Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 27. nóvember 2025 09:33 Samfélagsgerðin á Íslandi hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum árum. Fjölbreytileiki íslenskra grunnskóla hefur aukist hratt og veruleikinn í skólastofum landsins er annar en hann var fyrir aðeins áratug. Sífellt fleiri börn af erlendum uppruna setjast að hér á landi; sum leita skjóls undan stríði og ofsóknum, önnur flytja hingað með fjölskyldum sínum vegna atvinnutækifæra eða náms. Þessi breytti veruleiki er fagnaðarefni sem auðgar samfélag okkar en hann kallar jafnframt á skýr viðbrögð, faglega nálgun og raunhæf úrræði af hálfu skólakerfisins. Eitt mikilvægasta verkfærið sem við höfum til að mæta þessum áskorunum eru vel skipulagðar móttökudeildir. Í umræðunni um skólamál hefur því miður stundum verið haldið fram að tilvist móttökudeilda feli sjálfkrafa í sér aðskilnað eða mismunun. Því hefur verið fleygt fram að sönn inngilding eigi alltaf og undantekningarlaust að fara fram innan almennra bekkja strax frá fyrsta degi. Þetta er hættuleg hugsanavilla sem getur unnið gegn hagsmunum barnanna. Þegar móttökudeildir eru faglega uppbyggðar og tengdar beint við daglegt skólastarf verða þær ekki hindrun – heldur brú. Brú sem tengir nýja nemendur við skólasamfélagið, styrkir málskilning þeirra og sjálfstraust og gerir þeim kleift að taka raunverulegan þátt í námi og félagslífi þegar fram í sækir. Móttökudeildir sem brú inn í skólasamfélagið Í Aðalnámskrá grunnskóla er lögð rík áhersla á skóla án aðgreiningar. Skóli án aðgreiningar þýðir ekki að öll börn þurfi alltaf að vera í sama herbergi, á sama tíma og að fást við sömu verkefnin. Þvert á móti snýst hugtakið um jöfnuð til náms; að hvert barn fái þann stuðning sem það þarf til að ná árangri á sínum forsendum. Inngilding snýst ekki um líkamlega viðveru í bekkjarstofu þar sem barnið skilur hvorki tungumálið né menninguna, heldur um að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir og byggja grunn fyrir virka þátttöku. Fyrstu vikurnar og mánuðirnir eftir komu til landsins eru sérstaklega viðkvæmir. Börn sem koma inn í nýtt samfélag þurfa svigrúm til að átta sig, byggja upp málskilning og mynda tengsl. Þau þurfa að læra leikreglur skólans, kynnast nýjum venjum og ná tökum á grunnatriðum íslenskunnar. Móttökudeildir gera kennurum kleift að skapa öruggt, fámennt og vel skipulagt umhverfi til að styrkja þessa grunnþætti. Þar er hægt að kenna íslensku markvisst samhliða því að börnin taki þátt í list- og verkgreinum og íþróttum með jafnöldrum sínum í almennum bekkjum. Námsmál er lykillinn að djúpu lauginni Við verðum að horfa til rannsókna á tvítyngi og máltöku þegar við mótum skólastarfið. Það er vel þekkt staðreynd að hið svokallaða félagslega mál (BICS) þróast oft hratt, eða á nokkrum mánuðum. Barnið getur bjargað sér í frímínútum og í búðinni. Hins vegar getur það tekið 5 til 7 ár að ná fullum tökum á námsmáli (CALP) – því tungumáli sem þarf til að skilja flókna texta, hvort sem er í náttúrufræði, sögubókum eða stærðfræðiþrautum. Ef við köstum börnum beint út í djúpu laugina án flotbúnaðar er hættan sú að þau nái valdi á "yfirborðsmálinu" en sitji eftir í námslegum skilningi. Mörg börn eru fljót að læra daglegt talmál en eiga erfitt með að tileinka sér hugtakaheim skólans án sértæks stuðnings. Móttökudeildir veita nauðsynlegt svigrúm til að byggja upp sterkan grunn í íslensku sem námsmáli áður en full þátttaka í almennum bekk hefst. Þetta snýst um að gefa börnum tæki til að blómstra. Öruggt skjól og áfallamiðuð nálgun Auk mállegra þátta gegna móttökudeildir lykilhlutverki í velferð nemenda. Þær skapa svigrúm þar sem hægt er að beita áfallamiðaðri nálgun getur átt sér stað. Sum þeirra barna sem koma til landsins hafa upplifað stríð, erfiðan flótta, óvissu eða miklar breytingar á högum sínum. Þau þurfa öryggi, festu og skilning. Í fámennum hópi með sérhæfðum kennurum er hægt að veita einstaklingsmiðaðan stuðning og hlúa að andlegri líðan barnsins á hátt sem er nánast ómögulegur í 25 manna bekk þar sem kennarinn hefur mörg önnur verkefni á sinni könnu. Félagsleg tengsl innan sem utan skóla Móttökudeildir mega aldrei verða einangraðar eyjur innan skólans. Þvert á móti er mikilvægt að þær séu opnar gáttir að skólasamfélaginu. Frá fyrsta degi ættu nemendur að taka þátt í list- og verkgreinum, íþróttum og hreyfingu með jafnöldrum sínum í almennum bekkjum. Slíkar greinar krefjast ekki sama málstyrks og bóklegt nám en eru dýrmætur vettvangur fyrir samskipti, gleði og uppbyggingu sjálfstrausts. Félagsleg tenging er forsenda farsællar aðlögunar og því þarf að leiðbeina börnunum markvisst inn í allt félagsstarf skólans, hvort sem um er að ræða frímínútur, skólaviðburði eða starf félagsmiðstöðva. En inngilding einskorðast ekki við skólann eða skólalóðina. Þátttaka í tómstunda- og íþróttastarfi í nærumhverfinu er lykillinn að því að eignast vini og dýpka tengslin við íslenskt samfélag. Skólinn ber ríka ábyrgð á að brúa þetta bil með því að kynna starf íþróttafélaga og tónlistarskóla fyrir foreldrum á tungumáli sem þeir skilja. Þannig tryggjum við að inngildingin verði heildræn og nái til allra þátta daglegs lífs barnsins. Jöfn tækifæri óháð búsetu Það er grundvallaratriði að móttökudeildir séu ekki aðeins úrræði í stærstu sveitarfélögunum. Öll börn á Íslandi eiga rétt á sambærilegu námi og þjónustu, hvort sem þau setjast að á Ísafirði, á Húsavík eða í Hafnarfirði. Þetta kallar á að ríki og sveitarfélög að tryggi fjármögnun, sérfræðiaðstoð og símenntun starfsfólks um land allt. Við þurfum kerfi sem er sveigjanlegt en byggir á skýrum gæðaviðmiðum. Upphafsreitur framtíðarinnar Skólinn er ekki aðeins staður til að efla þekkingu og hæfni, heldur er hann mikilvægasta félagsmótunarstofnun samfélagsins. Ef við ætlum okkur að byggja upp samfélag þar sem allir geta notið sín og lagt sitt af mörkum, verðum við að vanda til verka strax í upphafi. Móttökudeildir eru ekki biðstofa eða geymsla. Þær eru upphafsreitur. Þær eru vettvangur sem byggir brú milli uppruna og framtíðar, milli heimilis og skóla – og á milli tungumála og tækifæra. Í mínum huga snýst spurningin ekki lengur um hvort við eigum að starfrækja móttökudeildir, heldur hvernig við byggjum þær upp svo þær verði sá öflugi námsvettvangur sem samfélagið þarfnast. Með öflugum móttökudeildum höfnum við því að skilja nokkurt barn eftir. Það er eina leiðin til að fjárfesta í framtíð þar sem öll börn, óháð uppruna, standa jafnfætis og geta skapað sér blómlega framtíð – samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er fv. skólastjóri og bæjarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Samfélagsgerðin á Íslandi hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum árum. Fjölbreytileiki íslenskra grunnskóla hefur aukist hratt og veruleikinn í skólastofum landsins er annar en hann var fyrir aðeins áratug. Sífellt fleiri börn af erlendum uppruna setjast að hér á landi; sum leita skjóls undan stríði og ofsóknum, önnur flytja hingað með fjölskyldum sínum vegna atvinnutækifæra eða náms. Þessi breytti veruleiki er fagnaðarefni sem auðgar samfélag okkar en hann kallar jafnframt á skýr viðbrögð, faglega nálgun og raunhæf úrræði af hálfu skólakerfisins. Eitt mikilvægasta verkfærið sem við höfum til að mæta þessum áskorunum eru vel skipulagðar móttökudeildir. Í umræðunni um skólamál hefur því miður stundum verið haldið fram að tilvist móttökudeilda feli sjálfkrafa í sér aðskilnað eða mismunun. Því hefur verið fleygt fram að sönn inngilding eigi alltaf og undantekningarlaust að fara fram innan almennra bekkja strax frá fyrsta degi. Þetta er hættuleg hugsanavilla sem getur unnið gegn hagsmunum barnanna. Þegar móttökudeildir eru faglega uppbyggðar og tengdar beint við daglegt skólastarf verða þær ekki hindrun – heldur brú. Brú sem tengir nýja nemendur við skólasamfélagið, styrkir málskilning þeirra og sjálfstraust og gerir þeim kleift að taka raunverulegan þátt í námi og félagslífi þegar fram í sækir. Móttökudeildir sem brú inn í skólasamfélagið Í Aðalnámskrá grunnskóla er lögð rík áhersla á skóla án aðgreiningar. Skóli án aðgreiningar þýðir ekki að öll börn þurfi alltaf að vera í sama herbergi, á sama tíma og að fást við sömu verkefnin. Þvert á móti snýst hugtakið um jöfnuð til náms; að hvert barn fái þann stuðning sem það þarf til að ná árangri á sínum forsendum. Inngilding snýst ekki um líkamlega viðveru í bekkjarstofu þar sem barnið skilur hvorki tungumálið né menninguna, heldur um að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir og byggja grunn fyrir virka þátttöku. Fyrstu vikurnar og mánuðirnir eftir komu til landsins eru sérstaklega viðkvæmir. Börn sem koma inn í nýtt samfélag þurfa svigrúm til að átta sig, byggja upp málskilning og mynda tengsl. Þau þurfa að læra leikreglur skólans, kynnast nýjum venjum og ná tökum á grunnatriðum íslenskunnar. Móttökudeildir gera kennurum kleift að skapa öruggt, fámennt og vel skipulagt umhverfi til að styrkja þessa grunnþætti. Þar er hægt að kenna íslensku markvisst samhliða því að börnin taki þátt í list- og verkgreinum og íþróttum með jafnöldrum sínum í almennum bekkjum. Námsmál er lykillinn að djúpu lauginni Við verðum að horfa til rannsókna á tvítyngi og máltöku þegar við mótum skólastarfið. Það er vel þekkt staðreynd að hið svokallaða félagslega mál (BICS) þróast oft hratt, eða á nokkrum mánuðum. Barnið getur bjargað sér í frímínútum og í búðinni. Hins vegar getur það tekið 5 til 7 ár að ná fullum tökum á námsmáli (CALP) – því tungumáli sem þarf til að skilja flókna texta, hvort sem er í náttúrufræði, sögubókum eða stærðfræðiþrautum. Ef við köstum börnum beint út í djúpu laugina án flotbúnaðar er hættan sú að þau nái valdi á "yfirborðsmálinu" en sitji eftir í námslegum skilningi. Mörg börn eru fljót að læra daglegt talmál en eiga erfitt með að tileinka sér hugtakaheim skólans án sértæks stuðnings. Móttökudeildir veita nauðsynlegt svigrúm til að byggja upp sterkan grunn í íslensku sem námsmáli áður en full þátttaka í almennum bekk hefst. Þetta snýst um að gefa börnum tæki til að blómstra. Öruggt skjól og áfallamiðuð nálgun Auk mállegra þátta gegna móttökudeildir lykilhlutverki í velferð nemenda. Þær skapa svigrúm þar sem hægt er að beita áfallamiðaðri nálgun getur átt sér stað. Sum þeirra barna sem koma til landsins hafa upplifað stríð, erfiðan flótta, óvissu eða miklar breytingar á högum sínum. Þau þurfa öryggi, festu og skilning. Í fámennum hópi með sérhæfðum kennurum er hægt að veita einstaklingsmiðaðan stuðning og hlúa að andlegri líðan barnsins á hátt sem er nánast ómögulegur í 25 manna bekk þar sem kennarinn hefur mörg önnur verkefni á sinni könnu. Félagsleg tengsl innan sem utan skóla Móttökudeildir mega aldrei verða einangraðar eyjur innan skólans. Þvert á móti er mikilvægt að þær séu opnar gáttir að skólasamfélaginu. Frá fyrsta degi ættu nemendur að taka þátt í list- og verkgreinum, íþróttum og hreyfingu með jafnöldrum sínum í almennum bekkjum. Slíkar greinar krefjast ekki sama málstyrks og bóklegt nám en eru dýrmætur vettvangur fyrir samskipti, gleði og uppbyggingu sjálfstrausts. Félagsleg tenging er forsenda farsællar aðlögunar og því þarf að leiðbeina börnunum markvisst inn í allt félagsstarf skólans, hvort sem um er að ræða frímínútur, skólaviðburði eða starf félagsmiðstöðva. En inngilding einskorðast ekki við skólann eða skólalóðina. Þátttaka í tómstunda- og íþróttastarfi í nærumhverfinu er lykillinn að því að eignast vini og dýpka tengslin við íslenskt samfélag. Skólinn ber ríka ábyrgð á að brúa þetta bil með því að kynna starf íþróttafélaga og tónlistarskóla fyrir foreldrum á tungumáli sem þeir skilja. Þannig tryggjum við að inngildingin verði heildræn og nái til allra þátta daglegs lífs barnsins. Jöfn tækifæri óháð búsetu Það er grundvallaratriði að móttökudeildir séu ekki aðeins úrræði í stærstu sveitarfélögunum. Öll börn á Íslandi eiga rétt á sambærilegu námi og þjónustu, hvort sem þau setjast að á Ísafirði, á Húsavík eða í Hafnarfirði. Þetta kallar á að ríki og sveitarfélög að tryggi fjármögnun, sérfræðiaðstoð og símenntun starfsfólks um land allt. Við þurfum kerfi sem er sveigjanlegt en byggir á skýrum gæðaviðmiðum. Upphafsreitur framtíðarinnar Skólinn er ekki aðeins staður til að efla þekkingu og hæfni, heldur er hann mikilvægasta félagsmótunarstofnun samfélagsins. Ef við ætlum okkur að byggja upp samfélag þar sem allir geta notið sín og lagt sitt af mörkum, verðum við að vanda til verka strax í upphafi. Móttökudeildir eru ekki biðstofa eða geymsla. Þær eru upphafsreitur. Þær eru vettvangur sem byggir brú milli uppruna og framtíðar, milli heimilis og skóla – og á milli tungumála og tækifæra. Í mínum huga snýst spurningin ekki lengur um hvort við eigum að starfrækja móttökudeildir, heldur hvernig við byggjum þær upp svo þær verði sá öflugi námsvettvangur sem samfélagið þarfnast. Með öflugum móttökudeildum höfnum við því að skilja nokkurt barn eftir. Það er eina leiðin til að fjárfesta í framtíð þar sem öll börn, óháð uppruna, standa jafnfætis og geta skapað sér blómlega framtíð – samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er fv. skólastjóri og bæjarfulltrúi.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun