Fótbolti

Spiluðu fót­bolta í há­loftunum og settu nýtt heims­met

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þessi fótboltaleikur var svo sannarlega ekki fyrir lofthrædda.
Þessi fótboltaleikur var svo sannarlega ekki fyrir lofthrædda. @sergeyboytcov

Þegar kemur að því að setja heimsmet er ýmislegt sem fólki dettur í hug. Fótboltaheimsmetin verða þó varla eins djörf og villt og það sem féll á dögunum.

Rússinn Sergey Boytsov og félagar hans settu nefnilega nýtt heimsmet á dögunum. Boytsov er ofuríþróttamaður, leikari og fallhlífarstökkvari.

Boytsov og félagar fóru þá með lítinn fótboltavöll upp í háloftin þökk sé stórum loftbelg. Þar spiluðu þeir fótbolta í 1800 metra hæð í lausu lofti eins og sjá má hér fyrir neðan.

Myndbandið hefur nú farið sem eldur í sinu um allan heim: leikvöllurinn var hengdur upp í loftbelg og á sama tíma „skemmti“ listflugvél sér fyrir ofan þá.

Fótbolti meðal skýjanna. Þeir voru auðvitað allir með fallhlíf og auk þess vel festir við völlinn ef það kæmi stór vindhviða eða annars konar truflun.

Það væri reyndar ekkert grín að sækja boltann ef þeir hittu ekki markið eða misstu hann fram af brún vallarins.

„Við settum nýtt heimsmet. Fyrsti fótboltaleikur heims undir loftbelg í 1800 metra hæð,“ skrifaði Sergey Boytsov við myndbandið hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×