sérstaklega þegar okkur bjóðast tilboð. Stórir tilboðsdagar líkt og „Black-Friday“ sem er núna á föstudaginn 28. nóvember eða „Cyber Monday“ sem er á mánudaginn 1. desember, mynda fullkomið umhverfi fyrir svindlara á netinu. Þá ber að hafa í huga að á sama tíma og alvöru verslanir keppast við að bjóða afslætti og tilboð, eru svindlarar að setja upp falskar vefsíður, senda út villandi auglýsingar og lokka fólk til að gefa upp kortaupplýsingar sínar eða greiða fyrir vörur sem munu aldrei berast. Þannig verða hátíðirnar einn helsti uppskerutími svindlara á netinu og þá er sérstaklega mikilvægt að vera upplýstur og fara varlega við innkaupin. Hér eru nokkur atriði frá sérfræðingum í netöryggi sem er gott að hafa í huga til að forðast svindl þegar þú kaupir á netinu: Verslaðu aðeins á öruggum og traustum vefverslunum. Gakktu úr skugga um að slóðin byrji á https:// og að verslunin sé raunveruleg og þekkt. Þá skoðar þú hvort vefsíðan hefur raunverulegt heimilisfang, upplýsingar, umsagnir o.s.frv. Einnig er hægt að leita að vefversluninni í gegnum leitarvél til að skoða umsagnirnar nánar. Notaðu öruggan greiðslumáta með innbyggðri kaupendavernd. Kreditkort eða greiðsluþjónustur sem bjóða endurgreiðslu eru öruggari heldur er beinar millifærslur. ·Varaðu þig á vefveiðum (Phishing) og „of góðum“ tilboðum. Ef tilboðið virðist of gott til að vera satt, þá er það það yfirleitt. Ef tilboð kemur í tölvupósti eða á samfélagsmiðlum, EKKI smella á tengilinn. Farðu frekar sjálf(ur) beint á vefsíðu verslunarinnar sem þú þekkir fremur en að smella á auglýsingu. Gefðu þér tíma og hægðu á þér. Svindlarar reiða sig á streitu, hraða og tilfinningu um að "missa af" (FOMO). Svindlarar nýta einnig hátíðartilboð eins og Black Friday og Cyber Monday til að hvetja til skyndikaupa. Ef verðtilboðið virkar „of gott til að vera satt“ - þá skaltu skoða betur. Verslaðu aðeins í gegnum öruggt net. Forðastu opinber Wi-Fi net og notaðu frekar farsímanet eða VPN þegar þú verslar. Að nota farsímagögn (4G/5G) er alltaf öruggara en ókeypis, opið Wi-Fi þegar þú slærð inn kortaupplýsingar. Með því að hafa varann á getur þú notið jólanna án þess að láta svindla á þér. Gefðu þér tíma til að skoða verslanir og tilboð, ekki treysta öllum auglýsingum og póstum og notaðu öruggan greiðslumáta. Það er alltaf betra að staldra við í eina mínútu og vera viss – heldur en að missa bæði peninginn og jólaandann. Höfundur hefur fimmtán ára reynslu í upplýsingatækni og netöryggi og er sölustjóri Nanitor.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun