Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. desember 2025 08:37 Sverrir Jónsson er skrifstofustjóri Alþingis. Vísir/Vilhelm Alþingi fagnar 1100 ára afmæli eftir fimm ár og að því tilefni óskar Alþingi eftir hugmyndum um hvernig skuli fagna. Hægt verður að senda inn tillögur rafrænt og verður hægt að senda inn hugmyndir frá og með deginum í dag og til 16. janúar 2026. „Hugmyndasöfnunin er opin öllum, hvort sem um er að ræða einstaklinga, félagasamtök, stofnanir eða fyrirtæki. Kallað er eftir tillögum að verkefnum á dagskrá afmælisársins og geta hugmyndirnar verið af öllum toga; viðburðir, hönnun, miðlun efnis eða önnur verkefni – því fjölbreyttara, þeim mun betra. Ekki er gerð krafa um frekari þátttöku þeirra sem senda inn hugmyndir, en mögulega verður leitað til þeirra við frekari vinnslu tillagnanna,“ segir um hugmyndasöfnunina á vef Alþingis. Lögberg var miðpunktur Alþingis frá 930 og fram á þrettándu öld en þá fór Alþingi með æðsta löggjafar- og dómsvald á Íslandi. Þessi mynd af Lögbergi við Almannagjá er hins vegar frá árinu 2020.Vísir/Vilhelm Alþingi var fyrst stofnað á Þingvöllum árið 930 og er eitt elsta þjóðþing í heimi. Þannig fagnar Alþingi 1100 ára afmæli árið 2030. Fyrir hátt í hundrað árum, sumarið 1930, var haldin mikil hátíð á Þingvöllum til að minnast þess að þúsund ár væru frá stofnun Alþingis. „Alþingshátíðin var fyrsta allsherjarhátíð Íslendinga þar sem um verulega þátttöku landsmanna var að ræða en talið er að um 30-40.000 manns hafi sótt hátíðina. Þótti hún takast mjög vel og vera gestum og aðstandendum til mikils sóma,“ segir meðal annars um Alþingishátíðina 1930 á heimasíðu þjóðgarðsins á Þingvöllum. Nú verður forvitnilegt að sjá hvernig haldið verður upp á daginn hundrað árum síðar og gefst almenningi færi á að koma sínum tillögum á framfæri í gegnum hugmyndasöfnunina. Alþingi Tímamót Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins Sjá meira
„Hugmyndasöfnunin er opin öllum, hvort sem um er að ræða einstaklinga, félagasamtök, stofnanir eða fyrirtæki. Kallað er eftir tillögum að verkefnum á dagskrá afmælisársins og geta hugmyndirnar verið af öllum toga; viðburðir, hönnun, miðlun efnis eða önnur verkefni – því fjölbreyttara, þeim mun betra. Ekki er gerð krafa um frekari þátttöku þeirra sem senda inn hugmyndir, en mögulega verður leitað til þeirra við frekari vinnslu tillagnanna,“ segir um hugmyndasöfnunina á vef Alþingis. Lögberg var miðpunktur Alþingis frá 930 og fram á þrettándu öld en þá fór Alþingi með æðsta löggjafar- og dómsvald á Íslandi. Þessi mynd af Lögbergi við Almannagjá er hins vegar frá árinu 2020.Vísir/Vilhelm Alþingi var fyrst stofnað á Þingvöllum árið 930 og er eitt elsta þjóðþing í heimi. Þannig fagnar Alþingi 1100 ára afmæli árið 2030. Fyrir hátt í hundrað árum, sumarið 1930, var haldin mikil hátíð á Þingvöllum til að minnast þess að þúsund ár væru frá stofnun Alþingis. „Alþingshátíðin var fyrsta allsherjarhátíð Íslendinga þar sem um verulega þátttöku landsmanna var að ræða en talið er að um 30-40.000 manns hafi sótt hátíðina. Þótti hún takast mjög vel og vera gestum og aðstandendum til mikils sóma,“ segir meðal annars um Alþingishátíðina 1930 á heimasíðu þjóðgarðsins á Þingvöllum. Nú verður forvitnilegt að sjá hvernig haldið verður upp á daginn hundrað árum síðar og gefst almenningi færi á að koma sínum tillögum á framfæri í gegnum hugmyndasöfnunina.
Alþingi Tímamót Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent