Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar 3. desember 2025 11:01 Undanfarnar vikur hef ég lagt mig fram við að rækta þakklæti. Ekki þannig að ég krefji sjálfa mig um að finna eitthvað ákveðið á hverjum degi, heldur frekar að ég leyfi mér að staldra við þegar það kemur yfir mig. Það er góð tilfinning. Þakklæti minnir mig á að þrátt fyrir alls konar áskoranir sé lífið á svo margan hátt afskaplega gott. Í kjölfarið hef ég meðal annars fundið fyrir miklu þakklæti gagnvart starfsfólki skólanna sem börnin mín hafa gengið í. Hversu vel skólakerfið hefur haldið utanum þau. Hversu mikinn metnað starfsfólkið hefur sýnt, hversu vel það hefur fylgst með líðan barnanna og hversu vel það hefur verið tekið í það þegar þau leita sér aðstoðar. Þá rifjaðist upp fyrir mér mín eigin skólaganga, þar sem upplifun mín var hinsvegar sú að fáir virtust spá í líðan okkar og sumir jafnvel draga úr manni frekar en að hvetja og styrkja. Ég var ein af þeim sem fékk setninguna „talar of mikið“ á einkunnaspjaldið, og ég gleymi því seint þegar einn kennari sagði við mig: „Já, Berglind,bylur hæst í tómri tunnu.“ Illkvittin setning sem vakti hjá mér skömm í langan tíma á eftir. Eða þegar kennarinn minn skellihló yfir því að ég væri að gráta fyrir utan stofuna vegna þess að hamsturinn minn hafði dáið. „Ertu að gráta yfir dýri?“ spurði hann háðslega. Í menntaskóla, þegar ég loks safnaði kjarki til að leita aðstoðar námsráðgjafa, fékk ég það ráð að hætta námi sem fyrst, því ég myndi hvort eð er aldrei útskrifast. Sem betur fer höfðu þessi orð þveröfug áhrif á mig og ég kláraði námið. En ég velti oft fyrir mér hversu margir hafa látið svona orð brjóta sig niður. Auðvitað voru undantekningar. Englar sem birtust þegar allt var virtist ómögulegt. Eins og Sigrún stærðfræðikennari sem tók mig að sér og sýndi mér að ég gæti vel lært stærðfræði og jafnvel haft gaman af henni. Og Þórður íslenskukennari sem kveikti líf í Íslendingasögunum með ástríðu sinni. En mín upplifun var að þetta heyrði til undantekninga. Flestum virtist bara standa á sama. Þegar ég horfi til baka sé ég hversu margt hefur breyst til hins betra. Hversu mikið hefur áunnist. Hversu mörg börn eiga í dag skóla þar sem líðan þeirra skiptir máli. Hversu margir kennarar vinna störf sín af hjartans alúð og vilja gera vel. En þá vaknar spurning sem ég hef verið að velta fyrir mér:Eiga þakklæti og pólitík samleið? Ég hef nefnilega stundum fengið þá tilfinningu, sem ég vona að sé röng, að þessi tvö fyrirbæri séu andstæður. Að í pólitík sé meira rými fyrir að benda á það sem er ábótavant en það sem vel hefur tekist. Og stundum finnst mér samfélagsumræðan endurspegla það. Auðvitað er margt sem þarf að bæta. Það er alltaf þannig í samfélagi sem vill vaxa og þroskast. En má ekki líka staldra við og þakka fyrir það sem vel er gert? Höfundur er í stjórn Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hef ég lagt mig fram við að rækta þakklæti. Ekki þannig að ég krefji sjálfa mig um að finna eitthvað ákveðið á hverjum degi, heldur frekar að ég leyfi mér að staldra við þegar það kemur yfir mig. Það er góð tilfinning. Þakklæti minnir mig á að þrátt fyrir alls konar áskoranir sé lífið á svo margan hátt afskaplega gott. Í kjölfarið hef ég meðal annars fundið fyrir miklu þakklæti gagnvart starfsfólki skólanna sem börnin mín hafa gengið í. Hversu vel skólakerfið hefur haldið utanum þau. Hversu mikinn metnað starfsfólkið hefur sýnt, hversu vel það hefur fylgst með líðan barnanna og hversu vel það hefur verið tekið í það þegar þau leita sér aðstoðar. Þá rifjaðist upp fyrir mér mín eigin skólaganga, þar sem upplifun mín var hinsvegar sú að fáir virtust spá í líðan okkar og sumir jafnvel draga úr manni frekar en að hvetja og styrkja. Ég var ein af þeim sem fékk setninguna „talar of mikið“ á einkunnaspjaldið, og ég gleymi því seint þegar einn kennari sagði við mig: „Já, Berglind,bylur hæst í tómri tunnu.“ Illkvittin setning sem vakti hjá mér skömm í langan tíma á eftir. Eða þegar kennarinn minn skellihló yfir því að ég væri að gráta fyrir utan stofuna vegna þess að hamsturinn minn hafði dáið. „Ertu að gráta yfir dýri?“ spurði hann háðslega. Í menntaskóla, þegar ég loks safnaði kjarki til að leita aðstoðar námsráðgjafa, fékk ég það ráð að hætta námi sem fyrst, því ég myndi hvort eð er aldrei útskrifast. Sem betur fer höfðu þessi orð þveröfug áhrif á mig og ég kláraði námið. En ég velti oft fyrir mér hversu margir hafa látið svona orð brjóta sig niður. Auðvitað voru undantekningar. Englar sem birtust þegar allt var virtist ómögulegt. Eins og Sigrún stærðfræðikennari sem tók mig að sér og sýndi mér að ég gæti vel lært stærðfræði og jafnvel haft gaman af henni. Og Þórður íslenskukennari sem kveikti líf í Íslendingasögunum með ástríðu sinni. En mín upplifun var að þetta heyrði til undantekninga. Flestum virtist bara standa á sama. Þegar ég horfi til baka sé ég hversu margt hefur breyst til hins betra. Hversu mikið hefur áunnist. Hversu mörg börn eiga í dag skóla þar sem líðan þeirra skiptir máli. Hversu margir kennarar vinna störf sín af hjartans alúð og vilja gera vel. En þá vaknar spurning sem ég hef verið að velta fyrir mér:Eiga þakklæti og pólitík samleið? Ég hef nefnilega stundum fengið þá tilfinningu, sem ég vona að sé röng, að þessi tvö fyrirbæri séu andstæður. Að í pólitík sé meira rými fyrir að benda á það sem er ábótavant en það sem vel hefur tekist. Og stundum finnst mér samfélagsumræðan endurspegla það. Auðvitað er margt sem þarf að bæta. Það er alltaf þannig í samfélagi sem vill vaxa og þroskast. En má ekki líka staldra við og þakka fyrir það sem vel er gert? Höfundur er í stjórn Viðreisnar í Reykjavík.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun