Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 1. desember 2025 11:46 Fyrsti desember, fullveldisdagur íslensku þjóðarinnar, er árviss áminning um hvað sjálfstæðið er okkur mikils virði og hvernig það hefur reynst okkur vel. Þá er jafnframt tilefni til að rifja upp hvernig við höfum nýtt fullveldi okkar í samskiptum við önnur ríki allt frá því að þjóðin öðlaðist formlegt fullveldi árið 1918 og tók yfir fulla stjórn utanríkismála 10. apríl 1940, daginn eftir innrás Þjóðverja í Danmörku. Á fullveldisdaginn horfum við bæði aftur til sjálfstæðisbaráttunnar 1. desember 1918 og fram á við. Við berum ábyrgð á að varðveita og efla fullveldi Íslands fyrir komandi kynslóðir. Utanríkis- og öryggisstefna landsins skiptir þar lykilmáli. Sem sjálfstæðismenn getum við með stolti hugsað til þeirra sem mótuðu þessa stefnu, frá því við tókum utanríkismálin í eigin hendur og fram til útfærslu landhelginnar, aðildar að EFTA árið 1970 og EES samningsins 1993. Staða Íslands mótar stefnu okkar Utanríkisstefna Íslands hefur ætíð tekið mið af staðreyndum um stöðu landsins. Hnattræn staðsetning Íslands í Norður Atlantshafi, á milli Evrópu og Norður Ameríku, hefur mótað aðstæður okkar í friði og á átakatímum. Íslendingar hafa um aldirnar átt sterk tengsl við Norðurlönd og önnur Evrópuríki, einkum vegna verslunar og fiskveiða, og samskipti við Breta og síðar Bandaríkin á stríðstímum síðustu aldar hafa haft mótandi áhrif á öryggis og pólitíska stefnu landsins. Af þessari reynslu höfum við lært að friðsöm og herlaus þjóð getur ekki treyst á aðeins eina stoð til að tryggja öryggi og hagsmuni. Þess vegna höfum við byggt upp fjölstoða utanríkisstefnu sem sameinar varnir, efnahagslegt og pólitískt samstarf og virka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. Sú nálgun hefur tryggt öryggi Íslands og verið í stöðugri mótun allt frá stofnun lýðveldisins. Fjórar meginstoðir utanríkis- og öryggisstefnu Íslands Utanríkisstefna Íslands hvílir á fjórum stoðum sem dreifa áhættu, auka pólitískt svigrúm og tryggja öryggi með fjölbreyttu samstarfi við nágranna í austri og vestri. Fyrsta stoðin er tvíhliða samstarf við Bandaríkin sem í áratugi hefur verið kjarninn í hernaðarlegu öryggi Íslands. Samstarfið byggir á skýrri skuldbindingu Bandaríkjanna til að verja Ísland, aðgangi að hernaðarinnviðum og eftirliti á hafsvæðunum í kringum landið og felur í sér uppbyggingu ratsjár og öryggiskerfa sem eru hornsteinn öryggisstefnunnar. Önnur stoðin er aðild að NATO sem tryggir varnarskuldbindingu bandalagsríkjanna samkvæmt 5. gr. Atlantshafssáttmálans og veitir Íslandi aðgang að sérfræðiþekkingu, netvörnum, greiningu og sameiginlegum æfingum. Ísland er þannig fullgildur þátttakandi í stærsta öryggiskerfi heims. Þriðja stoðin er EES samningurinn sem tryggir víðtækan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins og veitir stöðugleika og jafnræði í viðskiptum án þess að framselt sé forræði yfir helstu auðlindum og atvinnuvegum. EES veitir 95% ávinning ESB-aðildar án þess að framselja fiskveiðiauðlindir eða stjórn á landbúnaði. Fjórða stoðin er norrænt samstarf og aðild Íslands að Sameinuðu þjóðunum og öðrum alþjóðastofnunum. Norðurlöndin deila með okkur sambærilegu verðmætamati, samfélagsgerð og stjórnarháttum og alþjóðlegt samstarf styrkir stöðu Íslands sem lítils en virks ríkis. Þessar fjórar stoðir tryggja að Ísland er ekki háð aðeins einni tengingu við umheiminn. Ef ein stoð veikist veita hinar öryggi og stöðugleika og þannig er fullveldi okkar tryggt í reynd en ekki aðeins í orði. ESB, EES og rangar ásakanir um einangrunarstefnu Í umræðu um Evrópumálin og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðlögunarviðræður við Evrópusambandið hefur verið veist að Sjálfstæðisflokknum og hann sakaður um einangrunarstefnu. Slíkar ásakanir samræmast ekki veruleikanum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt stóran þátt í að opna Ísland fyrir alþjóðlegu samstarfi, efla viðskipti og byggja upp traustar tengingar við nágrannaríki, meðal annars með aðild að EFTA, EES samningnum og mótun varnar og öryggissamstarfs. Möguleg aðild að ESB myndi hins vegar gera eina stoð ráðandi og færa stóran hluta efnahagslegs samstarfs og síðar mögulega varnarmálin undir sameiginlega stefnu mótaða í Brussel. Þá væri hætta á að sjálfstæð rödd Íslands veikist á alþjóðavettvangi. Á þessum degi – þegar við minnumst fullveldis Íslands – megum við ekki gleyma því að sjálfstæði og fullveldi verður ekki tryggt með því að færa valdið frá Alþingi til yfirþjóðlegra stofnana. Það er mikið öfugmæli að saka Sjálfstæðisflokkinn um einangrunarstefnu fyrir að vilja ekki setja öll egg þjóðarinnar í utanríkis- og öryggismálum í eina körfu Evrópusambandsins. Flokkurinn mun áfram standa vörð um fjölstoða utanríkis- og öryggisstefnu þjóðarinnar – þ. á m. um EES-samninginn sem hefur reynst henni vel í marga áratugi. Þetta er ekki einangrunarstefna því við treystum á margar stoðir og höfum sjálfstæðar tengingar við fjölmörg lönd bæði Bandaríkin, Kína og Indland - auk allra hinna - og þurfum ekki að reiða okkur á milligöngu ESB í þeim samskiptum. Þetta er ekki einangrunarstefna heldur traust og skynsamleg leið til að forðast einangrun. Við viljum móta stefnu okkar á íslenskum forsendum en viljum ekki lúta erlendri miðstýringu. Það er einmitt það sem fullveldið snýst um – að móta framtíðina á íslenskum forsendum. Það ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að gera. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fyrsti desember, fullveldisdagur íslensku þjóðarinnar, er árviss áminning um hvað sjálfstæðið er okkur mikils virði og hvernig það hefur reynst okkur vel. Þá er jafnframt tilefni til að rifja upp hvernig við höfum nýtt fullveldi okkar í samskiptum við önnur ríki allt frá því að þjóðin öðlaðist formlegt fullveldi árið 1918 og tók yfir fulla stjórn utanríkismála 10. apríl 1940, daginn eftir innrás Þjóðverja í Danmörku. Á fullveldisdaginn horfum við bæði aftur til sjálfstæðisbaráttunnar 1. desember 1918 og fram á við. Við berum ábyrgð á að varðveita og efla fullveldi Íslands fyrir komandi kynslóðir. Utanríkis- og öryggisstefna landsins skiptir þar lykilmáli. Sem sjálfstæðismenn getum við með stolti hugsað til þeirra sem mótuðu þessa stefnu, frá því við tókum utanríkismálin í eigin hendur og fram til útfærslu landhelginnar, aðildar að EFTA árið 1970 og EES samningsins 1993. Staða Íslands mótar stefnu okkar Utanríkisstefna Íslands hefur ætíð tekið mið af staðreyndum um stöðu landsins. Hnattræn staðsetning Íslands í Norður Atlantshafi, á milli Evrópu og Norður Ameríku, hefur mótað aðstæður okkar í friði og á átakatímum. Íslendingar hafa um aldirnar átt sterk tengsl við Norðurlönd og önnur Evrópuríki, einkum vegna verslunar og fiskveiða, og samskipti við Breta og síðar Bandaríkin á stríðstímum síðustu aldar hafa haft mótandi áhrif á öryggis og pólitíska stefnu landsins. Af þessari reynslu höfum við lært að friðsöm og herlaus þjóð getur ekki treyst á aðeins eina stoð til að tryggja öryggi og hagsmuni. Þess vegna höfum við byggt upp fjölstoða utanríkisstefnu sem sameinar varnir, efnahagslegt og pólitískt samstarf og virka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. Sú nálgun hefur tryggt öryggi Íslands og verið í stöðugri mótun allt frá stofnun lýðveldisins. Fjórar meginstoðir utanríkis- og öryggisstefnu Íslands Utanríkisstefna Íslands hvílir á fjórum stoðum sem dreifa áhættu, auka pólitískt svigrúm og tryggja öryggi með fjölbreyttu samstarfi við nágranna í austri og vestri. Fyrsta stoðin er tvíhliða samstarf við Bandaríkin sem í áratugi hefur verið kjarninn í hernaðarlegu öryggi Íslands. Samstarfið byggir á skýrri skuldbindingu Bandaríkjanna til að verja Ísland, aðgangi að hernaðarinnviðum og eftirliti á hafsvæðunum í kringum landið og felur í sér uppbyggingu ratsjár og öryggiskerfa sem eru hornsteinn öryggisstefnunnar. Önnur stoðin er aðild að NATO sem tryggir varnarskuldbindingu bandalagsríkjanna samkvæmt 5. gr. Atlantshafssáttmálans og veitir Íslandi aðgang að sérfræðiþekkingu, netvörnum, greiningu og sameiginlegum æfingum. Ísland er þannig fullgildur þátttakandi í stærsta öryggiskerfi heims. Þriðja stoðin er EES samningurinn sem tryggir víðtækan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins og veitir stöðugleika og jafnræði í viðskiptum án þess að framselt sé forræði yfir helstu auðlindum og atvinnuvegum. EES veitir 95% ávinning ESB-aðildar án þess að framselja fiskveiðiauðlindir eða stjórn á landbúnaði. Fjórða stoðin er norrænt samstarf og aðild Íslands að Sameinuðu þjóðunum og öðrum alþjóðastofnunum. Norðurlöndin deila með okkur sambærilegu verðmætamati, samfélagsgerð og stjórnarháttum og alþjóðlegt samstarf styrkir stöðu Íslands sem lítils en virks ríkis. Þessar fjórar stoðir tryggja að Ísland er ekki háð aðeins einni tengingu við umheiminn. Ef ein stoð veikist veita hinar öryggi og stöðugleika og þannig er fullveldi okkar tryggt í reynd en ekki aðeins í orði. ESB, EES og rangar ásakanir um einangrunarstefnu Í umræðu um Evrópumálin og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðlögunarviðræður við Evrópusambandið hefur verið veist að Sjálfstæðisflokknum og hann sakaður um einangrunarstefnu. Slíkar ásakanir samræmast ekki veruleikanum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt stóran þátt í að opna Ísland fyrir alþjóðlegu samstarfi, efla viðskipti og byggja upp traustar tengingar við nágrannaríki, meðal annars með aðild að EFTA, EES samningnum og mótun varnar og öryggissamstarfs. Möguleg aðild að ESB myndi hins vegar gera eina stoð ráðandi og færa stóran hluta efnahagslegs samstarfs og síðar mögulega varnarmálin undir sameiginlega stefnu mótaða í Brussel. Þá væri hætta á að sjálfstæð rödd Íslands veikist á alþjóðavettvangi. Á þessum degi – þegar við minnumst fullveldis Íslands – megum við ekki gleyma því að sjálfstæði og fullveldi verður ekki tryggt með því að færa valdið frá Alþingi til yfirþjóðlegra stofnana. Það er mikið öfugmæli að saka Sjálfstæðisflokkinn um einangrunarstefnu fyrir að vilja ekki setja öll egg þjóðarinnar í utanríkis- og öryggismálum í eina körfu Evrópusambandsins. Flokkurinn mun áfram standa vörð um fjölstoða utanríkis- og öryggisstefnu þjóðarinnar – þ. á m. um EES-samninginn sem hefur reynst henni vel í marga áratugi. Þetta er ekki einangrunarstefna því við treystum á margar stoðir og höfum sjálfstæðar tengingar við fjölmörg lönd bæði Bandaríkin, Kína og Indland - auk allra hinna - og þurfum ekki að reiða okkur á milligöngu ESB í þeim samskiptum. Þetta er ekki einangrunarstefna heldur traust og skynsamleg leið til að forðast einangrun. Við viljum móta stefnu okkar á íslenskum forsendum en viljum ekki lúta erlendri miðstýringu. Það er einmitt það sem fullveldið snýst um – að móta framtíðina á íslenskum forsendum. Það ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að gera. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar