Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Aron Guðmundsson skrifar 4. desember 2025 12:33 Ingeborg Eide Garðarsdóttir, íþróttakona ársins 2025 í vali ÍF Vísir/Lýður Á krefjandi ári tókst kúluvarparanum Ingeborg Eide Garðarsdóttur að setja nýtt Íslandsmet í sínum flokki. Hún var í gær kjörin íþróttakona ársins 2025 í vali Íþróttasambands Fatlaðra. Kúluvarparinn Ingeborg Eide Garðarsdóttir og sundkappinn Snævar Örn Kristmannsson eru íþróttafólk fatlaðra árið 2025 en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í gær. Ingeborg setti nýtt Íslandsmet á árinu 2025 í flokki F37 í frjálsum íþróttum. Metið setti hún á stóra sviðinu þegar hún keppti á Heimsmeistaramóti IPC í frjálsum íþróttum sem haldið var í Nýju Delí á Indlandi undir lok september. Þar kastaði Ingeborg í fyrsta sinn yfir tíu metra, nánar tiltekið 10,08 metra sem er nýtt Íslandsmet í hennar flokki. „Ég er stolt og mjög þakklát fyrir að fá þennan titil. Þetta er stærsta viðurkenning sem maður getur fengið fyrir þá vinnu sem maður hefur sett í íþróttina sína í ár,“ segir Ingeborg í samtali við íþróttadeild. Klippa: Stolt og þakklát eftir krefjandi ár Árið sem nú er að renna sitt skeið reyndist henni krefjandi andlega þar sem að hún glímdi við Olympics blues, andlega niðursveiflu sem íþróttamenn geta fundið fyrir eftir að hafa keyrt sig í botn líkamlega og andlega á stórum mótum á borð við Ólympíuleikana eða paralympics. „Í samvinnu með mínum íþróttasálfræðingi ákváðum við að ég kæmi rólega inn í heimsmeistaramótið í Nýju Delí þar sem að ég myndi bara fá að njóta mín. Það greinilega skilaði sér því þar set ég þetta Íslandsmet í síðasta kasti. Það var bara geggjað að enda árið svona. Þetta var búið að vera svo erfitt, bara eins og afreksíþróttir eru, það koma þessar bylgjur.“ Loksins rauf hún tíu metra múrinn með kasti sínu. „Ég er búinn að stefna svolítið lengi á þennan stað, sennilega tvö ár núna. Fólk skilur ekki alveg hvernig kúluvarp virkar, þú ert ekki bara að bæta þig um einn sentímeter í einu. Heldur geturðu lent í því að vera stopp í sömu tölunni í nokkur ár svo allt í einu kemur risa bæting. Það var smá þannig núna. Það sem hefur skilað mér á þennan stað er þessi stöðugleiki í því að halda alltaf áfram, vinnusemi, mæta alltaf þrátt fyrir að eiga erfiða tíma.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Sjá meira
Kúluvarparinn Ingeborg Eide Garðarsdóttir og sundkappinn Snævar Örn Kristmannsson eru íþróttafólk fatlaðra árið 2025 en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í gær. Ingeborg setti nýtt Íslandsmet á árinu 2025 í flokki F37 í frjálsum íþróttum. Metið setti hún á stóra sviðinu þegar hún keppti á Heimsmeistaramóti IPC í frjálsum íþróttum sem haldið var í Nýju Delí á Indlandi undir lok september. Þar kastaði Ingeborg í fyrsta sinn yfir tíu metra, nánar tiltekið 10,08 metra sem er nýtt Íslandsmet í hennar flokki. „Ég er stolt og mjög þakklát fyrir að fá þennan titil. Þetta er stærsta viðurkenning sem maður getur fengið fyrir þá vinnu sem maður hefur sett í íþróttina sína í ár,“ segir Ingeborg í samtali við íþróttadeild. Klippa: Stolt og þakklát eftir krefjandi ár Árið sem nú er að renna sitt skeið reyndist henni krefjandi andlega þar sem að hún glímdi við Olympics blues, andlega niðursveiflu sem íþróttamenn geta fundið fyrir eftir að hafa keyrt sig í botn líkamlega og andlega á stórum mótum á borð við Ólympíuleikana eða paralympics. „Í samvinnu með mínum íþróttasálfræðingi ákváðum við að ég kæmi rólega inn í heimsmeistaramótið í Nýju Delí þar sem að ég myndi bara fá að njóta mín. Það greinilega skilaði sér því þar set ég þetta Íslandsmet í síðasta kasti. Það var bara geggjað að enda árið svona. Þetta var búið að vera svo erfitt, bara eins og afreksíþróttir eru, það koma þessar bylgjur.“ Loksins rauf hún tíu metra múrinn með kasti sínu. „Ég er búinn að stefna svolítið lengi á þennan stað, sennilega tvö ár núna. Fólk skilur ekki alveg hvernig kúluvarp virkar, þú ert ekki bara að bæta þig um einn sentímeter í einu. Heldur geturðu lent í því að vera stopp í sömu tölunni í nokkur ár svo allt í einu kemur risa bæting. Það var smá þannig núna. Það sem hefur skilað mér á þennan stað er þessi stöðugleiki í því að halda alltaf áfram, vinnusemi, mæta alltaf þrátt fyrir að eiga erfiða tíma.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Sjá meira