Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2025 23:22 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Gavriil Grigorov, Sputnik Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að fall Pokrovsk muni gera rússneskum hermönnum kleift að sækja fram lengra inn í Úkraínu. Hann sagði borgina vera mikilvægan lið í því að ná fram markmiðum hinnar „sértæku hernaðaraðgerðar“ eins og hann kallar innrásina í Úkraínu. Forsetinn heimsótti stjórnstöð rússneska hersins í gær, samkvæmt ríkismiðlum Rússlands, en ekki kemur fram hvar stjórnstöð þessi er. Við það tilefni sagði hann Rússa vera með frumkvæðið víðast hvar á víglínunni í Úkraínu. Í einföldu máli sagt felur það að vera með frumkvæðið í átökum í sér að geta stýrt því hvar barist er. Það er að segja, að andstæðingurinn sé að bregðast við hreyfingum þínum en ekki öfugt. Þá sagði Pútín að han hefði skipað forsvarsmönnum hersins að skapa það sem hann kallaði öryggissvæði á landamærunum í norðurhluta Úkraínu. Putin has ordered the creation of a "security zone" along the Ukrainian border in the area of responsibility of Russia’s "North" grouping. In effect, this signals plans to expand control over border areas in Kharkiv, Sumy, and Chernihiv regions. pic.twitter.com/YWnLT2oyj4— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) December 1, 2025 Pútín sagði Úkraínumenn ekki geta brugðist við framsókn Rússa og vísaði samkvæmt Reuters sérstaklega til suðurhluta Úkraínu, þar sem Rússar hafa verið að sækja fram í Sapórisjía-héraði. Rússar eru taldir af sérfræðingum sem vakta átökin hafa lagt undir sig rétt rúmlega fimm hundruð ferkílómetra af Úkraínu í nóvember, sem er töluvert meira en í mánuðunum þar á undan. Um fjörutíu prósent af þeim landvinningum áttu sér stað í Sapórisjía og það þrátt fyrir að einungis sextán prósent árása Rússa í mánuðinum hafi átt sér stað á því svæði. Þykir það benda til þess að varnir Úkraínumanna séu sérstaklega veikar þar. Sambærilega sögu var að segja af landvinningum Rússa í fyrra og er það meðal annars rakið til þess að slæmt veður gerir Úkraínumönnum erfitt að notast við dróna og auðveldar því Rússum að sækja fram. Þá hefur mannekla gert varnir Úkraínumanna erfiðar. Hafa sést norður af Pokrovsk Þegar kemur að Pokrovsk virðist sem borgin sé nærri því að falla í hendur Rússa og hafa Rússar sést norður af borginni. Rússar hafa varið gífurlegu púðri í að reyna að ná tökum á Pokrosvk, sem er í Dónetsk-héraði í austurhluta Úkraínu. Úkraínumenn stjórna áfram nokkuð stórum hluta héraðsins en Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur lagt sérstaka áherslu á að hernema Dónetsk og Lúhansk, sem saman mynda Donbas-svæðið svokallaða. Um eitt og hálft ár er síðan Rússar hófu sóknina að Pokrovsk en einn af liðum nýrrar og umdeildrar friðaráætlunar Bandaríkjamanna sem opinberuð var á dögunum fól í sér að Úkraínumenn myndu láta restina af Dónetsk eftir. Það hafa Úkraínumenn ekki tekið í mál en svæðið þykir mjög víggirt og gæti það reynst Rússum mjög erfitt að hernema það. Í nýlegri grein Washington Post kom fram að á þessu ári hefðu Rússar lagt undir sig minna en eitt prósent af Úkraínu. Þetta svæði hafi verið hernumið á kostnað þess að fleiri en tvö hundruð þúsund hermenn hafi fallið eða særst í átökunum. Sérfræðingar og einhverjir yfirmenn í úkraínska hernum hafa lýst yfir áhyggjum af því að Úkraínumenn muni, eða hafi jafnvel þegar, varið of miklu púðri í varnir Pokrovsk. Réttast væri að hörfa og taka upp betri varnarstöður utan borgarinnar, þar sem rússneskir hermenn eiga erfiðara með að komast um óséðir. Sjá einnig: Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Greinendur DeepState, hóps sem fylgist náið með átökunum, segja að Rússar hafi nú þegar sést norður af borginni. Þeir og aðrir segja að tilraunir Úkraínumanna til að fara inn í borgina eða úr henni, endi oftar en ekki með átökum við rússneska hermenn. Nota þurfi dróna, bæði fljúgandi og akandi, til að koma birgðum og skotfærum til hermanna sem eru inn í Pokrovsk og Myrnohrad, sem er önnur borg austur af Pokrovsk. Map showing geolocations of Russian troops north and northeast of Pokrovsk from @Deepstate_UA. They say that Russian forces are setting up ambushes, mining, and building engineering obstacles in the area between Rivne and Krasny Lyman (to the north and west of Myrnohrad).… https://t.co/X5ffcJMFBM pic.twitter.com/CgOIYLeO3z— Rob Lee (@RALee85) December 1, 2025 Rússland Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Herforingjastjórn Súdan sendi í október tilboð til ráðamanna í Rússlandi og bauð þeim að koma mögulega upp fyrstu rússnesku flotastöðinni við Rauðahaf. Í staðinn fyrir flotastöð og námusamninga vill ríkisstjórnin loftvarnarkerfi og vopn á góðu verði en illa hefur gengið í átökunum við RSF. 1. desember 2025 22:05 Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að fundur hans með úkraínskri sendinefnd um friðarsamkomulag milli Rússlands og Úkraínu hafi verið afkastamikill, en þó væri mikið verk enn fyrir höndum. 30. nóvember 2025 23:49 Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Úkraínsk sendinefnd er á leið til Flórída í Bandaríkjunum þar sem hun mun funda með utanríkisráðherra landsins og aðalsamningamanni Bandaríkjastjórnar um friðartillögurnar sem lagðar voru fram um síðustu helgi. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum vonar að viðræðurnar skili jákvæðum árangri en aðdragandi fundarins hafi ekki verið góður. 30. nóvember 2025 14:02 Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Forsætisráðherra Belgíu segist ekki vilja leggja hald á frysta sjóði Rússa þar í landi. Hann óttast að Rússar muni höfða mál gegn Belgíu og að Belgar muni sitja uppi með skaðabótaskyldu. Þá segir ráðherrann, sem heitir Bart De Wever, að eignaupptakan gæti komið niður á friðarviðleitni varðandi innrás Rússa í Úkraínu. 28. nóvember 2025 11:42 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Sjá meira
Forsetinn heimsótti stjórnstöð rússneska hersins í gær, samkvæmt ríkismiðlum Rússlands, en ekki kemur fram hvar stjórnstöð þessi er. Við það tilefni sagði hann Rússa vera með frumkvæðið víðast hvar á víglínunni í Úkraínu. Í einföldu máli sagt felur það að vera með frumkvæðið í átökum í sér að geta stýrt því hvar barist er. Það er að segja, að andstæðingurinn sé að bregðast við hreyfingum þínum en ekki öfugt. Þá sagði Pútín að han hefði skipað forsvarsmönnum hersins að skapa það sem hann kallaði öryggissvæði á landamærunum í norðurhluta Úkraínu. Putin has ordered the creation of a "security zone" along the Ukrainian border in the area of responsibility of Russia’s "North" grouping. In effect, this signals plans to expand control over border areas in Kharkiv, Sumy, and Chernihiv regions. pic.twitter.com/YWnLT2oyj4— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) December 1, 2025 Pútín sagði Úkraínumenn ekki geta brugðist við framsókn Rússa og vísaði samkvæmt Reuters sérstaklega til suðurhluta Úkraínu, þar sem Rússar hafa verið að sækja fram í Sapórisjía-héraði. Rússar eru taldir af sérfræðingum sem vakta átökin hafa lagt undir sig rétt rúmlega fimm hundruð ferkílómetra af Úkraínu í nóvember, sem er töluvert meira en í mánuðunum þar á undan. Um fjörutíu prósent af þeim landvinningum áttu sér stað í Sapórisjía og það þrátt fyrir að einungis sextán prósent árása Rússa í mánuðinum hafi átt sér stað á því svæði. Þykir það benda til þess að varnir Úkraínumanna séu sérstaklega veikar þar. Sambærilega sögu var að segja af landvinningum Rússa í fyrra og er það meðal annars rakið til þess að slæmt veður gerir Úkraínumönnum erfitt að notast við dróna og auðveldar því Rússum að sækja fram. Þá hefur mannekla gert varnir Úkraínumanna erfiðar. Hafa sést norður af Pokrovsk Þegar kemur að Pokrovsk virðist sem borgin sé nærri því að falla í hendur Rússa og hafa Rússar sést norður af borginni. Rússar hafa varið gífurlegu púðri í að reyna að ná tökum á Pokrosvk, sem er í Dónetsk-héraði í austurhluta Úkraínu. Úkraínumenn stjórna áfram nokkuð stórum hluta héraðsins en Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur lagt sérstaka áherslu á að hernema Dónetsk og Lúhansk, sem saman mynda Donbas-svæðið svokallaða. Um eitt og hálft ár er síðan Rússar hófu sóknina að Pokrovsk en einn af liðum nýrrar og umdeildrar friðaráætlunar Bandaríkjamanna sem opinberuð var á dögunum fól í sér að Úkraínumenn myndu láta restina af Dónetsk eftir. Það hafa Úkraínumenn ekki tekið í mál en svæðið þykir mjög víggirt og gæti það reynst Rússum mjög erfitt að hernema það. Í nýlegri grein Washington Post kom fram að á þessu ári hefðu Rússar lagt undir sig minna en eitt prósent af Úkraínu. Þetta svæði hafi verið hernumið á kostnað þess að fleiri en tvö hundruð þúsund hermenn hafi fallið eða særst í átökunum. Sérfræðingar og einhverjir yfirmenn í úkraínska hernum hafa lýst yfir áhyggjum af því að Úkraínumenn muni, eða hafi jafnvel þegar, varið of miklu púðri í varnir Pokrovsk. Réttast væri að hörfa og taka upp betri varnarstöður utan borgarinnar, þar sem rússneskir hermenn eiga erfiðara með að komast um óséðir. Sjá einnig: Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Greinendur DeepState, hóps sem fylgist náið með átökunum, segja að Rússar hafi nú þegar sést norður af borginni. Þeir og aðrir segja að tilraunir Úkraínumanna til að fara inn í borgina eða úr henni, endi oftar en ekki með átökum við rússneska hermenn. Nota þurfi dróna, bæði fljúgandi og akandi, til að koma birgðum og skotfærum til hermanna sem eru inn í Pokrovsk og Myrnohrad, sem er önnur borg austur af Pokrovsk. Map showing geolocations of Russian troops north and northeast of Pokrovsk from @Deepstate_UA. They say that Russian forces are setting up ambushes, mining, and building engineering obstacles in the area between Rivne and Krasny Lyman (to the north and west of Myrnohrad).… https://t.co/X5ffcJMFBM pic.twitter.com/CgOIYLeO3z— Rob Lee (@RALee85) December 1, 2025
Rússland Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Herforingjastjórn Súdan sendi í október tilboð til ráðamanna í Rússlandi og bauð þeim að koma mögulega upp fyrstu rússnesku flotastöðinni við Rauðahaf. Í staðinn fyrir flotastöð og námusamninga vill ríkisstjórnin loftvarnarkerfi og vopn á góðu verði en illa hefur gengið í átökunum við RSF. 1. desember 2025 22:05 Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að fundur hans með úkraínskri sendinefnd um friðarsamkomulag milli Rússlands og Úkraínu hafi verið afkastamikill, en þó væri mikið verk enn fyrir höndum. 30. nóvember 2025 23:49 Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Úkraínsk sendinefnd er á leið til Flórída í Bandaríkjunum þar sem hun mun funda með utanríkisráðherra landsins og aðalsamningamanni Bandaríkjastjórnar um friðartillögurnar sem lagðar voru fram um síðustu helgi. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum vonar að viðræðurnar skili jákvæðum árangri en aðdragandi fundarins hafi ekki verið góður. 30. nóvember 2025 14:02 Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Forsætisráðherra Belgíu segist ekki vilja leggja hald á frysta sjóði Rússa þar í landi. Hann óttast að Rússar muni höfða mál gegn Belgíu og að Belgar muni sitja uppi með skaðabótaskyldu. Þá segir ráðherrann, sem heitir Bart De Wever, að eignaupptakan gæti komið niður á friðarviðleitni varðandi innrás Rússa í Úkraínu. 28. nóvember 2025 11:42 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Sjá meira
Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Herforingjastjórn Súdan sendi í október tilboð til ráðamanna í Rússlandi og bauð þeim að koma mögulega upp fyrstu rússnesku flotastöðinni við Rauðahaf. Í staðinn fyrir flotastöð og námusamninga vill ríkisstjórnin loftvarnarkerfi og vopn á góðu verði en illa hefur gengið í átökunum við RSF. 1. desember 2025 22:05
Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að fundur hans með úkraínskri sendinefnd um friðarsamkomulag milli Rússlands og Úkraínu hafi verið afkastamikill, en þó væri mikið verk enn fyrir höndum. 30. nóvember 2025 23:49
Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Úkraínsk sendinefnd er á leið til Flórída í Bandaríkjunum þar sem hun mun funda með utanríkisráðherra landsins og aðalsamningamanni Bandaríkjastjórnar um friðartillögurnar sem lagðar voru fram um síðustu helgi. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum vonar að viðræðurnar skili jákvæðum árangri en aðdragandi fundarins hafi ekki verið góður. 30. nóvember 2025 14:02
Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Forsætisráðherra Belgíu segist ekki vilja leggja hald á frysta sjóði Rússa þar í landi. Hann óttast að Rússar muni höfða mál gegn Belgíu og að Belgar muni sitja uppi með skaðabótaskyldu. Þá segir ráðherrann, sem heitir Bart De Wever, að eignaupptakan gæti komið niður á friðarviðleitni varðandi innrás Rússa í Úkraínu. 28. nóvember 2025 11:42