Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar 27. nóvember 2025 16:10 Um atvinnuþátttöku fólks 55 ára og eldri og ósýnilegu hindranirnar sem enginn vill ræða. Við erum alin upp við hugmyndina um að lífið eigi að fylgja ákveðinni röð: menntun, starfsframi, framgangur og „staða“. Það sem enginn sagði okkur er að um leið og við náum þeim aldri, einmitt þegar sjálfstraust, þekking og lífsreynsla nær hámarki, fer vinnumarkaðurinn að líta á þennan hóp eins og hann sé kominn fram yfir síðasta söludag, eða eins og stendur á mjólkurfernunni: „Best fyrir“. Málið er að við erum ekki orðin gömul, við erum ekki að hætta, heldur erum við á hátindi starfsævinnar. Samt sem áður er þetta sá aldur þegar róðurinn þyngist í atvinnuleit og atvinnuþróun. Þekking úreldist hratt Staðalímyndin um að eldra fólk fylgi ekki tækni og að þekking þess sé úrelt er útbreidd. Sannleikurinn er þó sá að tækniþróun nútímans er svo hröð að hvorki ungir né gamlir halda í við hana. Ný tækni í dag er gömul á morgun. Gervigreind er til dæmis ein stærsta tæknivæðing samtímans og verður sífellt stærri þáttur í lífi fólks. Störf breytast og hverfa en aldrei hefur verið jafn mikil þörf fyrir tilfinningagreind, innsæi og færni í mannlegum samskiptum. Slík hæfni er ekki „best fyrir“. Íslenskur vinnumarkaður hefur staðið sig vel en það er að breytast Hingað til hefur Ísland verið á meðal þeirra OECD-landa þar sem hlutfall atvinnuþátttöku eldra fólks er hvað hæst og við höfum verið stolt af því, og með réttu. En nú eru blikur á lofti um að landslagið sé að breytast hratt. Atvinnuleysi hefur aukist og rekstur fyrirtækja er krefjandi. Sífellt oftar heyrir maður af fyrirtækjum sem bjóða „snemmbúna eftirlaunasamninga“ til að „losa um“ fyrir yngra fólki. Það er mismunun, ekki mannauðsstefna. Sjónarhornið kyn – sem enn má ekki nefna upphátt Þrátt fyrir að undirrituð trúi því að jafnrétti kynja hafi aukist verulega í samfélaginu og sé á nokkuð góðum stað er ljóst að sumt breytist ekki nógu hratt. Í atvinnuviðtali var hún nýlega spurð: „Nú ert þú komin á þennan aldur, ertu farin að huga að starfslokum?“ Spurningin var kurteis í framsetningu en hrá í merkingu og óhjákvæmilega kom í hugann hvort karlmaður á sama aldri hefði nokkurn tímann verið spurður sömu spurningar. Það var einnig undarlegt að vera spurð að þessu þegar ljóst var að sú sem spurningin beindist að var í atvinnuleit. Spurningin hafði meiri áhrif á mig en ég taldi í fyrstu og leiddi til þess að ég velti fyrir mér hvort ég væri hreinlega orðin gömul, sem mér hefur aldrei fundist áður, enda í besta formi lífs míns. Þessi eina spurning afhjúpar að aldursmismunun er oft kynjuð. Gefið er í skyn að konur á ákveðnum aldri dugi skemur, nenni minna og vilji meira frí. Slíkt er í langflestum tilfellum rangt og hættulegt viðhorf. Nú er það töluleg staðreynd að um fjórðungur íslenskra kvenna á milli 60 og 66 ára er á örorku. Áhugavert er að velta fyrir sér hvort það tengist þeim erfiðleikum sem felast í því að fá tækifæri á vinnumarkaði á þessum aldri. Síðmiðaldra fólk vill vinna og skila virði Það er mikilvægt að leiðrétta þann misskilning að fólk á þessum aldri, þ.e. eldra en 55 ára, sé endilega að leita að „mýkri lendingu“ eða rólegri tilveru. Þvert á móti vill það takast á við krefjandi og skemmtileg verkefni og finna fyrir þeirri tilfinningu sem felst í því að skila virði, læra nýja hluti og vinna með fólki á öllum aldri. Fólk af þessari kynslóð hefur í flestum tilfellum vinnusiðferði í lagi og það er lýðheilsumál að halda fólki sem vill og getur á vinnumarkaði. Félagsleg samskipti á vinnustað efla tengsl og vellíðan. Fólk frá 55 til 75 ára og jafnvel eldra er fólk á besta aldri. Samt sem áður er þessi hópur oft sjúkdómsvæddur í orðræðu, eins og hann sé tregari, veikari, slappari, latari eða leiðinlegri. Fólk á öllum aldri getur glímt við heilsuvanda og aldur segir ekki til um getu, afköst eða framlag. Að gefa sér hið gagnstæða er ekki bara rangt heldur menningarlega og efnahagslega skaðlegt fyrir vinnumarkaðinn og samfélagið. Hvað rekst fólk á eftir 55? Jafnvel strax eftir fimmtugt rekst fólk á ráðningarferli þar sem síað er eftir fæðingarári, færri eða engin boð í viðtal, ósýnilegan aldursmúr og ályktanir um að það sé hreinlega að lognast út af. Reynsla þess er vanmetin af því að hún telst ekki „nýjung“. Hvað hefur fólk 55 ára og eldra fram að færa sem vinnumarkaðinn augljóslega vantar? Fólk á þessum aldri býr yfir áralangri reynslu, þjónustufærni, ábyrgð og stöðugleika, lausnamiðaðri hugsun, samskiptaþroska, fagmennsku án dramatíkur, skilningi og djúpri lífssýn. Það tekur hálfa ævi að byggja slíka hæfni upp en aðeins örfáar sekúndur fyrir þá sem ráða í vinnu að hafna henni. Fólk í þessum aldurshópi er tilbúið í nýjar áskoranir Á þessum tímapunkti í lífinu er komin meiri meðvitund um heildræna hæfni, ekki bara starfslega heldur í lifinu sjálfu. Vitað er að dans styrkir samhæfingu og líkamsvitund, prjón og skapandi skrif efla núvitund og einbeitingu, krossgátur og skák halda heilanum virkum, útivist og líkamsrækt byggja upp úthald og styrk, lestur skerpir hugsun og félagsleg tengsl efla vellíðan. Þetta er lífsfærni sem skilar sér í vinnu, jafnvægi, úthaldi, nýsköpun, einbeitni og aðlögunarhæfni. Hér voru einungis nefnd örfá dæmi um þau viðfangsefni sem fólk í þessum aldurshópi tekur sér fyrir hendur oftar en ekki markvisst til að efla ofangreinda færni. Lítum í eigin barm og breytum um aðferð Skoðum umsóknartæknina og breytum um aðferðafræði vegna þess að leikreglurnar hafa breyst. Eftir 55 þarf að sleppa löngum og þéttum ferilskrám en kynna sig skýrt og markvisst og sýna virði fremur en sögu og svara einni lykilspurningu: Hvað get ég gert fyrir ykkur og hvernig skilar það sér í árangri fyrir fyrirtækið? Prófsteinn á mannvirðingu Atvinnuþátttaka fólks yfir 55 er prófsteinn á mannvirðingu, lykill að sjálfbærum vinnumarkaði, efnahagsleg nauðsyn og menningarlegt viðhorfsmál. Ef við erum heppin náum við þessum aldri. Spurningin er því hvaða virði viljum við að samfélagið tengi við þann aldur? Getur verið að reynsla skili fyrirtækjum og rekstrareiningum meiri arði en orkudrykkur og píluspjald? Að lokum Þess skal getið að ég nýtti mér gervigreind til að flýta fyrir skrifunum, enda er ég vel meðvituð um að tími er peningar og þekki þá möguleika sem tæknin býður upp á. Hins vegar beitti ég minni eigin innsýn, rökhugsun og ritfærni til að móta efnið, velja sjónarhorn og orða það sem mér lá raunverulega á hjarta með mínu eigin orðfæri enda á gervigreindin það til að vera aðeins of hugmyndarík þegar kemur að sköpun orða. Gervigreindin hraðaði verkinu, en innihaldið, áherslurnar og röddin er mín. Höfundur er 58 ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Um atvinnuþátttöku fólks 55 ára og eldri og ósýnilegu hindranirnar sem enginn vill ræða. Við erum alin upp við hugmyndina um að lífið eigi að fylgja ákveðinni röð: menntun, starfsframi, framgangur og „staða“. Það sem enginn sagði okkur er að um leið og við náum þeim aldri, einmitt þegar sjálfstraust, þekking og lífsreynsla nær hámarki, fer vinnumarkaðurinn að líta á þennan hóp eins og hann sé kominn fram yfir síðasta söludag, eða eins og stendur á mjólkurfernunni: „Best fyrir“. Málið er að við erum ekki orðin gömul, við erum ekki að hætta, heldur erum við á hátindi starfsævinnar. Samt sem áður er þetta sá aldur þegar róðurinn þyngist í atvinnuleit og atvinnuþróun. Þekking úreldist hratt Staðalímyndin um að eldra fólk fylgi ekki tækni og að þekking þess sé úrelt er útbreidd. Sannleikurinn er þó sá að tækniþróun nútímans er svo hröð að hvorki ungir né gamlir halda í við hana. Ný tækni í dag er gömul á morgun. Gervigreind er til dæmis ein stærsta tæknivæðing samtímans og verður sífellt stærri þáttur í lífi fólks. Störf breytast og hverfa en aldrei hefur verið jafn mikil þörf fyrir tilfinningagreind, innsæi og færni í mannlegum samskiptum. Slík hæfni er ekki „best fyrir“. Íslenskur vinnumarkaður hefur staðið sig vel en það er að breytast Hingað til hefur Ísland verið á meðal þeirra OECD-landa þar sem hlutfall atvinnuþátttöku eldra fólks er hvað hæst og við höfum verið stolt af því, og með réttu. En nú eru blikur á lofti um að landslagið sé að breytast hratt. Atvinnuleysi hefur aukist og rekstur fyrirtækja er krefjandi. Sífellt oftar heyrir maður af fyrirtækjum sem bjóða „snemmbúna eftirlaunasamninga“ til að „losa um“ fyrir yngra fólki. Það er mismunun, ekki mannauðsstefna. Sjónarhornið kyn – sem enn má ekki nefna upphátt Þrátt fyrir að undirrituð trúi því að jafnrétti kynja hafi aukist verulega í samfélaginu og sé á nokkuð góðum stað er ljóst að sumt breytist ekki nógu hratt. Í atvinnuviðtali var hún nýlega spurð: „Nú ert þú komin á þennan aldur, ertu farin að huga að starfslokum?“ Spurningin var kurteis í framsetningu en hrá í merkingu og óhjákvæmilega kom í hugann hvort karlmaður á sama aldri hefði nokkurn tímann verið spurður sömu spurningar. Það var einnig undarlegt að vera spurð að þessu þegar ljóst var að sú sem spurningin beindist að var í atvinnuleit. Spurningin hafði meiri áhrif á mig en ég taldi í fyrstu og leiddi til þess að ég velti fyrir mér hvort ég væri hreinlega orðin gömul, sem mér hefur aldrei fundist áður, enda í besta formi lífs míns. Þessi eina spurning afhjúpar að aldursmismunun er oft kynjuð. Gefið er í skyn að konur á ákveðnum aldri dugi skemur, nenni minna og vilji meira frí. Slíkt er í langflestum tilfellum rangt og hættulegt viðhorf. Nú er það töluleg staðreynd að um fjórðungur íslenskra kvenna á milli 60 og 66 ára er á örorku. Áhugavert er að velta fyrir sér hvort það tengist þeim erfiðleikum sem felast í því að fá tækifæri á vinnumarkaði á þessum aldri. Síðmiðaldra fólk vill vinna og skila virði Það er mikilvægt að leiðrétta þann misskilning að fólk á þessum aldri, þ.e. eldra en 55 ára, sé endilega að leita að „mýkri lendingu“ eða rólegri tilveru. Þvert á móti vill það takast á við krefjandi og skemmtileg verkefni og finna fyrir þeirri tilfinningu sem felst í því að skila virði, læra nýja hluti og vinna með fólki á öllum aldri. Fólk af þessari kynslóð hefur í flestum tilfellum vinnusiðferði í lagi og það er lýðheilsumál að halda fólki sem vill og getur á vinnumarkaði. Félagsleg samskipti á vinnustað efla tengsl og vellíðan. Fólk frá 55 til 75 ára og jafnvel eldra er fólk á besta aldri. Samt sem áður er þessi hópur oft sjúkdómsvæddur í orðræðu, eins og hann sé tregari, veikari, slappari, latari eða leiðinlegri. Fólk á öllum aldri getur glímt við heilsuvanda og aldur segir ekki til um getu, afköst eða framlag. Að gefa sér hið gagnstæða er ekki bara rangt heldur menningarlega og efnahagslega skaðlegt fyrir vinnumarkaðinn og samfélagið. Hvað rekst fólk á eftir 55? Jafnvel strax eftir fimmtugt rekst fólk á ráðningarferli þar sem síað er eftir fæðingarári, færri eða engin boð í viðtal, ósýnilegan aldursmúr og ályktanir um að það sé hreinlega að lognast út af. Reynsla þess er vanmetin af því að hún telst ekki „nýjung“. Hvað hefur fólk 55 ára og eldra fram að færa sem vinnumarkaðinn augljóslega vantar? Fólk á þessum aldri býr yfir áralangri reynslu, þjónustufærni, ábyrgð og stöðugleika, lausnamiðaðri hugsun, samskiptaþroska, fagmennsku án dramatíkur, skilningi og djúpri lífssýn. Það tekur hálfa ævi að byggja slíka hæfni upp en aðeins örfáar sekúndur fyrir þá sem ráða í vinnu að hafna henni. Fólk í þessum aldurshópi er tilbúið í nýjar áskoranir Á þessum tímapunkti í lífinu er komin meiri meðvitund um heildræna hæfni, ekki bara starfslega heldur í lifinu sjálfu. Vitað er að dans styrkir samhæfingu og líkamsvitund, prjón og skapandi skrif efla núvitund og einbeitingu, krossgátur og skák halda heilanum virkum, útivist og líkamsrækt byggja upp úthald og styrk, lestur skerpir hugsun og félagsleg tengsl efla vellíðan. Þetta er lífsfærni sem skilar sér í vinnu, jafnvægi, úthaldi, nýsköpun, einbeitni og aðlögunarhæfni. Hér voru einungis nefnd örfá dæmi um þau viðfangsefni sem fólk í þessum aldurshópi tekur sér fyrir hendur oftar en ekki markvisst til að efla ofangreinda færni. Lítum í eigin barm og breytum um aðferð Skoðum umsóknartæknina og breytum um aðferðafræði vegna þess að leikreglurnar hafa breyst. Eftir 55 þarf að sleppa löngum og þéttum ferilskrám en kynna sig skýrt og markvisst og sýna virði fremur en sögu og svara einni lykilspurningu: Hvað get ég gert fyrir ykkur og hvernig skilar það sér í árangri fyrir fyrirtækið? Prófsteinn á mannvirðingu Atvinnuþátttaka fólks yfir 55 er prófsteinn á mannvirðingu, lykill að sjálfbærum vinnumarkaði, efnahagsleg nauðsyn og menningarlegt viðhorfsmál. Ef við erum heppin náum við þessum aldri. Spurningin er því hvaða virði viljum við að samfélagið tengi við þann aldur? Getur verið að reynsla skili fyrirtækjum og rekstrareiningum meiri arði en orkudrykkur og píluspjald? Að lokum Þess skal getið að ég nýtti mér gervigreind til að flýta fyrir skrifunum, enda er ég vel meðvituð um að tími er peningar og þekki þá möguleika sem tæknin býður upp á. Hins vegar beitti ég minni eigin innsýn, rökhugsun og ritfærni til að móta efnið, velja sjónarhorn og orða það sem mér lá raunverulega á hjarta með mínu eigin orðfæri enda á gervigreindin það til að vera aðeins of hugmyndarík þegar kemur að sköpun orða. Gervigreindin hraðaði verkinu, en innihaldið, áherslurnar og röddin er mín. Höfundur er 58 ára.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun