Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir og Emma Kjartansdóttir skrifa 2. desember 2025 07:31 Ferðaþjónustan á Íslandi hefur verið fyrirferðamikil í íslensku efnahagslífi í meira en áratug og hefur vaxið úr 3,5% í landsframleiðslu árið 2010 þegar Inspired by Iceland herferðinni var hleypt af stokkunum hjá Íslandsstofu í 8,1% í fyrra. Í heimsfaraldrinum féll hluturinn niður í 3,1%. Við vitum því hvernig efnahagur okkar lítur út án ferðaþjónustu – velferð samfélagsins er undir, því hlutdeildar tölurnar í landsframleiðslu segja ekki alla söguna þar sem ferðaþjónustan stendur undir um það bil 32% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Þrjátíu þúsund manns starfa í íslenskri ferðaþjónustu og skatttekjurnar eingöngu standa undir meira en helming af dýrasta útgjaldalið þjóðarinnar, heilbrigðiskerfinu. Ferðaþjónustan er sem betur fer kominn til að vera. En við þurfum að hlúa að henni og móta stefnu sem virkar fyrir okkur sem hér búa jafnt sem þá sem sækja okkur heim. Samvirkni skemmtiferðaskipa og íslenskrar ímyndar mun vaxa Skemmtiferðaskipageirinn þjónar þeim markmiðum íslenskra stjórnvalda og ferðaþjónustunnar mjög vel. Framtíðarsýn útgerða skemmtiferðaskipanna byggir á markmiðum um núllosun gróðurhúsalofttegunda eftir 25 ár. Cruise Lines International Association (CLIA) stefna að 40% samdrætti í losun árið 2030 miðað við árið 2008 og það er útlit fyrir að þessi markmið náist með aukinni notkun á grænni orkugjöfum, landtengingum og almennri tækniþróun sem dregur úr orkuneyslu skipanna. Skemmtiferðaskipin hafa undanfarin ár verið eini geirinn sem nær að draga úr losun á sama tíma og eftirspurn eftir siglingum eykst. Þetta passar vel markmiðum sem stjórnvöld hafa skuldbundið Ísland til að ná; 50-55% samdrætti í nettólosun gróðurhúsalofttegunda árið 2035 miðað við árið 2005 í geirum sem eru skilgreindir í reglugerð um samfélagslosun. Núllosun í landhelgi í fyrsta skiptið síðan á skútuöld? Sá möguleiki er meira að segja fyrir hendi að Ísland verði fyrsta landið á heimsvísu þar sem skemmtiferðaskip kemur í heimsókn algjörlega án losunar gróðurhúsalofttegunda í íslenskri landhelgi. Það er nefnilega allt til staðar, skip sem getur siglt undir rafmagni að höfn, tengst landtengingu við rafmagn og jafnvel hitaveitu, og siglt aftur út úr landhelgi á rafmagni. Slík ferð ætti möguleika á að losa engar gróðurhúsalofttegundir í landhelginni og þyrfti að leita aftur til skútualdar eftir slíkum samanburði. Það er styttra í þetta en margan grunar og svona ferðaþjónusta passar vel hreinni ímynd og náttúru Íslands og yrði að auki leiðandi í íslenskri ferðaþjónustu í skipulagi sem þjónar álagsmarkmiðum sveitarfélaga á landsbyggðinni. Það er margt sem hægt er að læra af fyrirkomulagi ferðaþjónustu skemmtiferðaskipanna og við sjáum nú þegar ávinningin fyrir samfélagið af komu þeirra í því sem kallað hefur verið öflugasta byggðastefna landsins. Skipin heimsækja nefnilega sannanlega yfir þrjátíu áfangastaði á Íslandi öllu og rannsóknir hafa sýnt að neysla ferðamanna af skipunum getur verið mjög há. Það er framtíðarsýn okkar hjá Cruise Iceland að Ísland verði leiðarljósið í ferðaþjónustu 21. aldarinnar, með sjálfbærni, álagsstýringu og samfélagssátt skemmtiferðaskipanna sem grunn undirstöður ferðaþjónustunnar. Við erum þegar vel á veg kominn – það eina sem vantar er að seglum sé hagað eftir vindi svo áfangastaðnum verði náð á réttum tíma. Við látum ekki okkar eftir liggja og munum byggja vinnu okkar á því góða samstarfi með hagaðilum á Íslandi sem við höfum byggt upp undanfarin ár. Unnur Elva Arnardóttir, formaður stjórnar Cruise IcelandEmma Kjartansdóttir, varaformaður stjórnar Cruise Iceland Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan á Íslandi hefur verið fyrirferðamikil í íslensku efnahagslífi í meira en áratug og hefur vaxið úr 3,5% í landsframleiðslu árið 2010 þegar Inspired by Iceland herferðinni var hleypt af stokkunum hjá Íslandsstofu í 8,1% í fyrra. Í heimsfaraldrinum féll hluturinn niður í 3,1%. Við vitum því hvernig efnahagur okkar lítur út án ferðaþjónustu – velferð samfélagsins er undir, því hlutdeildar tölurnar í landsframleiðslu segja ekki alla söguna þar sem ferðaþjónustan stendur undir um það bil 32% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Þrjátíu þúsund manns starfa í íslenskri ferðaþjónustu og skatttekjurnar eingöngu standa undir meira en helming af dýrasta útgjaldalið þjóðarinnar, heilbrigðiskerfinu. Ferðaþjónustan er sem betur fer kominn til að vera. En við þurfum að hlúa að henni og móta stefnu sem virkar fyrir okkur sem hér búa jafnt sem þá sem sækja okkur heim. Samvirkni skemmtiferðaskipa og íslenskrar ímyndar mun vaxa Skemmtiferðaskipageirinn þjónar þeim markmiðum íslenskra stjórnvalda og ferðaþjónustunnar mjög vel. Framtíðarsýn útgerða skemmtiferðaskipanna byggir á markmiðum um núllosun gróðurhúsalofttegunda eftir 25 ár. Cruise Lines International Association (CLIA) stefna að 40% samdrætti í losun árið 2030 miðað við árið 2008 og það er útlit fyrir að þessi markmið náist með aukinni notkun á grænni orkugjöfum, landtengingum og almennri tækniþróun sem dregur úr orkuneyslu skipanna. Skemmtiferðaskipin hafa undanfarin ár verið eini geirinn sem nær að draga úr losun á sama tíma og eftirspurn eftir siglingum eykst. Þetta passar vel markmiðum sem stjórnvöld hafa skuldbundið Ísland til að ná; 50-55% samdrætti í nettólosun gróðurhúsalofttegunda árið 2035 miðað við árið 2005 í geirum sem eru skilgreindir í reglugerð um samfélagslosun. Núllosun í landhelgi í fyrsta skiptið síðan á skútuöld? Sá möguleiki er meira að segja fyrir hendi að Ísland verði fyrsta landið á heimsvísu þar sem skemmtiferðaskip kemur í heimsókn algjörlega án losunar gróðurhúsalofttegunda í íslenskri landhelgi. Það er nefnilega allt til staðar, skip sem getur siglt undir rafmagni að höfn, tengst landtengingu við rafmagn og jafnvel hitaveitu, og siglt aftur út úr landhelgi á rafmagni. Slík ferð ætti möguleika á að losa engar gróðurhúsalofttegundir í landhelginni og þyrfti að leita aftur til skútualdar eftir slíkum samanburði. Það er styttra í þetta en margan grunar og svona ferðaþjónusta passar vel hreinni ímynd og náttúru Íslands og yrði að auki leiðandi í íslenskri ferðaþjónustu í skipulagi sem þjónar álagsmarkmiðum sveitarfélaga á landsbyggðinni. Það er margt sem hægt er að læra af fyrirkomulagi ferðaþjónustu skemmtiferðaskipanna og við sjáum nú þegar ávinningin fyrir samfélagið af komu þeirra í því sem kallað hefur verið öflugasta byggðastefna landsins. Skipin heimsækja nefnilega sannanlega yfir þrjátíu áfangastaði á Íslandi öllu og rannsóknir hafa sýnt að neysla ferðamanna af skipunum getur verið mjög há. Það er framtíðarsýn okkar hjá Cruise Iceland að Ísland verði leiðarljósið í ferðaþjónustu 21. aldarinnar, með sjálfbærni, álagsstýringu og samfélagssátt skemmtiferðaskipanna sem grunn undirstöður ferðaþjónustunnar. Við erum þegar vel á veg kominn – það eina sem vantar er að seglum sé hagað eftir vindi svo áfangastaðnum verði náð á réttum tíma. Við látum ekki okkar eftir liggja og munum byggja vinnu okkar á því góða samstarfi með hagaðilum á Íslandi sem við höfum byggt upp undanfarin ár. Unnur Elva Arnardóttir, formaður stjórnar Cruise IcelandEmma Kjartansdóttir, varaformaður stjórnar Cruise Iceland
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar