Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. desember 2025 08:10 Bæði íslenskir og erlendir fangar afplána í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm Alls hafa 327 fangar með erlent ríkisfang frá 56 löndum hafið afplánun í fangelsum á Íslandi undanfarin fimm ár. Flestir erlendir fangar á þessu ári, og alls yfir tímabilið, eru pólskir og spænskir ríkisborgarar og yfirgnæfandi meirihluti þeirra erlendu fanga sem afplána á Íslandi sitja inni vegna fíkniefnabrota. Áætlaður meðalkostnaður vegna hvers fanga á dag nemur tæpum 57 þúsund krónum á þessu ári. Þetta kemur fram í svari Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Diljár Mistar Einarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Diljá spurði um fjölda erlendra fanga í íslenskum fangelsum síðastliðin fimm ár, annars vegar eftir þjóðerni og hins vegar eftir tegundum brota sem þeir sitja inni fyrir. Þá spurði hún einnig um kostnað hins opinbera vegna erlendra fanga á tímabilinu 2020 til 2025. Fjölgun frá 2020 en hefur fækkað undanfarin tvö ár Tekið skal fram að í svari ráðherra er ekki gerður greinarmunur á kostnaði vegna fanga eftir því hvort þeir hafa erlent eða íslenskt ríkisfang, og þá kemur ekki heldur fram í svarinu hvert hlutfall erlendra fanga er af heildarfjölda þeirra sem afplána í íslenskum fangelsum. Samkvæmt svari ráðherra við annarri fyrirspurn frá þingmanni Miðflokksins fyrr á þessu ári voru ríflega 40% fanga á Íslandi með erlent ríkisfang. Í svari ráðherra við fyrirspurn Diljár kemur fram að í ár hafi 57 fangar með erlent ríkisfang hafið afplánun í fangelsi á Íslandi. Þeim hefur heilt yfir fjölgað frá árinu 2020 þegar þeir voru 32 en flestir voru fangar með erlent ríkisfang árið 2023 eða 75. Sé litið til ríkisfangs eru flestir erlendir fangar frá Póllandi, átta á þessu ári en flestir sextán á árunum 2023 og 2024, og Spáni, níu á þessu ári en flestir fjórtán árið 2023. Listann í heild sinni yfir fjölda erlendra ríkisborgara sem hófu afplánun á tímabilinu má sjá í töflunni hér að neðan. Fjöldi erlendra fanga eftir ríkisfangi og árum samkvæmt svari dómsmálaráðherra. Miðað er við upphaf afplánunar í fangelsi. Spurt var einnig um tegund brota en samkvæmt svari ráðherra afplána langflestir erlendir fangar dóma vegna fíkniefnabrota. Í ár afplána 48 fangar dóma vegna slíkra brota sem er svipaður fjöldi og frá árinu 2022, en þeir voru umtalsvert færri á árunum 2020 og 2021 líkt og taflan hér að neðan sýnir. Þrír afplána í ár fyrir manndráp eða tilraun til manndráps Þá hafa fjórir hafið afplánun vegna umferðarlagabrota, þrír fyrir manndráp eða tilraun til manndráps, einn fyrir ofbeldisbrot og einn fyrir kynferðisbrot, en fjöldinn miðar við stöðuna þann 17. september í ár. Taflan sýnir hvernig erlendir fangar skiptast eftir brotum sem þeir afplána dóma fyrir. Miðað við upphaf afplánunar. Diljá vildi líka vita hver kostnaður hins opinbera er vegna erlendra fanga á tímabilinu, en samkvæmt svari ráðherra var meðaltalskostnaður á fanga á dag 56.734 miðað við 17. september. Kostnaðurinn byggir á upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. Heildarkostnaður ekki tekinn fram í svarinu „Bak við útreikninga á meðaltalskostnaði er heildarkostnaður vegna reksturs fangelsanna fjögurra auk launakostnaðar vegna sálfræðinga og félagsráðgjafa. Heildarkostnaði er svo deilt upp með fjölda daga í afplánun og þeirri útkomu deilt með fjölda fanga,“ segir í svari ráðherra. Því er hins vegar ekki svarað hver heildarkostnaður hins opinbera hefur verið síðastliðin fimm ár. Gefinn er upp meðalkostnaður á fanga á dag fyrir hvert ár á tímabilinu 2020 til 2025, en þar sem ekki er hægt að lesa úr svarinu í hve marga daga hver og einn fangi afplánaði er erfitt að reikna út hver heildarkostnaðurinn hefur verið sé miðað við kostnað hvern fanga á dag. Samkvæmt svarinu var meðalkostnaður á fanga á dag fyrir árið 2025 til 17. September 56.734 krónur. Í fyrra var meðalkostnaðurinn 56.750 krónur á dag og árið 2023 var kostnaðurinn 50.297 krónur. Meðalkostnaðurinn var 50.155 krónur fyrir árið 2022, 44.838 krónur árið 2021 og 43.996 krónur fyrir árið 2020. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Fangelsismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Diljár Mistar Einarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Diljá spurði um fjölda erlendra fanga í íslenskum fangelsum síðastliðin fimm ár, annars vegar eftir þjóðerni og hins vegar eftir tegundum brota sem þeir sitja inni fyrir. Þá spurði hún einnig um kostnað hins opinbera vegna erlendra fanga á tímabilinu 2020 til 2025. Fjölgun frá 2020 en hefur fækkað undanfarin tvö ár Tekið skal fram að í svari ráðherra er ekki gerður greinarmunur á kostnaði vegna fanga eftir því hvort þeir hafa erlent eða íslenskt ríkisfang, og þá kemur ekki heldur fram í svarinu hvert hlutfall erlendra fanga er af heildarfjölda þeirra sem afplána í íslenskum fangelsum. Samkvæmt svari ráðherra við annarri fyrirspurn frá þingmanni Miðflokksins fyrr á þessu ári voru ríflega 40% fanga á Íslandi með erlent ríkisfang. Í svari ráðherra við fyrirspurn Diljár kemur fram að í ár hafi 57 fangar með erlent ríkisfang hafið afplánun í fangelsi á Íslandi. Þeim hefur heilt yfir fjölgað frá árinu 2020 þegar þeir voru 32 en flestir voru fangar með erlent ríkisfang árið 2023 eða 75. Sé litið til ríkisfangs eru flestir erlendir fangar frá Póllandi, átta á þessu ári en flestir sextán á árunum 2023 og 2024, og Spáni, níu á þessu ári en flestir fjórtán árið 2023. Listann í heild sinni yfir fjölda erlendra ríkisborgara sem hófu afplánun á tímabilinu má sjá í töflunni hér að neðan. Fjöldi erlendra fanga eftir ríkisfangi og árum samkvæmt svari dómsmálaráðherra. Miðað er við upphaf afplánunar í fangelsi. Spurt var einnig um tegund brota en samkvæmt svari ráðherra afplána langflestir erlendir fangar dóma vegna fíkniefnabrota. Í ár afplána 48 fangar dóma vegna slíkra brota sem er svipaður fjöldi og frá árinu 2022, en þeir voru umtalsvert færri á árunum 2020 og 2021 líkt og taflan hér að neðan sýnir. Þrír afplána í ár fyrir manndráp eða tilraun til manndráps Þá hafa fjórir hafið afplánun vegna umferðarlagabrota, þrír fyrir manndráp eða tilraun til manndráps, einn fyrir ofbeldisbrot og einn fyrir kynferðisbrot, en fjöldinn miðar við stöðuna þann 17. september í ár. Taflan sýnir hvernig erlendir fangar skiptast eftir brotum sem þeir afplána dóma fyrir. Miðað við upphaf afplánunar. Diljá vildi líka vita hver kostnaður hins opinbera er vegna erlendra fanga á tímabilinu, en samkvæmt svari ráðherra var meðaltalskostnaður á fanga á dag 56.734 miðað við 17. september. Kostnaðurinn byggir á upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. Heildarkostnaður ekki tekinn fram í svarinu „Bak við útreikninga á meðaltalskostnaði er heildarkostnaður vegna reksturs fangelsanna fjögurra auk launakostnaðar vegna sálfræðinga og félagsráðgjafa. Heildarkostnaði er svo deilt upp með fjölda daga í afplánun og þeirri útkomu deilt með fjölda fanga,“ segir í svari ráðherra. Því er hins vegar ekki svarað hver heildarkostnaður hins opinbera hefur verið síðastliðin fimm ár. Gefinn er upp meðalkostnaður á fanga á dag fyrir hvert ár á tímabilinu 2020 til 2025, en þar sem ekki er hægt að lesa úr svarinu í hve marga daga hver og einn fangi afplánaði er erfitt að reikna út hver heildarkostnaðurinn hefur verið sé miðað við kostnað hvern fanga á dag. Samkvæmt svarinu var meðalkostnaður á fanga á dag fyrir árið 2025 til 17. September 56.734 krónur. Í fyrra var meðalkostnaðurinn 56.750 krónur á dag og árið 2023 var kostnaðurinn 50.297 krónur. Meðalkostnaðurinn var 50.155 krónur fyrir árið 2022, 44.838 krónur árið 2021 og 43.996 krónur fyrir árið 2020. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Fangelsismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira