Neytendur

Vara við listeríu í rifnu grísakjöti

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Rifið grísakjöt er til dæmis vinsælt í borgara og samlokur.
Rifið grísakjöt er til dæmis vinsælt í borgara og samlokur. Getty

Listería fannst í svínakjötsrétti frá Ali og varar Matvælastofnun neytendur við þremur framleiðslulotum fyrirtækisins á vörunni. Um er að ræða rifið grísakjöt með BBQ-sósu frá framleiðandanum Síld og fiski ehf. en fyrirtækið hefur innkallað vöruna af markaði.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST.

„Matvælastofnun vill vara neytendur við þremum framleiðslulotum af Ali pulled pork í BBQ sósu frá Sild og fiski ehf. vegna Listeríu moncytogenis sem fannst í vörunni. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna af markaði,“ segir í tilkynningunni.

Um er að ræða vörur framleiddar í þremur lotum í nóvember sem hafa lotunúmerin 4.11.2025, 5.11.2025 og 10.11.2025. Neytendur sem keypt hafa vörurnar eru hvattir til að neyta hennar ekki og annað hvort farga henni eða skila til verslunar til að fá endurgreitt.

Nánari upplýsingar um vöruna sem um ræðir eru útlistaðar í tilkynningu MAST.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×