Lífið

Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Birnir, Vera Illugadóttir, Herra Hnetusmjör og Hafdís Huld slóu öll í gegn á Spotify í ár.
Birnir, Vera Illugadóttir, Herra Hnetusmjör og Hafdís Huld slóu öll í gegn á Spotify í ár. SAMSETT

Árið sem er senn á enda var gróskumikið í tónlist og hlaðvörpum hérlendis enda okkar litla eyja stútfull af hæfileikafólki. Spotify sendi blaðamanni yfirlit á vinsælustu tónlistarmennina, lögin og hlaðvörpin á Íslandi fyrir árið 2025. 

Íslensk tónlist heldur að sjálfsögðu áfram að slá í gegn og í efstu þrem sætunum yfir mest spiluðu tónlistarmenn ársins hér heima eru þrír Íslendingar. Hafdís Huld heldur velli sem einhver vinsælasta vögguvísustjarna sögunnar. 

Hér má sjá lista yfir tíu mest spiluðu tónlistarmenn á Spotify á Íslandi 2025: 

  1. Hafdís Huld
  2. Birnir
  3. Herra Hnetusmjör
  4. Drake
  5. Bubbi Morthens
  6. Daniil
  7. Aron Can
  8. Kanye West
  9. The Weeknd
  10. Billie Eilish

Herra Hnetusmjör átti óumdeilanlega lag ársins en þeir eru fáir landsmennirnir sem geta ekki tekið undir viðlagið á Ella Egils. Búnt á skenkinn, Elli Egils á vegginn. Hvað ætli myndlistarmaðurinn Elli Egils hafi selt mikið af verkum í kjölfar lagsins? 

Hér má sjá lista yfir tíu mest spiluðu lögin á Spotify á Íslandi 2025: 

  1. Herra Hnetusmjör - Elli Egils
  2. VÆB - RÓA
  3. Birnir - LXS
  4. Alex Warren - Ordinary 
  5. Aron Kristinn & Birnir - Bleikur Range Rover
  6. Aron Can - Poppstirni
  7. FM95BLÖ - Hver er sá besti?
  8. Birnir - Vopn
  9. HubbaBubba - Stara
  10. Saint Pete & Herra Hnetusmjör - Tala minn skít 

Það vantar ekki framboðið á öflugum hlaðvörpum í íslenskri framleiðslu en ein drottning trónir þar á toppnum enda bíða ófáir alltaf spenntir eftir föstudegi til að geta heyrt nýjasta Í ljósi sögunnar. Vera Illugadóttir er hlaðvarpsdrottning landsins. 

Hér má sjá lista yfir vinsælustu tíu hlaðvörpin á Spotify á Íslandi 2025: 

  1. Í ljósi sögunnar
  2. FM957
  3. Komið Gott
  4. Dr. Football Podcast
  5. Spursmál
  6. Beint í bílinn
  7. The Joe Rogan Experience
  8. Chess After Dark
  9. Morðkastið
  10. Teboðið

Tengdar fréttir

„Þetta er allt partur af plani hjá guði“

„Við höfum verið að prakkarast saman frá því við vorum litlir,“ segja bræðurnir óaðskiljanlegu Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir sem saman mynda hljómsveitina Væb. Strákarnir eru nú að undirbúa sig fyrir stærstu tónlistarstund í lífi þeirra hingað til, Eurovision í Sviss, og eru ekkert að láta stressið þvælast fyrir sér. Blaðamaður ræddi við þá um líf þeirra og listina.

Fann ástina á Prikinu

„Það er stórkostlegt að vera faðir, það stórkostlegasta sem hefur komið fyrir mig. Ég man bara ekkert hvernig lífið mitt var áður en ég átti barn,“ segir rapparinn Birnir sem er viðmælandi í Einkalífinu.

Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára

„Það er algjör vítamínsprauta að fara í „illuð“ föt,“ segir rapparinn Árni Páll Árnason betur þekktur sem Herra Hnetusmjör. Hann er viðmælandi í fyrsta þætti af Tískutali þar sem hann fer yfir klæðaburðinn, eftirminnileg tískumóment, hverju hann klæddist á fyrsta gigginu, ógleymanleg kaup sem hann gerði tíu ára gamall í Flórída, hvernig stíllinn hans hefur þróast samhliða föðurhlutverkinu og margt fleira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.