Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2025 08:02 Kosovare Asllani hefur fengið tilboð um að spila í Sádi-Arabíu. Getty/Alex Caparros Leikmenn sænska landsliðsins hafa ekki áhuga á því að fara til Sádi-Arabíu og spila þar fótbolta fyrir góð laun, líkt og Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands, og hin þýska Dzsenifer Marozsán hafa gert. Sænski miðillinn Aftonbladet fjallaði um þetta í gær, fyrir seinni leik Svía við Frakka í kvöld í einvíginu um bronsverðlaunin í Þjóðadeildinni. Ein sænsk knattspyrnukona spilar í Sádi-Arabíu en það er Nor Mustafa sem spilað hefur þar frá árinu 2023 með Ittihad FC. Sara Björk hélt til Sádi-Arabíu fyrir rúmu ári og er á sínu öðru tímabili með Al-Qadsiah, sem hún skoraði tvö mörk fyrir og átti stoðsendingu í 8-1 sigri gegn Eastern Flames í síðustu umferð. Sara var í viðtali við Vísi síðasta vor og sagðist þar vissulega hafa orðið vör við gagnrýni á ákvörðun sína um að fara til Sádi-Arabíu, og að legið hefði við vinaslitum hennar og samkynhneigðrar vinkonu hennar. Marozsán varð svo liðsfélagi Söru hjá Al-Qadsiah í ágúst og fleiri mjög þekktir, erlendir leikmenn eru í sádiarabísku deildinni, líkt og hin franska Kheira Hamraoui. „Þær hafa líklega sínar ástæður en ég sjálf gæti aldrei spilað í landi þar sem konur eru ekki jafnmikils virði og karlar. Það eru aðrir hlutir sem skipta meira máli en peningar,“ sagði Nathalie Björn við Aftonbladet. Nathalie Björn er alfarið á móti því að spila í Sádi-Arabíu.Getty/James Gill „Frekar færi ég þá til Ítalíu og lifði þar góðu lífi, eða Bandaríkjanna og næði í smápening. Mig langar ekki að spila í Sádi-Arabíu,“ sagði Björn sem er leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en var áður hjá Everton líkt og kærasta hennar, Aurora Galli. Asllani sagði nei: Stend fyrir það sem ég stend Fótboltastjarnan Kosovare Asllani, sem fór frá AC Milan til London City Lionesses í fyrra, segist hafa fengið tilboð um að spila í Sádi-Arabíu. „Ég hafnaði því. Ég stend fyrir það sem ég stend og hef alltaf gert. Ég er ánægð í London þar sem við erum með sjálfstætt kvennafélag og góðar fjárfestingar í gangi,“ sagði Asllani við Aftonbladet. Linda Sembrant tekur í sama streng og hefur ekki í hyggju að fara til Sádi-Arabíu: „Þetta hefur aldrei verið inni í myndinni og verður það aldrei. Mér líður ekki eins og ég vilji taka þátt í þessu,“ sagði Sembrant. Stelpurnar í Sádi-Arabíu þakklátar Söru Mannréttindasamtök hafa ítrekað bent á brot stjórnvalda í Sádi-Arabíu gegn til að mynda samkynhneigðum, konum og fjölmiðlum, fjölda dauðarefsinga í landinu og fleira. Öll tengsl landsins við íþróttir, sem hafa aukist til mikilla muna undanfarin ár, kalla af þessum sökum á gagnrýni. Í viðtali við Vísi í vor kvaðst Sara sýna þessu skilning en kvaðst sömuleiðis telja best að kynnast hlutunum af eigin raun frekar en að fella dóma fyrir fram. „Þú getur tekið svo ótrúlega marga slagi. Það er fullt af hlutum sem þú getur tekið fyrir, ekki bara í Sádi-Arabíu heldur alls staðar, í öllum liðum og löndum sem ég hef spilað í, þó það sé ekki endilega einblínt á þá. Það er margt í þessu, þegar ég fer þangað, sem ég er ekki sammála. En ég þarf líka að hugsa um hvað ég get haft áhrif á og hverju ég get stjórnað þegar ég fer þangað. Hvaða áhrif get ég haft fyrir kvennaknattspyrnuna í Sádi-Arabíu? Það er eitthvað sem ég get hjálpað til með. Auðvitað get ég tekið fullt af öðrum slögum en ég ákvað að gera það ekki heldur einbeita mér að þessu verkefni.“ „Ég veit að ég hef gefið ótrúlega mikið af mér og að stelpurnar kunna ótrúlega mikið að meta það, og hafa sagt: Takk fyrir að koma hingað og gefa okkur sjúklega mikinn innblástur. Ekki bara ég heldur aðrir erlendir leikmenn. Þær átta sig á þessu og segja að þær viti að það sé örugglega erfitt að koma, út af því það eru miklir fordómar fyrir því. Ég get haft áhrif á þetta [kvennafótboltann í Sádi-Arabíu] og ætla að einbeita mér að því,“ sagði Sara Björk en viðtalið við hana frá því í maí má sjá hér að ofan. Sádiarabíski boltinn Fótbolti Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira
Sænski miðillinn Aftonbladet fjallaði um þetta í gær, fyrir seinni leik Svía við Frakka í kvöld í einvíginu um bronsverðlaunin í Þjóðadeildinni. Ein sænsk knattspyrnukona spilar í Sádi-Arabíu en það er Nor Mustafa sem spilað hefur þar frá árinu 2023 með Ittihad FC. Sara Björk hélt til Sádi-Arabíu fyrir rúmu ári og er á sínu öðru tímabili með Al-Qadsiah, sem hún skoraði tvö mörk fyrir og átti stoðsendingu í 8-1 sigri gegn Eastern Flames í síðustu umferð. Sara var í viðtali við Vísi síðasta vor og sagðist þar vissulega hafa orðið vör við gagnrýni á ákvörðun sína um að fara til Sádi-Arabíu, og að legið hefði við vinaslitum hennar og samkynhneigðrar vinkonu hennar. Marozsán varð svo liðsfélagi Söru hjá Al-Qadsiah í ágúst og fleiri mjög þekktir, erlendir leikmenn eru í sádiarabísku deildinni, líkt og hin franska Kheira Hamraoui. „Þær hafa líklega sínar ástæður en ég sjálf gæti aldrei spilað í landi þar sem konur eru ekki jafnmikils virði og karlar. Það eru aðrir hlutir sem skipta meira máli en peningar,“ sagði Nathalie Björn við Aftonbladet. Nathalie Björn er alfarið á móti því að spila í Sádi-Arabíu.Getty/James Gill „Frekar færi ég þá til Ítalíu og lifði þar góðu lífi, eða Bandaríkjanna og næði í smápening. Mig langar ekki að spila í Sádi-Arabíu,“ sagði Björn sem er leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en var áður hjá Everton líkt og kærasta hennar, Aurora Galli. Asllani sagði nei: Stend fyrir það sem ég stend Fótboltastjarnan Kosovare Asllani, sem fór frá AC Milan til London City Lionesses í fyrra, segist hafa fengið tilboð um að spila í Sádi-Arabíu. „Ég hafnaði því. Ég stend fyrir það sem ég stend og hef alltaf gert. Ég er ánægð í London þar sem við erum með sjálfstætt kvennafélag og góðar fjárfestingar í gangi,“ sagði Asllani við Aftonbladet. Linda Sembrant tekur í sama streng og hefur ekki í hyggju að fara til Sádi-Arabíu: „Þetta hefur aldrei verið inni í myndinni og verður það aldrei. Mér líður ekki eins og ég vilji taka þátt í þessu,“ sagði Sembrant. Stelpurnar í Sádi-Arabíu þakklátar Söru Mannréttindasamtök hafa ítrekað bent á brot stjórnvalda í Sádi-Arabíu gegn til að mynda samkynhneigðum, konum og fjölmiðlum, fjölda dauðarefsinga í landinu og fleira. Öll tengsl landsins við íþróttir, sem hafa aukist til mikilla muna undanfarin ár, kalla af þessum sökum á gagnrýni. Í viðtali við Vísi í vor kvaðst Sara sýna þessu skilning en kvaðst sömuleiðis telja best að kynnast hlutunum af eigin raun frekar en að fella dóma fyrir fram. „Þú getur tekið svo ótrúlega marga slagi. Það er fullt af hlutum sem þú getur tekið fyrir, ekki bara í Sádi-Arabíu heldur alls staðar, í öllum liðum og löndum sem ég hef spilað í, þó það sé ekki endilega einblínt á þá. Það er margt í þessu, þegar ég fer þangað, sem ég er ekki sammála. En ég þarf líka að hugsa um hvað ég get haft áhrif á og hverju ég get stjórnað þegar ég fer þangað. Hvaða áhrif get ég haft fyrir kvennaknattspyrnuna í Sádi-Arabíu? Það er eitthvað sem ég get hjálpað til með. Auðvitað get ég tekið fullt af öðrum slögum en ég ákvað að gera það ekki heldur einbeita mér að þessu verkefni.“ „Ég veit að ég hef gefið ótrúlega mikið af mér og að stelpurnar kunna ótrúlega mikið að meta það, og hafa sagt: Takk fyrir að koma hingað og gefa okkur sjúklega mikinn innblástur. Ekki bara ég heldur aðrir erlendir leikmenn. Þær átta sig á þessu og segja að þær viti að það sé örugglega erfitt að koma, út af því það eru miklir fordómar fyrir því. Ég get haft áhrif á þetta [kvennafótboltann í Sádi-Arabíu] og ætla að einbeita mér að því,“ sagði Sara Björk en viðtalið við hana frá því í maí má sjá hér að ofan.
Sádiarabíski boltinn Fótbolti Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira