Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar 2. desember 2025 09:00 Það eru tækifæri til hagræðingar í rekstri Reykjavíkurborgar en miðstöðvar borgarinnar ættu ekki að vera fyrsti staðurinn sem hagrætt er á. Í breytingartillögum borgarfulltrúa Framsóknarflokksins við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2026 leggja þau fram hugmynd um að leggja niður miðstöðvar borgarinnar og stofna í stað þeirra annars vegar Fjölskyldumiðstöð og hins vegar Miðstöð virkni og ráðgjafar. Þessi tillaga Framsóknarflokksins svarar ekki þeim vanda sem börn og foreldrar standa frammi fyrir. Tillagan er í besta falli loforð um nýtt skipurit en ekki styttri biðlista, fleiri sérfræðinga í málefnum barna og ungmenna eða betra stuðningsnet í skólum. Það er erfitt að sjá hvernig það að leggja niður fjórar einingar og stofna tvær nýjar muni gera þjónustuna skilvirkari eða aðgengilegri. Slíkar kerfisbreytingar kalla á endurskipulagningu, óvissu og millibilsástand sem mun ekki reynast vel. Á meðan sitja börn og foreldrar eftir og bíða. Tillagan talar um hagræðingu upp á 690 milljónir króna án þess að skýrt sé hvaðan sú upphæð á að koma og því er ótrúverðugt að halda því fram að hægt sé að hagræða án þess að skera niður raunverulega þjónustu. Þá felur tillagan einnig í sér að aukin áhersla verði lögð á að starfsfólk miðstöðvanna nýti húsnæði borgarinnar úti í hverfunum fyrir ráðgjöf og aðra þjónustu. Ættum við ekki einmitt að efla starfsemi miðstöðvanna, sem eru nú þegar í hverfum borgarinnar, í stað þess að fækka þeim niður í tvær? Börn og ungmenni eiga betra skilið Það sem þarf að gera er að byggja nærþjónustu upp innan hverfanna, fjölga sálfræðingum, styrkja teymin í skólunum, setja félagsráðgjafa í beinan stuðning við nemendur inni í kennslustofum og nýta þær rannsóknir sem fyrir liggja á vímuefnanotkun og áhættuhegðun ungmenna til að greina hvar þörfin er mest. Svona grípum við inn fyrr, minnkum framtíðarálag á kerfið og byggjum upp sterka menningu fyrir andlegri heilsu og vellíðan í leik- og grunnskólum borgarinnar. Reykjavík á að vera borg þar sem börn fá raunverulegan stuðning þegar þau þurfa á honum að halda í stað þess að bíða á meðan kerfið reynir að finna út úr sjálfu sér. Tillögur sem færa þjónustuna fjær og tefja umbætur í þeim eina tilgangi að styðja við fjárhagsleg markmið Reykjavíkurborgar eru einfaldlega ekki tillögur sem börnin okkar þurfa á að halda. Höfundur starfar sem rekstrarstjóri og er þátttakandi í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Það eru tækifæri til hagræðingar í rekstri Reykjavíkurborgar en miðstöðvar borgarinnar ættu ekki að vera fyrsti staðurinn sem hagrætt er á. Í breytingartillögum borgarfulltrúa Framsóknarflokksins við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2026 leggja þau fram hugmynd um að leggja niður miðstöðvar borgarinnar og stofna í stað þeirra annars vegar Fjölskyldumiðstöð og hins vegar Miðstöð virkni og ráðgjafar. Þessi tillaga Framsóknarflokksins svarar ekki þeim vanda sem börn og foreldrar standa frammi fyrir. Tillagan er í besta falli loforð um nýtt skipurit en ekki styttri biðlista, fleiri sérfræðinga í málefnum barna og ungmenna eða betra stuðningsnet í skólum. Það er erfitt að sjá hvernig það að leggja niður fjórar einingar og stofna tvær nýjar muni gera þjónustuna skilvirkari eða aðgengilegri. Slíkar kerfisbreytingar kalla á endurskipulagningu, óvissu og millibilsástand sem mun ekki reynast vel. Á meðan sitja börn og foreldrar eftir og bíða. Tillagan talar um hagræðingu upp á 690 milljónir króna án þess að skýrt sé hvaðan sú upphæð á að koma og því er ótrúverðugt að halda því fram að hægt sé að hagræða án þess að skera niður raunverulega þjónustu. Þá felur tillagan einnig í sér að aukin áhersla verði lögð á að starfsfólk miðstöðvanna nýti húsnæði borgarinnar úti í hverfunum fyrir ráðgjöf og aðra þjónustu. Ættum við ekki einmitt að efla starfsemi miðstöðvanna, sem eru nú þegar í hverfum borgarinnar, í stað þess að fækka þeim niður í tvær? Börn og ungmenni eiga betra skilið Það sem þarf að gera er að byggja nærþjónustu upp innan hverfanna, fjölga sálfræðingum, styrkja teymin í skólunum, setja félagsráðgjafa í beinan stuðning við nemendur inni í kennslustofum og nýta þær rannsóknir sem fyrir liggja á vímuefnanotkun og áhættuhegðun ungmenna til að greina hvar þörfin er mest. Svona grípum við inn fyrr, minnkum framtíðarálag á kerfið og byggjum upp sterka menningu fyrir andlegri heilsu og vellíðan í leik- og grunnskólum borgarinnar. Reykjavík á að vera borg þar sem börn fá raunverulegan stuðning þegar þau þurfa á honum að halda í stað þess að bíða á meðan kerfið reynir að finna út úr sjálfu sér. Tillögur sem færa þjónustuna fjær og tefja umbætur í þeim eina tilgangi að styðja við fjárhagsleg markmið Reykjavíkurborgar eru einfaldlega ekki tillögur sem börnin okkar þurfa á að halda. Höfundur starfar sem rekstrarstjóri og er þátttakandi í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun